Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ EmmanuelMacron varraketta franskra stjórn- mála. Hann var ráðherra efnahags- mála í óvinsælli ríkisstjórn Hol- lande forseta. Óvinsældir for- setans skvettust ekki á ráðherrann unga. Áður fyrr gegndi Macron stjórnarstörfum fyrir atvinnurekendur og á milli þess og ráðherradóms var hann borinn á gullstól bankaheimsins og kom þaðan með fúlgur fjár eftir aðeins rúm 3 ár. Í forsetakosningum í apríl og maí 2017 tókst að festa þá ímynd að Macron væri maður nýrra tíma. Fylgið sem flúði Hollande flýtti sér þangað. Það gerði fylgið lengra til vinstri einnig! Altæk stimplun á póli- tískum eiginleikum Marine Le Pen styrkti þessa myndskreyt- ingu. Le Pen var og er andvíg evrunni, en þó ekki meira en svo að hún segir að þjóðaratkvæði um myntina eigi að ráða og hún muni una niðurstöðunni. Le Pen hefur efasemdir um veru Frakklands í ESB en heldur því þó opnu að breytingar sem gæfu þjóðunum aukið vægi á ný gæti gert útgöngu úr því óþarfa. Hún hefur þá skoðun að innflytj- endamál séu komin í ógöngur í Frakklandi. Það þarf alvar- legan snert af afneitun að kann- ast ekki við að það geti verið rétt. Vegna þessara atriða þá hafa fjölmiðlamenn, nánast eins og hjörð, stimplað Le Pen sem „hægri öfgakonu“ í stjórn- málum. En í þeim málum sem marka hægri og vinstri í pólitík er Le Pen næstum óþægilega langt til vinstri að mati frjálslyndari flokka. Hún er veik fyrir öfl- ugum verkalýðsfélögum og vill tryggja lægstu laun og styrkja stöðu þeirra sem standa veikast á vinnumarkaði. Eftir að Macron náði forseta- embættinu með glæsibrag og í kjölfarið meirihluta í þinginu setti hann sér tvö höfuðmark- mið: Fá yrði Þjóðverja með sér í leiðangur um að stórauka fjár- hagslega yfirstjórn ESB á rík- isfjármálum aðildarríkja! Mart- in Shulz, sem ætlaði sér stóra hluti sem formaður þýskra krata fagnaði þessum áformum forsetans mjög. En staða þýskra krata hefur versnað mjög og vægi ríkisstjórnar „stóru flokkanna“ í Þýskalandi einnig eftir afhroð í kosningum á síðasta ári. Við bætast úrslit ítölsku kosninganna og vaxandi andstaða annarra ríkja ESB. Hitt stóra mál Macron var að brjóta upp staðnaða umgjörð fransks efnahagslífs. Hann hef- ur nú lagt á þann bratta og hef- ur mikið til síns máls. En mót- mælaöldur rísa nú óðum. Starfsmenn járnbrauta hefja leikinn og boða stigvaxandi öng- þveiti. Háskólastúdentar eru farnir að hita upp. Þeir eru drjúgir. Og þar sem að Macron ætlar að þrengja að lífeyrisaldri og eftirlaunum gætu „hófsamari öfl“ látið til sín taka. Síðara stóra stefnumálið kann að stranda líka. Glæstar vonir lukkuriddarans riða til falls } Stór áform í andbyr Börn og ungling-ar sækja mjög í síma og spjaldtölv- ur. Þetta þarf ekki að koma á óvart enda um gagnleg og skemmtileg tæki að ræða. Engu að síður þarf að hafa í huga að þetta eru ný tæki og áhrifin af mikilli notkun þeirra er ekki vel þekkt. Björn Hjálmarsson, barna- og unglingageðlæknir hjá Barna- og unglingageðdeild Landspít- alans, fjallar um spjald- tölvunotkun ungmenna í samtali við mbl.is og segir: „Skjátími barna og unglinga er þegar orð- inn langur, þannig að þegar spjaldtölvuvæðingin í skólanum kemur ofan á, þá verður hann enn lengri.“ Björn segir að börn sem koma inn á Barna- og unglingageð- deildina eigi mjög gjarnan í erf- iðleikum með snjalltækjanotkun sína og hann hvetur til að könn- un verði gerð á aukinni notkun þessara tækja í skólum. Sjálfsagt er að taka þessar ábendingar alvarlega og huga að því hvort foreldrar og menntastofnanir þurfa að gæta meira hófs þegar kemur að notkun barna og unglinga á slíkum tækjum. Vissulega eru foreldrar og skól- ar að búa börn sín undir líf og störf á 21. öldinni og þess vegna er mikilvægt að þau verði fær um að nýta sér tækni á borð við þá sem snjalltæki bjóða upp á. Um leið verður að hafa hugfast að grunnurinn er að læra að lesa, skrifa