Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is MÁLAÐ GLER Málað gler er falleg klæðning á veggi, innréttingar, skápa og margt fleira innandyra. ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI VIÐTAL Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Þessi samtök eru óháð trú og öðrum stefnum. Skólarnir sem eru í samtök- unum byggja það sem þeir eiga sam- eiginlegt á menntunargildum og kennslufræðilegum nálgunum. Í Hol- landi er það hægt vegna frelsis í menntamálum,“ segir Simon J. Steen, Hollendingur sem hefur verið formaður Sambands sjálfstæðra skóla í Evrópu (ECNAIS) sl. tíu ár og var formaður Samtaka sjálfstæðra skóla í Hollandi (VBS) í tæp 30 ár. Steen var í heimsókn á Íslandi, m.a. til að flytja erindi á ráðstefnu Sam- taka sjálfstæðra skóla á Íslandi (SSSK) sem haldin var nýlega í Hörpu. VBS var árið 1988 stofnaðili að evr- ópsku neti sjálfstæðra skóla sem síð- ar varð ECNAIS. Til að byrja með tóku Norðurlönd þátt, síðar vestur- og suðurevrópsk ríki. Við fall Berlínarmúrsins árið 1989 sáu fyrr- verandi kommúnistaríkin í Austur- Evrópu tækifæri til að endurreisa borgaralegt samfélag og höfðu sam- band við samtökin til að fá stuðning. Stofnun sjálfstæða skóla gaf nýtt tækifæri til að koma á samfélagi byggðu á borgaralegum gildum, að sögn Steen. Háðir ríkjandi stefnu „Sjálfstæðir skólar í mörgum lönd- um hafa átt erfitt uppdráttar því þeir eru háðir stefnu ríkjandi stjórnvalda sem hafa ekki alltaf skilning á gildi og framlagi þeirra til samfélagsins. Ef stjórnmálamenn hafa hugrekki til að styðja við starfsemi sjálfstæðra skóla, þá ná þeir að þróast, verða sýnilegri og fólk getur byrjað að senda börnin sín þangað. Það byggist á að stjórn- málamenn skilji verðmætin sem eru fólgin í fjölbreytileikanum. Að for- eldrar geti valið skóla sem hentar börnunum þeirra best og að kennarar hafi val um vinnustaði og störf.“ Steen segir að frá árinu 1848 hafi ríkt stjórnarskrárbundið frelsi í menntamálum í Hollandi og nú séu um 70% grunnskóla og 75% fram- haldsskóla sjálfstætt starfandi. „Þar er frelsi til að stofna skóla eft- ir trú, heimspeki eða sannfæringu, svo lengi sem farið sé að lögum. Yf- irleitt sitja foreldrar nemenda í stjórn skólanna. Það er frelsi til að velja gildi og aðferðir, ráða kennara og reka skólana sem eru sjálfseign- arstofnanir og ekki reknir í hagn- aðarskyni. Frelsi ríkir til að velja kennsluaðferðir og námsefni og stjórnin kýs skólastjóra. Árið 1917 varð mikilvæg breyting á stjórn- arskránni sem tryggði sjálfstætt starfandi skólum jöfn framlög frá hinu opinbera á við opinbera skóla. Fram að því var afar erfitt að stofna sjálfstæða skóla, því flestir höfðu ekki efni á að senda börnin sín þangað,“ segir hann. Velgengni sjálfstæðra skóla í Hol- landi megi m.a. rekja til þess að frelsi í menntamálum sé stjórnarskrár- bundið og stjórnvöld hvers tíma geti ekki breytt fyrirkomulaginu eftir hentisemi. Því hafi skólarnir getað gert langtímaáætlanir og séu nógu fjölbreyttir til að endurspegla fjöl- breytnina sem er til staðar í sam- félaginu, segir Steen. Frjálst framtak byggt á gildum Ástæður þess að margir sjálfstæðu skólanna í Hollandi eru undir trúar- legum formerkjum eru sögulegar, segir Steen ennfremur. „Til að byrja með höfðu kirkjusöfn- uðir mest félagslegt bolmagn til að stofna sjálfstæða skóla, t.d. róm- versk-kaþólskir, mótmælenda- og Kalvínistasöfnuðir. Svo eru auðvitað íslamskir, hindúskir og gyðingaskólar og aðrir minni trúarhópar sem hafa stofnað skóla. Á sjöunda og áttunda áratugnum var sterk bylgja í átt að veraldlegra þjóðfélagi og trú missti mikið fylgi í hollensku samfélagi. Meirihluti nemenda, foreldra og kennara í langflestum þessum skól- um í dag tilheyrir ekki lengur trúar- reglu skólanna sem byggja á gildum frekar en trú, og kennsluaðferðum sem styðja við þroska barnanna sem einstaklinga. Langflestir skólarnir eru opnir fyrir alla umsækjendur og kenna ekki trú. Skólarnir eru afleið- ing af frjálsu framtaki sem fór af stað á ákveðnum forsendum á sínum tíma en eru nú samfélög með ákveðin upp- hafleg gildi.