Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 BRATISLAVA 27. apríl í 4 nætur Stökktu í helgarferð til Verð frá kr. 69.995. Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á 3 stjörnu hóteli í 4 nætur með morgunmat. Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Frá kr. 69.995 á 3 stjörnu hóteli Allra síðustu sætin! Ótrúlegt verð Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Hann virtist heldur feiminn við myndavélar- linsuna litli kettlingurinn sem í gær var einn á flandri í höfuðborginni. Allt í kringum hann mátti heyra í söngelskandi smáfuglum enda vor- ið á næsta leiti með hækkandi sól og grænni náttúru. Þrátt fyrir að fæstir kettir veiði sér til matar nú orðið þykir þeim gaman að fylgja eðlis- ávísun sinni og reynir þá oft á skjót viðbrögð fuglanna til að forða sér frá klóm kattarins. Morgunblaðið/Eggert Einn á flandri í stórri borg Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Ríkisskattstjóri segir að framtalsskil einstaklinga í ár hafi gengið betur en nokkru sinni fyrr. „Opnað var fyrir framtalsskil 1. mars sl. og það kom fljótt í ljós að framtölin hrúguðust inn hraðar en nokkru sinni fyrr,“ segir Skúli Egg- ert Þórðarson ríkisskattstjóri. Hann segir að framan af hafi verið allt að 40% betri skil miðað við skil á sömu dögum í fyrra. Nú sé skilum að ljúka, síðustu framtölin séu að detta inn en endurskoðendur og bókarar hafi enn svigrúm til að ljúka skilum en fresti þeirra til framtalsskila ljúki þó síðar í mánuðinum. Álagningu flýtt um 2 mánuði Álagning opinberra gjalda ein- staklinga verður birt 31. maí næst- komandi og hefur þá álagningunni verið flýtt um tvo mánuði á síðustu þremur árum. Skúli Eggert segir að við flýtingu álagningarinnar hafi þurft að breyta ýmsum vinnslum og verkferlum. Allt hafi þetta gengið vel og skilningur verið góður hjá flestum þeirra sem koma að álagningarvinnslunni. Ávinningurinn af flýtingu álagning- arinnar sé margs konar, niðurstöður liggi fyrir mun fyrr, hagstjórnar- aðilar fái upplýs- ingar um eignir, skuldir og tekjur fyrr en áður og endurgreiðslur geti átt sér stað fyrr en áður. Ein af þeim áherslum sem miklu skipti sé að upplýsingar frá launagreiðendum, fjármálafyrir- tækjum, opinberum aðilum og fleiri séu færðar rafrænt inn á framtals- formið og framtalið sé tilbúið hjá miklum fjölda framteljenda. Pappírslaus samskipti Skúli Eggert segir að stefnt sé að pappírslausum samskiptum í enn meira mæli en áður og nefnir að það sé áhugavert að 96,1% af þeim sem þegar hafa lokið framtalsgerðinni hafi afþakkað álagningarseðil á pappír og sömuleiðis séu um 80% framteljenda sem hafi tilgreint tölvupóstfang sitt en slíkt auðveldi öll samskipti. Þá sé unnið að því að breyta framsetningu upplýsinga um niðurstöður álagningar svo auðveld- ara verði að átta sig á einstökum at- riðum í álagningunni og heildarnið- urstöðum hennar. Framtalsskil batna enn  Álagning opinberra gjalda einstaklinga verður birt í lok maí  Stefnt að nær pappírslausum samskiptum  80% framteljenda hafa tilgreint tölvupóstfang Skúli Eggert Þórðarson „Það liggur ekki fyrir hvað gerðist nákvæmlega þessa örlagaríku nótt og það verður bara að rannsaka það til hlítar,“ sagði Ólafur Björns- son, verjandi mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað bróður sínum í Biskups- tungum um síðastliðna helgi. Ólafur sagði í samtali við RÚV í gærmorgun að skjólstæðingur sinn hefði vaknað um morguninn og ekki áttað sig á því hvað hefði gerst. Lögreglufulltrúi