Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 44

Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu ❁ Auðveldara að þrífa penslana ❁Gufar ekki upp ❁Má margnota sama löginn ❁Notendur anda ekki að sér eiturefnum ❁ Bjargar hörðnuðum olíumálningarpenslum ❁UNDRI brotnar hratt niður í náttúrunn Hágæða umhverfisvæn hreinsivara Fást í betri byggingavöruverslunum og matvöruverslunum Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti kallaði í gær eftir því að „almenn skynsemi“ fengi að ráða för í Skri- pal-málinu svokallaða. Rússar vís- uðu í gær einum erindreka Ung- verjalands úr landi í hefndarskyni fyrir samsvarandi brottvísun rúss- nesks sendiráðsstarfsmanns frá Búdapest. „Það sem við væntum er að al- menn skynsemi muni að lokum fá að ráða för og að sá skaði í alþjóðasam- skiptum sem við höfum séð verði ekki varanlegur,“ sagði Pútín, en hann var staddur í Ankara, höfuð- borg Tyrklands, til þess að ræða ástand mála í Sýrlandi. Bretar hafna tillögu Rússa Efnavopnastofnunin, OPCW, fundaði í gær í Haag að beiðni Rússa. Lagði sendinefnd Rússlands þar til að Bretar og Rússar tækju sameiginlega þátt í rannsókninni á efnavopnaárásinni í Salisbury í síð- asta mánuði. John Foggo, fulltrúi Breta hjá stofnuninni fordæmdi hins vegar tillöguna og sagði hana öfug- snúna. Sagði Foggo það niðurstöðu Breta, sem studd væri áliti margra annarra þjóða, að langmestar líkur væru á því að Rússar bæru sjálfir ábyrgð á árásinni og að engin önnur trúverðug skýring hefði verið sett fram. Sagði Foggo að Rússar hefðu forðast í lengstu lög að svara þeim spurningum sem vaknað hefðu um mögulega aðild þeirra að árásinni, og að þeir hefðu sent frá sér „óskamm- feilnar og fáránlegar“ yfirlýsingar vegna málsins, en fyrr um daginn hafði Sergei Naryshkín, yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar SVR, sakað leyniþjónustur Breta og Bandaríkjamanna um að bera ábyrgð á tilræðinu við Sergei Skrí- pal. Sagði Foggo Rússa greinilega vera óttaslegna um niðurstöður rannsóknar sem Efnavopnastofnun- in hefði ráðist í á eitrinu sem beitt var í Salisbury. Niðurstöður í næstu viku Sérfræðingar stofnunarinnar munu nú vera að kanna uppruna taugaeitursins, sem beitt var í Sal- isbury, en Bretar sögðu í síðasta mánuði að um væri að ræða tauga- eitrið Novichok, sem framleitt hefði verið í Sovétríkjunum sálugu. Ahmet Uzumcu, yfirmaður Efnavopn- astofnunarinnar sagði að niðurstöð- ur rannsóknarinnar ættu að liggja fyrir í næstu viku, en hún hefði verið framkvæmd án nokkurrar aðkomu breskra stjórnvalda. Rússar munu hins vegar hafa krafist þess að fulltrúar þeirra fái að taka þátt í rannsókninni með einum eða öðrum hætti. Krefst afsökunarbeiðni Dímítrí Peskov, fjölmiðlafulltrúi Pútíns Rússlandsforseta, krafðist þess í fyrrakvöld að Theresa May, forsætisráðherra Breta, og Boris Johnson utanríkisráðherra bæðu Pútín afsökunar á þeim ásökunum sem heyrst hefðu um að hann hefði persónulega fyrirskipað árásina í Salisbury. Sagði Peskov að „heimsk- an hefði gengið of langt“. Þá fögnuðu rússnesk stjórnvöld þeirri yfirlýsingu rannsóknarstofu breska hersins í Porton Down, þar sem viðurkennt var að Bretar gætu ekki sagt með fullri vissu að tauga- eitrið hefði verið framleitt í Rúss- landi. Hins vegar sögðu forsvars- menn rannsóknarstofunnar það hafið yfir allan vafa að eitrið tilheyrði þeim flokki efna sem kallaðist Novic- hok, sem upphaflega hefði verið þró- að í Sovétríkjunum. Vill „almenna skynsemi“  Pútín Rússlandsforseti vonar að Skripal-málið muni ekki hafa langvarandi áhrif á alþjóðamál  