“ Holland án aðalnámskrár Hann segir sterk tengsl milli skóla- stjórnarinnar, skólastjórans, foreldra og nemenda og að allir séu með sterka vitund um „skólann okkar“ ásamt frelsi til að taka frumkvæði. „Í Hollandi er engin aðalnámskrá en frelsið er ekki algert. Það eru lög- bundin markmið um árangur og eft- irlit með þeim. Það er á ábyrgð skól- anna að ná þeim og að haga skólastarfinu svo að niðurstaðan verði ásættanleg. Niðurstöður eru birtar opinberlega til samanburðar. Eftir próf í lok grunnskólans geta foreldrar fengið ráðgjöf, byggða á einkunnum og áliti kennara um styrkleika nemenda, til að velja fram- haldsskóla. Í lok framhaldsskóla er samræmt próf sem leiðbeinir nem- endum um framtíðina.“ Eftirlit og samanburður skóla í stað aðalnámskrár sé til að fylgjast með að lágmarkskröfum um árangur sé náð ásamt þeim markmiðum sem skólarnir sjálfir setja og til að hvetja skólana að standa sig vel í saman- burði. Verði kröfum ekki mætt er hætta á að opinber fjármögnun hætti. Ekki séu mörg dæmi um að slíkt hafi gerst þar sem ábendingar séu teknar alvarlega og skólastjórnir sem hafi frelsi beri einnig ábyrgð á niðurstöð- unum, að sögn Steen. Dreifstýring og sjálfstæði „Eftir að hafa unnið svona lengi í hollensku skólakerfi og með sjálf- stæðum skólum úti um Evrópu hef ég séð að sjálfstæðir skólar færa anda frelsis, sveigjanleika og fjölbreytni inn í skólakerfið. Í Hollandi hefur það leitt til dreifstýringar, með miklu menntunarlegu sjálfstæði og sterkum tengslum allra hlutaðeigendur við skólann. Það verður til samfélag byggt á sameiginlegum gildum og á endanum hefur það leitt til góðrar frammistöðu kennara og nemenda. Holland stendur sig vel í PISA- könnunum m.v. Evrópulöndin og hol- lensk börn eru með þeim hamingju- sömustu í heimi að mati Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar og UNICEF.“ Steen segir að landið virðist ekki gjalda þess að bjóða upp á frelsi í menntamálum. Fyrir 25 ár- um hafi hollenskir stjórnmálamenn verið svo ánægðir með frammistöðu sjálfstæðra skóla að opinberir skólar fengu einnig meira sjálfstæði og séu nú einnig reknir af einkaframtaki. Eini munurinn sé að í opinberu skól- unum þurfi að fara eftir þeim grunn- reglum sem settar voru fyrir þá í lög- um. Frelsið hafi gefið góða niðurstöðu, skólarnir eru samhent samfélög, eignarhaldið og ábyrgðin liggi hjá nemendum, kennurum og foreldrum sem eiga hagsmuni þar. Fjármögnun hindrar ójöfnuð Spurður um möguleika á ójöfnuði eða mismunun barnanna eftir efna- hag í svona kerfi, segir Steen: „Stjórnmálamenn sem gagnrýna sjálfstæða skóla þurfa að líta í eigin barm áður en þeir gagnrýna ójöfnuð og sjá til þess að börn efnaminni fjöl- skyldna geti átt þess kost að sækja þá, með því að tryggja fjármögnun þeirra til jafns á við opinbera skóla. Víða hafa sjálfstætt reknir skólar orðið að krefja foreldra um há skóla- gjöld til að tryggja rekstrargrundvöll sinn. Í Danmörku fá sjálfstætt reknir skólar 70% af rekstrarfé sínu frá hinu opinbera og rukka skólagjöld fyrir mismuninum, sem getur þó virkað sem hvati á foreldrana til að fylgja gæðum kennslunnar eftir. Í Hollandi kemur allt rekstrarfé frá hinu op- inbera. Ég vil þó ekki meina að hol- lenska skólakerfið sé að öllu leyti til eftirbreytni, auðvitað hefur það sína galla eins og önnur kerfi, en a.m.k. erum við góð í að halda jafnvægi á milli sjálfstæðis og ábyrgðar skól- anna og því að halda þeim opnum fyr- ir alla,“ segir Steen að lokum. Fjölbreytnin endurspeglar samfélagið  Formaður Samtaka sjálfstæðra skóla í Evrópu, Simon J. Steen, segir frá reynslu og árangri sjálf- stæðra skóla í Hollandi  Segir sjálfstæða skóla drífa framfarir, auka val og sveigjanleika skólanna Morgunblaðið/Hari Menntafrelsi Simon J. Steen er formaður Sjálfstæðra skóla í Evrópu. Hann hélt erindi á ráðstefnu í Hörpu á dög- unum um valkosti í skólastarfi og kynnti m.a. hollenska skólakerfið sem endurspeglar fjölbreytni mannlífsins. Morgunblaðið/Eggert Skólastarf Börn í Langholtsskóla. „Frelsisstefna í menntamálum ásamt því að jöfn opinber fjár- mögnun sé tryggð í sjálf- stæðum og opinberum skólum hefur fært Hollandi sterkt dreif- stýrt og sveigjanlegt mennta- kerfi með rými fyrir stöðugar framfarir drifnar áfram af frum- kvöðlastarfi í kennslu sem er ekki rekin í hagnaðarskyni. Hún veitir sveigjanleika til að mæta breytingum og taka á móti öll- um. Ég vona að Íslendingar ákveði að veita meira frelsi í menntamálum, ekki síst því að ein helsta áskorunin sem skól- arnir standa frammi fyrir í dag er hratt vaxandi fjölbreytni mannlífsins í þjóðfélaginu,“ segir Simon J. Steen við Morg- unblaðið. Hvetur Íslend- inga til dáða STEEN VILL MEIRA FRELSI Í MENNTAMÁLUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.