Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Nýjar vörur frá geoSilica Kísill Íslenskt kísilsteinefni Recover Fyrir vöðva og taugar Renew Fyrir húð, hár og neglur Repair Fyrir bein og liði Fæst í öllum helstu apótekum, heilsuvöruverslunum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og vefverslun geoSilica. Nánari upplýsingar má finna á www.geosilica.is Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslensk flugfélög verða með um 96 stórar flugvélar í rekstri í ár. Þar af eru 6 þeirra stórar farþegaþotur. Icelandair Group er langstærsta flugfélagið en það verður með um 50 flugvélar í rekstri í ár. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir flotann hafa stækkað á síðustu árum. „Í árslok 2017 samanstóð flugfloti Icelandair Group af alls 46 flugvél- um. Þar af voru 37 í eigu félagsins og 9 á leigu,“ segir hann. Samkvæmt ársskýrslu Icelandair Group fyrir 2017 eru 34 af þessum 37 vélum félagsins án veðbanda. Það þýðir að félagið á þær skuldlaust. Icelandair Group er nú með sex Bombardier Q 200/400 vélar í rekstri á vegum Air Iceland Connect. Þær eru litlar skrúfuþotur. Gera ráð fyrir frekari fjölgun Björgólfur segir að miðað við nú- verandi áætlanir muni félagið taka 16 nýjar Boeing 737-MAX vélar í notk- un fram til ársins 2021. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Icelandair, eitt dótturfélaga Icelandair Group, er nú með 33 farþegaþotur í notkun. „Áætlanir okkar um uppbyggingu flugvélaflotans til næstu ára gera ráð fyrir því að árið 2021 verði Icelandair með 41 flugvél í rekstri; 21 Boeing 757, 16 Boeing-MAX og 4 Boeing 767. Þessu til viðbótar verða flugvélar Loftleiða, Air Iceland Connect og Icelandair Cargo. Það má því gera ráð fyrir að flugfloti félagsins verði um 60 vélar árið 2021,“ segir Björg- ólfur (sjá mynd hér að ofan). Líkt og fram kom í blaðinu í gær verður WOW air með 24 farþega- þotur í notkun í lok þessa árs, en Ice- landair 33. WOW air og Icelandair verða því með samtals 57 þotur í ár. Atlanta með 14 farþegaþotur Air Atlanta Icelandic er í þriðja sæti hvað fjölda flugvéla snertir. Fé- lagið er með 14 breiðþotur. Þar af eru 13 af gerðinni 747-400 en ein þotan er af gerðinni Airbus A340. Sex þotur Atlanta eru notaðar til vöruflutninga en átta til farþegaflutninga. Næst kemur flugfélagið Bláfugl (Bluebird Nordic) en það er með átta fraktvélar í rekstri. Bláfugl er með íslenskt flugrekstr- arleyfi. Það hét áður Bluebird Cargo. Höfuðstöðvarnar eru í Urðarhvarfi í Kópavogi og eru flugvélarnar skráð- ar á Íslandi. Samtals eru þessi félög fjögur því með 96 þotur í rekstri í ár. Bláfugl er með fjórar Boeing 737-300 og fjórar Boeing 737-400 þotur í rekstri. Ein 737-400 þota bætist við flotann í næstu viku en á móti fer ein 737-300 þota úr flotanum. Af þessum átta þot- um er nú ein í flugi milli Íslands og annarra landa. Hinar eru meira og minna í flugi í Evrópu. Bæta við einni vél á ári Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bláfugls, segir félagið hafa stækkað hægt og rólega á síðustu árum. „Við höfum bætt um einni vél við okkur á ári síðustu þrjú ár. Við spil- um þetta svolítið eftir því hvernig við metum markaðinn. Hann er ágætur núna. Við erum eingöngu í fraktvél- um. Við erum þó líka að opna fyrir þann möguleika að flytja farþega. Þá vil ég taka skýrt fram að það yrði á sama grundvelli og reksturinn í dag. Við myndum þá fljúga fyrir aðra. Slíkt er kallað blautleiga. Þá erum við með flugvélina, áhöfn, viðhald, trygg- ingar og annað slíkt en flogið er í nafni einhvers annars sem greiðir þá ýmis gjöld. Til dæmis yfirflugsgjöld, lendingargjöld og gjöld fyrir þjón- ustu og eldsneyti,“ segir Steinn Logi um þetta fyrirkomulag. Lægri kostnaður á hvert flug Steinn Logi starfaði í um 20 ár hjá Icelandair. Spurður hvers vegna svo mikill uppgangur sé í flugi á Íslandi nefnir Steinn Logi nokkur atriði. „Fram til þessa og yfirleitt flugu flugfélögin aðeins með stórar breið- þotur yfir Norður-Atlantshafið. Þær flugu frá stórborgum í Bandaríkjun- um til stórra safnborga í Evrópu. Síð- an hófu flugfélögin samvinnu, gerðu með sér bandalag og voru með safn- flugvöll á heimaendanum og dreififl- ugvöll á fjærendanum. Notaðar voru stórar flugvélar og flogin löng vega- lengd. Safnað var í vélina á báðum stöðum. Kostnaður við hverja ferð var hár. Það sem við hjá Icelandair gerðum, og vorum fyrstir til að gera, var að vera með langminnstu vélarn- ar á hafinu. Við gátum gert það með millilendingu í Keflavík. Við vorum fyrstir til að gera þetta með 757-þot- unum. Kostnaður við hvert flug var lægri,“ segir Steinn Logi. Safnar farþegunum saman Þá bendir hann á að leiðakerfi Ice- landair og WOW air bjóði tengingar milli fjölda borga. Þannig safnist fer- þegarnir saman. „Þegar bætt er við einni flugleið eru tengimöguleikarnir auknir með veldisvexti. Ef félag bætir til dæmis við flugi til Glasgow, og er fyrir með tíu flugferðir til Bandaríkjanna, er það að opna tíu flugleiðir með einu flugi,“ segir Steinn Logi. Skal tekið fram að þessi upptaln- ing er ekki tæmandi. Flugfélagið Ernir er með 4 Jet Stream skrúfu- þotur og fær fimmtu vélina, af Dor- nier-gerð, síðar á árinu. Jet Stream- þoturnar taka 19 í sæti en Dornier- vélin 32. Þá er Norlandair með sex smærri vélar sem eru með 7-19 sæti. Þrjár eru af Twin Otter-gerð, ein er Kingair og tvær af gerðinni AirVan. Loks er Landhelgisgæslan með loft- för. Flugfloti íslensku flugfélaganna 2018 Air Atlanta Icelandic 13 Boeing 747-400 1 Airbus A340 Alls 14 vélar Bluebird (Bláfugl) 3 Boeing 737-300 5 Boeing 737-400 Alls 8 vélar Icelandair Group Icelandair, Loftleiðir Icelandic, Air Iceland Connect og Icelandair Cargo 31 Boeing 757-200 og 757-300 6 Boeing 767-300 7 Boeing 737-700/800 og 737-8 MAX 6 Bombardier Q200 og Q400 Alls 50 vélar WOW air 5 Airbus A320 12 Airbus A321 7 Airbus A330 Alls 24 vélar Heimild: talsmenn flugfélaganna Stærsti flugfloti í sögu Íslands  Íslensk flugfélög hafa samtals um 96 flugþotur í notkun í ár  Um 90 stærri þotur og 6 skrúfuþotur  Forstjóri Icelandair Group segir félagið með um 50 vélar í notkun  Bláfugl íhugar farþegaflug Steinn Logi Björnsson Björgólfur Jóhannsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.