hjá lögregl- unni á Suðurlandi vildi ekki stað- festa þessi ummæli, en málið er sagt vera í algjörum forgangi hjá embættinu og er hinn handtekni grunaður um manndráp. Bróðirinn ber fyrir sig minnisleysi í manndrápsmáli Á sama tíma og íbúar höfuðborgar- svæðisins og nágrennis nutu sólar þurftu þeir sem lögðu á fjallvegi norðan- og austanlands að þola hríð og úrkomu. Gerir Veðurstofan nú ráð fyrir minnkandi norðanátt og áfram léttskýjuðu víða sunnan og vestan til á landinu, en á Norð- austur- og Austurlandi mun ganga á með éljum. Kalt verður í veðri og gæti hiti mestur orðið 5 gráður yfir daginn, en frost fyrir norðan og austan. Á föstudag er svo útlit fyrir góðviðri víða um land. Áfram útlit fyrir él norðan og austan til Alls eru 297.304 á skrá ríkis- skattstjóra yfir skattskylda ein- staklinga. Þar af eru 252.503 Ís- lendingar og 44.801 erlendur ríkisborgari frá rúmlega 120 löndum. Erlendum skattgreið- endum á Íslandi fjölgaði um- talsvert milli ára en þeir voru 35.108 árið 2017, samkvæmt skrám embættisins. Íslenskum skattgreiðendum fjölgaði hins vegar mun minna, eða um tæp- lega 800. Alls eru 18.639 Pól- verjar á skrá yfir skattskylda einstaklinga og þeim fjölgaði um rúmlega fjögur þúsund milli ára. 4.140 eru frá Litháen og 1.755 frá Lettlandi. Útlendingum fjölgar mikið SKATTSKYLDA Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Lægra þrep tekjuskatts lækkar um eina prósentu og tryggingargjald um 25 punkta á næstu árum. Þetta kemur fram í fjármálaáætlun ríkisstjórnar- innar fyrir árin 2019 til 2023 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra kynnti í gær. Í áætluninni er boðuð stóraukin sókn í innviðafjárfestingu en heildar- fjárfesting yfir tímabilið nemur 338 milljörðum króna, þar af er gert ráð fyrir tæplega 75 milljarða króna fjár- festingu í sjúkrahússþjónustu. Meðal helstu verkefna er bygging nýs Land- spítala við Hringbraut, þyrlukaup hjá Landhelgisgæslu Íslands og upp- bygging hjúkrunarheimila. Þá verður gert sérstakt átak í sam- göngumálum árin 2019 til 2021 þar sem fimm og hálf- um milljarði verð- ur varið aukalega til vegafram- kvæmda, svo sem til Dýrafjarðar- ganga, Dettifoss- vegar, Grindavík- urvegar og Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Verður átakið meðal annars fjármagnað með arðgreiðslum frá fjármálafyrirtækjum í eigu ríkis- ins. Virðisaukaskattur á bækur verður afnuminn og sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið að ráðist yrði í það strax á næsta ári. „Markmiðið með þessu er fyrst og fremst að verja ís- lenska bókaútgáfu og íslenskt rit- mál,“ segir Bjarni. Þá verður skatt- lagning fjölmiðla tekin til endur- skoðunar að því er fram kemur í kynningu á fjármálaáætluninni og segir Bjarni að skattlagningin verði skoðuð í stærra samhengi en bara við virðisaukaskatt á fjölmiðla. Lagði hann áherslu á að niðurstöður úr þeirri vinnu lægju fyrir í haust. Í áætluninni er einnig gert ráð fyr- ir að gjaldtaka hefjist af ferðamönn- um árið 2020 og segir Bjarni að með því sé gefið rúmt svigrúm til að ljúka samtali við aðila ferðaþjónustunnar um gjaldtöku. Þá verður sérstakur bankaskattur lækkaður á áætlunartímabilinu og skattaívilnun vegna þróunarkostnað- ar aukin á árinu 2019 og stefnt að af- námi þaksins á tímabilinu. »47 Skattalækkanir og sérstakt átak gert í samgöngumálum  Fyrsta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar lítur dagsins ljós Bjarni Benediktsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.