Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Ármúla 11 108 Reykjavík Sími 568-1581 ÞÓR FH Opnunartími: Opið alla virka daga frá kl 9:00 - 18:00 Lokað um helgar Tölvuverslun - Reykjavík: Vefsíða og netverslun: www.thor.is Hraðari & hagkvæmari kynslóð af WorkForce NÝR EPSONWORKFORCE Helstu kostir: • Hraðvirk hágæða prentun Allt að 24 síður á mínútu í svörtu og í lit. • Prentar, skannar, ljósritar og faxar. 4 tæki í 1 með og prentar beggja megin. • Miklir tengimöguleikar Þráðlaust net, WiFi Direct, NFC, USB og venjul. nettenging. • Stór blekhylki Hægt að prenta út allt að 5000 blaðsíður með stóru hylki • Prentun og skönnun beint úr síma Ókeypis app til að prenta og skanna beint úr síma. EPSONWORKFORCE PROWF-C5710DW A4 10.9cm 24 ppm ISO 1200 Ný kynslóð af þráðlausum EPSONWorkForce fjölnotatækjum (Prentari/skanni/ljósritun), ný hönnun, hraðari prentun, hagkvæmara blek og umhverfisvænni umbúðir. A4 4.800 x 1.200 dpi Upplausn. PrecisionCore prenthaus og 4 stök blekhylki (DURABrite Ultra) Hægt að tengja með USB, Ethernet/WiFi eða með iPhone/android Appi. Prentar og skannar báðum megin (Duplex) - Þægilegur snertiskjár SVIÐSLJÓS Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að starf- semi sendiráðsins í Moskvu sé með hefðbundnu sniði og hafi ekkert breyst eftir að ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum 26. mars sl. að taka þátt í samstilltum aðgerðum ríkja Evrópusambandsins og NATO gagnvart Rúss- landi vegna efna- vopnaárásar á rússneska gagn- njósnarann Serg- ei Skripal og Yul- iu dóttur hans í enska bænum Salisbury í byrj- un marsmánaðar. „Við erum á fullu að vinna að undirbúningi vegna HM. Ég hef ekkert verið köll- uð til fundar við rússnesk stjórnvöld vegna þessarar ákvörðunar íslensku ríkisstjórnarinnar,“ sagði Berglind í samtali við Morgunblaðið í gær. Líkt og Morgunblaðið greindi frá á forsíðu 28. mars sl. höfðu rúss- neskir fjölmiðlar eftir rússneska þingmanninum Mikhail Degtjarjev, sem er formaður nefndar um íþrótta-, ferða- og æskulýðsmál í neðri deild rússneska þingsins, að ákvörðun íslenskra ráðamanna um að sniðganga HM í Rússlandi í sum- ar bæri þess merki að Ísland væri í raun ekki fullvalda ríki. Berglind var spurð hvort frekari umfjöllun um ákvörðun íslensku rík- isstjórnarinnar hefði birst í rúss- neskum fjölmiðlum: „Nei. Við höfum ekki séð neina slíka umfjöllun. Það er gaman að segja frá því að það nýjasta þar sem Ísland hefur verið í sviðsljósinu hérna er að Eiður Smári Guðjohnsen var fenginn til þess að opna sérstakan „fan-zone“ (aðdáendasvæði) í Rostov. Sá at- burður fékk mikla athygli og mikla umfjöllun. Það eru mörg lið sem munu keppa í Rostov á HM í sumar en Eiður Smári var fenginn sérstak- lega til þess að opna svæðið af því að hann er svo mikil stjarna og það voru birtar myndir af honum úti um allt. Við erum búin að setja einar 15 myndir frá viðburðinum inn á face- booksíðu sendiráðsins,“ sagði Berg- lind Ásgeirsdóttir að lokum. Ljósmyndir/Sendiráðið í Moskvu Tilþrif Eiður Smári Guðjohnsen sýndi fantatilþrif þegar hann vígði aðdáendasvæðið í Rostov í Rússlandi. Eiður Smári fékk stjörnu- meðhöndlun í Rússlandi  Sendiherra Íslands í Moskvu segir að starfsemin sé með