Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Ég sleit krossbönd og fór í fimm liðþófaaðgerðir. Samt hljóp ég hálft maraþon í sumar verkjalaust. VIÐTAL Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Fyrirtækið Star-Oddi fagnar í dag 25 ára afmæli sínu á Íslandi. Stofnend- urnir Sigmar Guðbjörnsson og Jó- hanna Ástvaldsdóttir, fram- kvæmdastjóri og fjármálastjóri fyrirtækisins, lögðu grunn að starf- seminni með verkefni við merkingu á laxi og þorski sem unnið var fyrir Veiðimálastofnun og Hafrann- sóknastofnun. Nú er svo komið að Star-Oddi þróar og selur mælitæki sem eru notuð í haf- og sjávardýra- rannsóknir, rannsóknir á villtum dýr- um og tilraunadýrum og við gæða- stjórnun framleiðsluferla. Nánast öll salan er erlendis og starfsemi félags- ins er á fjórum alþjóðlegum mörk- uðum. „Við vinnum að því að styðja við al- þjóðlegar rannsóknir. Við hjálpum viðskiptavinum okkar að afla grunn- upplýsinga um umhverfið og lífríkið í kringum okkur,“ segir Snorri Guð- mundsson, sölustjóri fyrirtækisins. Starfsemi fyrirtækisins er fjórþætt, að sögn Snorra. Í fyrsta lagi hafrann- sóknir, í öðru lagi merkingar á sjáv- ardýrum, í þriðja lagi dýratilraunir á landi og í fjórða lagi gæðastjórnun framleiðsluferla. „Við hafrannsóknir eru mælitæki okkar notuð til að kanna umhverf- isbreytingar í hafinu, hvernig veið- arfæri hegða sér í sjónum með það að leiðarljósi að auka skilvirkni veiða. Við merkingar á sjávardýrum er fylgst með fiskum og dýrum sem lifa við hafið, atferli þeirra og hvar þau halda sig til að stuðla að bættri veiði- stjórnun og skynsamlegri nýtingu auðlindanna. Við dýratilraunir á landi er tækni okkar nýtt til að fylgjast með líðan dýra, það er villtra dýra og bú- fénaðar, s.s. nautgripa, kinda og geita, en jafnframt í dýratilraunir vegna lyfjaþróunar. Tæknina er bæði hægt að nýta utan á dýrinu eða innvortis. Meðal þess sem rannsakað er eru stressviðbrögð dýra við áreiti, áhrif mannsins á dýrin og áhrif lyfja á smit- sjúkdóma. Þar eru þættir eins og lík- amshiti, hjartsláttur og virkni dýrsins rannsakaðir. Lyfjarisinn GlaxoSmit- hCline hefur til að mynda fengið einkaleyfi á fjölmörgum lyfjum sem okkar tækni hefur verið notuð við þróun á. Við gæðastjórn fram- leiðsluferla er tækni okkar notuð af alþjóðlegum lyfjafyrirtækjum til að fylgjast með framleiðslu á lyfjahylkj- um, til að mynda insúlínsprautum, og við birgðavöktun.“ 10-20% vöxtur á ári síðustu ár Snorri segir að sérstaða Star-Odda á markaði felist í smæð og áreið- anleika mælitækja fyrirtækisins. „Við höfum lagt áherslu á að vera fremst í heimi í litlum og áreiðanlegum mæli- tækjum. Vísindaheimurinn leggur mikið upp úr áreiðanleika og við höf- um algerlega staðið undir því.“ Hann segir að fyrirtækið hafi vaxið hratt síðustu ár. „Við höfum séð árlegan vöxt á bilinu 10-20 prósent síðustu fjögur ár mælt í dollurum. Þetta eru mjög já- kvæðar tölur og vöxturinn hefur fjár- magnað starfsemi fyrirtækisins,“ segir Snorri sem nefnir tvær ástæður fyrir góðu gengi Star-Odda. „Við ákváðum að beina áherslunni á þessa fjóra meginþætti í markaðs- sókn okkar. Það hefur gert vöruþró- un og markaðssókn okkar miklu hnit- miðaðri. Þá hefur hjálpað til að ákveðin tímamót hafa náðst með tækni okkar, til að mynda erum við nú eini aðilinn í heiminum sem er með þráðlausa hjartamæla fyrir dýr. Það hefur gert vísindamönnum kleift að rannsaka dýr sem ekki hefur verið hægt að rannsaka áður. Þá hafa stór verkefni tengd NASA, bandarísku geimvísindastofnuninni, og fleiri líka hjálpað til fyrir orðspor okkar í vís- indaheiminum.