og reikna. Vitað er að bækur gagnast vel í þessu efni þó að eflaust megi nýta kosti snjalltækjanna við þennan lærdóm einnig. Þessi tæki má að auki nýta til margra annarra hluta. Þess þarf engu að síður að gæta að ganga ekki of langt í notkun tækjanna og kanna eftir því sem unnt er hvaða áhrif notkunin hefur á ungmennin. Ef ekkert er hugað að þessu nú gætu afleiðingarnar verið orðnar alvarlegar þegar sannað þætti að taka yrði í taumana. Snjalltæki eru gagn- leg og skemmtileg, en notkunin getur farið út í öfgar} Allt er best í hófi Þ egar fjármálaáætlun ríkisstjórn- arinnar var kynnt í gær voru ef- laust margir sem biðu spenntir, reiknuðu með að „sinn málaflokk- ur“ fengi nú loks yfirlýsingu um stórauknar fjárveitingar. Af mörgum mikilvægum málaflokkum þá beið undirritaður sérstaklega eftir fréttum af auknum fjárveitingum til uppbyggingar vegakerfisins. Sú áætlun sem lögð var fram í gær getur ekki talist annað en stórkostleg vonbrigði. Ætlunin er að bæta við 5,5 millj- örðum á ári, 2019-2021, frá því sem nú er, samtals 16,5 milljörðum í samgöngumál í heild sinni. Þessi tala innifelur ekki bara vegakerfið heldur líka fjársvelta innanlands- flugvelli, hafnir landsins og þar fram eftir götunum. Til að setja heildartöluna í samhengi, þá samsvarar hún kostnaði við eins og ein Hvalfjarðargöng. Núgildandi samgönguáætlun, fyrir árin 2015-2018, var undirfjármögnuð á árunum 2017 og 2018 um samtals 15,5 milljarða. Nú ætlar ríkisstjórnin náðarsamlegast að vinna upp þá vanfjármögnun á árunum 2019-2021 og bæta einum milljarði við, svona í kaupbæti. Að öðru leyti verður takturinn eins og verið hefur og við þekkjum öll hvernig ástand vegakerfisins er í kjölfar áralangrar vanrækslu, hvað viðhald og nýfjárfestingar varðar. Þetta er kallað „sérstakt átak í samgöngumálum sem fjármagnað verður með umframarðgreiðslum“. Núverandi og fyrrverandi samgönguráðherrar hafa metið kostnað við nauðsynlega uppbyggingu um 200-250 milljarða. Sú viðbót sem ætluð er til „stórátaks“ í vegamálum samsvarar á sama tíma um helmingi af þeirri viðbót sem Samtök iðnaðarins telja nauðsynlega til að kerfið nái i skottið á sér hvað viðhald varðar. Þá eru nýframkvæmdirnar eftir. Það sér hver maður að þetta gengur ekki upp. Það er ljóst að samgönguráðherra er aftur rétt stutta stráið við ríkisstjórnarborðið enda ljóst af því sem ráðherrann hefur sagt, síðan ríkisstjórnin var mynduð, að hugur hans stend- ur til þess að gera betur en þetta. Af umræðu liðinna missera um ástand sam- göngukerfisins má öllum vera ljóst að engin sátt verður um þann hægagang sem nú er boð- aður hvað vegabætur varðar. Í nýlegri skýrslu um innviði landsins bentu Samtök iðnaðarins á að til að vel væri þyrftu fjárveit- ingar til viðhalds samgöngukerfisins að aukast, ég ítreka aukast, frá því sem nú er, um rúma 10 milljarða á ári! Það er ábyrgðarhluti að leyfa samgöngukerfinu að grotna niður eins og nú er að gerast. Kostnaðurinn við að vinna upp það tjón sem er að verða á vegakerfinu er margfaldur á við það að halda því í forsvaranlegu standi. Við þetta verður ekki unað og ég skora á ríkisstjórnina og þingmenn alla að laga þessa villu í glærukynningu gærdagsins. Bergþór Ólason Pistill Uppbyggingu vegakerfisins frestað Höfundur er þingmaður Miðflokksins. bergthorola@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tölur Hagstofu Íslands ummannfjölda á Íslandi umsíðustu áramót sýna fjölguní öllum landshlutum, þó breytingin sé mismunandi. Í því felst veruleg breyting því landshlutar sem þurft hafa að þola stöðuga fækkun í mörg ár bæta við sig fólki. Nokkur sveitarfélög eru þó enn á undanhaldi. Fram kemur í greiningu Byggðastofnunar að stóru línurnar í mannfjöldaþróun undanfarin ár eru þær að fólki hefur fjölgað mikið á höf- uðborgarsvæðinu og í nágrenni þess. Nokkur stöðugleiki hefur verið á Ak- ureyri og í allra næsta nágrenni og á