hefðbundnu sniði Brugðið á leik Það er nauðsynlegt í bland að geta grínast svolítið. Berglind Ásgeirsdóttir Vínnes ehf. hefur, að höfðu samráði við mat- vælaeftirlit Heilbrigðis- eftirlits Reykja-víkur, innkallað Stella Artois- bjór í 330 ml gler- flöskum vegna þess að hann getur innihaldið gleragnir. Kemur þetta fram í tilkynningu sem send var fjölmiðlum vegna málsins. Þar segir ennfremur að innköllunin taki til Stella-bjórs sem sé best- ur fyrir 20. og 21. maí næstkomandi og er pökkunarnúm- erið 49. Tímastimpill á flösku er á milli 08:00-23:59 og 00:00-01:00. Framleiðandi vörunnar er AB In- Bev og er framleiðslulandið Belgía. Innflytjandi er Vínnes ehf. í Reykjavík og er bjórnum dreift í Vínbúðir ÁTVR, Fríhöfnina og á veitingahús. Gleragnir í Stella-bjór Innköllun Stella Artois í gleri. Ekkert verður af fyrirhugaðri ferjusiglingu milli leikstaða Ís- lands á HM í fótbolta í Rúss- landi í sumar. Þetta kom fram í Facebook-færslu Ásgeirs Hall- dórssonar skipuleggjanda í gær. „Vegna lélegrar skráningar þá sýnist mér við verða að aflýsa siglingunni,“ segir Ásgeir. Ásgeir hafði í samstarfi við útgerð í Rússlandi og ferða- skrifstofuna Bjarmaland skipu- lagt fljótasiglingu með stuðn- ingsmenn íslenska landsliðsins frá Moskvu til Volgograd og þaðan til Rostov. 70 manns höfðu skráð sig í ferjuna fyrir mánuði en Ásgeir sagði að hann þyrfti að ná 100 manns til að standa undir kostnaði. Ekki næg þátttaka HÆTT VIÐ FERJUSIGLINGU Vegagerðin hefur að nýju óskað eft- ir tilboðum í smíði nýrrar brúar yf- ir Eldvatn á Skaftártunguvegi í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafells- sýslu. Verður nýja brúin 80 metra löng stálbogabrú og er hún hálfan kílómetra vestan núverandi vega- móta hringvegar og Skaft- ártunguvegar í nýrri veglínu Skaft- ártunguvegar frá Eystri-Ásum að nýjum vegamótum við hringveg. Að sögn G. Péturs Matthías- sonar, upplýsingafulltrúa Vegagerð- arinnar, er þetta í þriðja sinn sem brúin er boðin út en tilboðin sem bárust í fyrri útboðum hafa þótt of há. Segir hann að útboðinu hafi ver- ið skipt upp núna, þannig að aðeins sé verið að bjóða út brúarsmíðina í þessu útboði án vegagerðar að nýju brúnni. Kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar vegna smíði nýrrar brúar og lagningar 920 metra vegar var 388 milljónir króna þegar brúin var boðin út seint á síðasta ári, en til- boðin tvö sem bárust í verkið hljóð- uðu upp á rúmlega 600 milljónir hvort. Núverandi brú yfir Eldvatn lask- aðist í Skaftárhlaupi haustið 2015 og er eitt hið stærsta sem komið hefur úr kötlum Skaftárjökuls í Vatnajökli. Í hlaupinu gróf undan eystri stöpli brúarinnar. Var þá ekki talið óhætt að aka yfir brúna, en síðar var hún opnuð fyrir um- ferð bifreiða undir fimm tonnum. Núverandi brú og vegur vestan nú- verandi brúar verða fjarlægð að framkvæmdum loknum. Skaftárhlaupið 2015 rauf víða bakka Skaftár og spillti mann- virkjum, einkum vegum og und- irstöðum brúa, svo og ræktar- og beitarlandi. ash@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eldvatn Núverandi brú skemmdist mikið í Skaftárhlaupinu 2015. Brúin boðin út að nýju  Brúin yfir Eldvatn skemmdist í hlaupi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.