Bretar mótmæla tillögu Rússa hjá Efnavopnastofnuninni OPCW AFP Leiðtogafundur Pútín sat fyrir svörum fjölmiðla í gær í Ankara og tjáði sig þar m.a. um eiturvopnaárásina í Salisbury og áhrif hennar á alþjóðamál. Mark Zucker- berg, stofnandi Facebook, sam- þykkti í gær að sitja fyrir svörum hjá orkumála- og viðskiptanefnd bandarísku full- trúadeildarinnar í næstu viku vegna Cambridge Analytica-málsins svonefnda. Repúblikaninn Greg Walden, for- maður nefndarinnar, og demókratinn Frank Pallone sögðu í sameiginlegri yfirlýsingu að koma Zuckerbergs myndi gefa gott tækifæri til þess að varpa ljósi á mikilvægt álitaefni um persónuvernd fólks á netinu, auk þess sem hún gæti hjálpað öllum Banda- ríkjamönnum að skilja betur hvað verði um persónuupplýsingar þeirra á netinu. Gert er ráð fyrir því að Zuckerberg muni þurfa að koma fyrir fleiri þingnefndir vegna málsins. Facebook hefur sætt harðri gagn- rýni vegna þeirra uppljóstrana að persónuupplýsingar um milljónir not- enda samskiptamiðilsins hefðu endað á skrá hjá ráðgjafafyrirtækinu Cam- bridge Analytica, sem síðan hefði not- að þær í leyfisleysi, m.a. til að hafa áhrif á gang kosninganna í Banda- ríkjunum 2016. Í tilkynningu sem Facebook sendi frá sér í gær kemur fram að Cambridge Analytica nýtti sér upplýsingar um allt að 87 millj- ónir Facebook-notenda, en ekki 50 milljónir eins og áður hafði komið fram. Zuckerberg kemur fyrir þingnefnd Mark Zuckerberg Lögreglan í San Bruno-borg í Kali- forníu tilkynnti í gær að konan sem hóf skothríð hjá höfuðstöðvum bandaríska tæknirisans YouTube í fyrrakvöld hefði verið hin íranskætt- aða Nasim Najafi Aghdam, en hún var fædd og uppalin í Bandaríkjun- um. Faðir Aghdam mun hafa hringt í lögregluna fyrir árásina og sagt að dóttir sín væri horfin. Varaði hann lögregluna jafnframt við því að henni væri í nöp við YouTube-fyrirtækið. Tildrög árásarinnar voru þau að Aghdam dró upp níu millimetra skammbyssu og hóf skothríð. Þrír særðust í árásinni, tvær konur og einn karlmaður. Þegar lögreglan umkringdi höfuðstöðvarnar beindi Aghdam byssunni að sjálfri sér og svipti sig lífi. Maðurinn sem særðist í árásinni mun enn vera í lífshættu. Þá var ástand annarrar konunn- ar sagt alvarlegt en sú þriðja var sögð á batavegi. Ed Barberini, lögreglustjóri í San Bruno, sagði í gær að svo virt- ist sem Aghdam hefði verið reið yfir þeim skilmálum sem giltu á YouTube um það efni sem þar birtist, og hafði Aghdam sakað síðuna um að ritskoða þau myndbönd sem hún hafði sjálf sett á netið. Kom fram í máli hans að ekki væri talið að Aghdam hefði átt sér vitorðsmenn. „Herskár“ dýraverndunarsinni Aghdam var 39 ára gömul, og var henni lýst í gær sem „herskáum“ stuðningsmanni réttinda dýra. Birti hún á YouTube-rásum sínum mynd- bönd þeim til stuðnings á ensku, tyrknesku og farsí. Lokaði fyrirtæk- ið fyrir flestar rásir hennar í gær eft- ir árásina. Hafði Aghdam kvartað yfir því áð- ur að fyrirtækið hefði reynt að hefta málfrelsi sitt, en auk myndbanda um dýraverndun hafði hún einnig birt myndbönd af sjálfri sér að stunda líkamsrækt, sem fyrirtækið hafði merkt sem efni sem ekki væri við hæfi barna. Sagði Aghdam fyrirtæk- ið hafa vísvitandi reynt að draga úr áhorfi á rásir hennar með þessu. Var í nöp við YouTube  Hóf skothríð á höfuðstöðvar tæknirisans og svipti sig síðan lífi  Sakaði YouTube um ritskoðun á myndböndum sínum AFP Skotárás Mikill viðbúnaður var í San Bruno eftir að Aghdam hóf skothríðina. Þrír særðust og er einn í lífshættu. Nasim Najafi Aghdam
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.