Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 12

Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Fríðindakerfi Íslandsbanka Gerðu eitthvað skemmtilegt með peningunum þínumislan d sb an ki .is /f rid a Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Horft fram veginn Margrét starfar hjá Háskóla Íslands þar sem Sæmundur og selurinn eru nágrannar hennar. Hún horfir björtum augum til komandi ára. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Það er ekkert gaman að veraviðfangsefnið í almennriumræðu um offitufaraldur.Og það er ekkert grín að berjast við ofþyngd. Ég held að það mætti alveg ræða það hvernig því fólki líður sem er kallað faraldur. Því líður ekkert rosalega vel. Ein ástæð- an fyrir því að ég vil tala um þetta núna er sú að þegar maður er of feit- ur þá getur maður ekki talað um þetta. Maður treystir sér ekki til þess og veit að meirihluti þeirra sem maður talar við hugsar: „Ég held að hún ætti nú bara að reyna að éta minna og hætta þessu röfli,“ segir Margrét Guðmundsdóttir málfræð- ingur sem hefur sent frá sér bókina Konan sem át fíl og grenntist (samt). Þar segir hún frá því hvernig henni tókst loks að ná árangri í baráttunni við aukakílóin, með því að tileinka sér breytt mataræði. Óttast ekki lengur að verða dragbítur „Nú þegar ég hef náð þessum árangri langar mig dálítið til að rísa upp fyrir allt þetta fólk sem er í sömu sporum og ég var í og fær að heyra stöðugt að það sé bara ekki nógu viljasterkt,“ segir Mar- grét Guðmundsdóttir sem át heilan fíl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.