“ Star-Oddi hefur tengst verkefnum hjá nokkrum stórum stofnunum, til að mynda NASA eins og Snorri nefn- ir. „NASA sendi leiðangur á suð- urskautið til að kanna lífríkið undir suðurskautsjöklinum. Stofnunin setti dvergkafbát niður 800 metra undir jökulinn til að kanna ástand vatna og umhverfisins undir sem hafði verið hulið mönnum í þúsundir ára og sem nýtist þeim við að sjá fyrir líf á öðr- um plánetum. Smæð okkar mæli- tækja nýttist vel þarna,“ segir Snorri. Annað stórt verkefni er barátta Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar og Bill & Melinda Gates Fo- undation gegn HIV-veirunni sem 24 milljónir Afríkubúa eru smitaðir af og allt að 1,5 milljónir deyja af ár- lega. „Mælarnir okkar eru notaðir í rannsóknir á svokölluðum lyfja- hringjum sem stefnt er á að verði teknir í notkun. Þeir eru settir inn í leggöng kvenna og gefa frá sér mót- efni við vírusnum. Þetta er mikilvægt samfélagsverkefni sem við erum stolt af að fá að taka þátt í. Það er mikil viðurkenning fyrir fyrirtækið að vera valið í svona stórt verkefni en líka ánægjulegt að geta komið góðu til leiðar.“ Snorri segir að framtíðin sé björt á aldarfjórðungsafmæli Star-Odda. Um 25 manns vinna hjá fyrirtækinu, „frábært fólk sem við eigum vel- gengnina að þakka,“ að sögn Snorra, og það er með dreifingaraðila um all- an heim. „Alþjóðlega samkeppnisumhverfið er mjög hart. Við þurfum að vera vel á tánum. Smæðin og áreiðanleikinn á mælitækjunum, trúverðugleiki á markaði og fókus okkar á þessa meg- inmarkaði í markaðssókn og vöruþróun er það sem hefur skilað okkur þessum árangri. Þessi skýri fókus mun skila okkur áframhald- andi vexti. Auðvitað horfum við til tækifæra á nýjum mörkuðum en við stígum varlega til jarðar.“ Hefur vaxið hratt síðustu ár  25 ár síðan grunnur var lagður að starfsemi Star-Odda á Íslandi  Nú selur fyrirtækið mælitæki til rannsókna víða um heim  10-20% vöxtur ár hvert síðustu fjögur ár hefur fjármagnað starfsemina Morgunblaðið/Eggert Afmæli Jóhanna Ástvaldsdóttir og Sigmar Guðbjörnsson, stofnendur Star-Odda, ásamt sölustjóranum Snorra Guð- mundssyni. Þau fagna 25 ára afmæli fyrirtækisins í dag. Star-Oddi hefur vaxið hratt og örugglega síðustu ár. Fagna 25 ára afmæli » Star-Oddi þróar og selur mælitæki sem eru notuð í haf- og sjávardýrarannsóknir, rann- sóknir á villtum dýrum og til- raunadýrum og við gæða- stjórnun framleiðsluferla. Starfsemi félagsins er á fjórum alþjóðlegum mörkuðum. » Fyrirtækið hefur vaxið um 10-20% á ári hverju síðustu fjögur ár og hefur vöxturinn fjármagnað starfsemi Star- Odda. » Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Garðabæ. Framboðslisti Vinstri grænna í Borgarbyggð var samþykktur á fé- lagsfundi í vikunni. Listann leiðir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, bóndi og náms- og starfsráðgjafi, en hún hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir VG í gegnum tíðina og á kjör- tímabilinu sem er að líða hefur hún verið fulltrúi í fræðslunefnd Borg- arbyggðar. Í öðru sæti er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðstjóri auð- lindasviðs Skógræktarinnar og sveitarstjórnarfulltrúi, en hún var einnig í öðru sæti í síðustu kosn- ingum. Nýr í þriðja sæti er Eiríkur Þór Theódórsson, móttöku- og sýn- ingastjóri á Hvanneyri, en hann tekur þátt á listanum sem óháður frambjóðandi. Eiríkur hefur í gegn- um tíðina gegnt ýmsum ábyrgð- arhlutverkum í félagsstörfum, og er m.a. varaformaður ungliða- hreyfingar ASÍ. Halldóra Lóa leiðir VG í Borgarbyggð Borgarbyggð Efstu þrjú á lista VG, f.v. Sigríður, Halldóra Lóa og Eiríkur Þór. 2018 B-listi Framsóknar og óháðra í sameiginlegu sveit- arfélagi Garðs og Sandgerðis hefur verið sam- þykktur vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí nk. Á listanum eru tíu konur og átta karlar, þar af eru þrjár konur í efstu fjórum sætum listans. Núverandi bæjarfulltrúi B-listans í Sandgerði, Daði Bergþórsson, leiðir listann. Í öðru sæti er Álf- hildur Sigurjónsdóttir, varabæjarfulltrúi og toll- miðlari, í því þriðja er Thelma Dögg Þorvaldsdóttir myndlistarkennari og Erla Jóhannsdóttir grunn- skólakennari í fjórða. Í heiðurssæti listans er Guð- mundur Skúlason bæjarfulltrúi, en hann hefur leitt B-listann í Sandgerði frá árinu 2010. Daði efstur á B-lista í Garði og Sandgerði Daði Bergþórsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.