miðhluta Austurlands. Víðast hvar annars staðar hefur fólki fækkað. Ef litið er til einstakra landshluta hafa Vestfirðir og Norðurland vestra orðið illa fyrir barðinu á fólksflutningum. Ef þróunin heldur áfram með sama hætti munu þessir landshlutar láta mjög á sjá og í verstu tilvikum getur byggð þar eyðst. Mismunandi ástæður Ýmsar skýringar eru á því að nú fjölgar í öllum landshlutum og ómögulegt að segja hvort breytingin merkir viðsnúning til lengri tíma eða hvort hún sýnir tímabundið innskot. Athyglisvert er að bera saman þróunina á Suðurnesjum og Vest- fjörðum, eins og gert er á meðfylgj- andi grafi. Mesta fjölgunin á landinu er á Suðurnesjum. Hraðfara fjölgun hefur verið þar síðustu árin eftir lægð sem varð eftir hrun. Sigurður Árna- son, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar, bendir á að því ráði ekki aðeins nálægðin við höfuðborg- arsvæðið heldur sýni aðrar upplýs- ingar mikla tekjuaukningu af flutn- ingum og þjónustu. Suðurnesin njóta uppgangs ferðaþjónustunnar, ekki síst umsvifanna á Keflavíkurflugvelli. Á Vestfjörðum hefur aftur á móti verið stöðug fólksfækkun í lang- an tíma. Þar til á síðasta ári að íbúum fjölgaði skyndilega um nærri 100. Raunar hefur fjölgað um 50 til við- bótar frá áramótum. Sigurður telur að uppbygging fiskeldis og væntingar til þess séu að koma fram. Þótt grein- in sé enn að byggjast upp megi merkja verulega aukningu tekna. Fjölgun sem orðið hefur á Suð- urlandi, ekki síst á svæðinu úr Mýr- dal til Hornafjarðar, en einnig í upp- sveitum Árnessýslu og víðar um svæðið, má að miklu leyti rekja til aukningar í ferðaþjónustu að mati Sigurðar. Tölur um aukningu í gist- ingu og veitingaþjónustu styðja það mat. Áhrif ferðamanna koma víðar fram, eins og til dæmis í fjölgun íbúa í Mývatnssveit. Uppbygging virkjana og stóriðju hefur einnig áhrif á íbúaþróun ein- staka staða, bæði til langs og ekki síð- ur skamms tíma. Dæmi um það er mikil fjölgun íbúa á Húsavík. Það er að stórum hluta vegna starfsfólks við uppbygginguna þó einnig verði til langtímastörf við kísilverið og af- leidda starfsemi. Sama á við um óvænta mikla fjölgun íbúa Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Sveitarfélagið dregur að sér íbúa af ýmsum ástæð- um en stökkið er vegna liðlega 100 er- lendra starfsmanna sem skráðir eru í vinnubúðum Búrfellsvirkjunar. Þriðja dæmið er fjölgun í Ísafjarð- arbæ vegna 50 starfsmanna við Dýra- fjarðargöng. Nokkur sveitarfélög sem ekki njóta góðs af ferðaþjónustu eða nálægð við höfuðborgarsvæðið glíma við fólksfækkun. Stranda- byggð þar sem Hólmavík er mið- punkturinn er dæmi um það. Sama á við sveitahreppa sem ekki hafa öfluga þétt- býliskjarna innan sinna vébanda. Lax og ferðamenn bjarga byggðunum „Ég myndi nota orðið risavið- snúning. Í upphafi þessa kjör- tímabils hætti íbúum að fækka og við sáum aldurspíramídann breikka aftur, komið var margt fólk á aldrinum 30 til 40 ára með börn. Við þurftum til dæmis að taka á honum stóra okkar til að leysa leikskóla- málin í snatri,“ segir Gísli Hall- dór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Hann segir að starfsfólki við fiskeldi hafi fjölgað, sér- staklega hjá Arctic Fish í Dýra- firði. Um 50 starfsmenn við jarðgangagerð hafi skráð lög- heimili sitt í sveitarfélaginu. Þá sé að aukast áhugi fólks á að flytja út á land, á fal- lega staði þar sem líka er gott að búa. Staf- ræna byltingin geri það að verkum að fólk geti nú valið sér búsetu og tekið starfið með sér. Geta flutt störfin með „RISAVIÐSNÚNINGUR“ Gísli Halldór Halldórsson Mannfjöldi á Suðurnesjum og Vestfjörðum 1998-2018 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Heimild: byggdabrunnur.is 25 20 15 10 5 0 þúsund 1998 2018 Breyting Suðurnes 15.715 25.770 +10.055 +64% Vestfirðir 8.556 6.994 -1.562 -18% Landið allt 272.381 348.450 +76.069 +28%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.