Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 47

Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 47
47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Eggert Snúsnú Það er kominn vorhugur í þessa lífsglöðu og vösku nemendur í Melaskóla sem gerðu stutt hlé á lærdómnum og brugðu á leik í sólskininu sem hefur verið í höfuðborginni síðustu daga. Vegna umfjöllunar Morg- unblaðsins um innanfélagsdeilur Kennarasambands Íslands í tengslum við Vísindasjóð fram- haldsskólakennara vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Fjárreiður Kennarasambands Íslands eru endurskoðaðar ár- lega af löggiltum endurskoð- endum. Bókhald félagsins er fært samkvæmt ýtrustu kröfum um gegnsæi og skýrleika. Fyrrverandi stjórnarmenn Vísindasjóðs framhaldsskóla- kennara hafa staðið í persónu- legum deilum við Kenn- arasambandið í nær áratug. Alls kyns ágreiningsefni hafa verið dregin upp úr hattinum á þeim tíma. Þessir einstaklingar hafa stefnt Kennarasambandinu fyr- ir ýmsar sakir, ávallt án árang- urs. Tugum milljóna hefur verið eytt úr sjóðum félagsmanna í málarekstur sem engu hefur skilað þar sem kærendur hafa tapað öllum málum fyrir dóm- stólum. Enn og aftur var haldið af stað og málefni sjóðsins kærð til lögreglu haustið 2015. Eins og lögreglu ber að gera fór fram skoðun á málinu sem leiddi ekkert saknæmt í ljós og var kærunni vísað frá. Sú frávísun var staðfest af ríkis- saksóknara. Stjórn félags framhaldsskólakennara kallaði saman aðalfundarfulltrúa félagsins á aukaaðalfund árið 2016 og fól þannig æðstu stofnun félagsins að fjalla um málið. Um 60 manns eru löglega kjörnir aðalfundarfulltrúar og var nið- urstaðan sú að nú væri mál að linnti. Lýðræðislegri verður umfjöllun málsins varla. Það vekur hins vegar spurningar hvers vegna þessir fyrrverandi stjórnarmenn eyddu millj- ónum af fjármunum framhaldsskólakennara í lögfræðiálit þar sem reynt var að fá lögbann á umræddan aðalfund, í stað þess að fagna lýðræðislegri umfjöllun um málið. Hafa ber í huga að tveir af þremur fyrrverandi stjórn- armönnum, sem nú ráðast gegn eigin stéttarfélagi, voru kosnir úr stjórn Vísindasjóðsins á reglulegum aðalfundi 2014. Þriðji stjórnarmaðurinn er ekki lengur félagsmaður í Kennarasambandi Íslands. Kennarasamband Íslands hefði viljað verja þessum fjár- munum og hinum ómælda tíma starfsmanna sinna í upp- byggilegri verkefni í þágu félagsmanna. Að lokum harma ég þær tilhæfulausu ásakanir sem starfsfólk Kenn- arasambandsins hefur þurft að sitja undir. Eftir Þórð Hjaltested » Tugum milljóna hefur verið eytt úr sjóðum fé- lagsmanna í málarekstur sem engu hefur skilað þar sem kærendur hafa tapað öllum málum fyrir dómstólum. Þórður Hjaltested Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Mál að linni Við Íslendingar upp- skerum nú eftir mark- vissa stefnu undanfarin ár í efnahags- og rík- isfjármálum. Umsvif í hagkerfinu hafa aukist verulega, skuldir ríkis, heimila og fyrirtækja lækkað mjög og fjöl- breytni í atvinnulífi, og þar með starfa, vaxið. Þessa góðu stöðu ætl- um við að nýta til að fjárfesta meira í innviðum, bæði efnahagslegum og fé- lagslegum. Áskoranir næstu ár felast í því að varðveita þann góða stöðugleika sem við höfum náð, treysta velferð og nýta tækniframfarir í þágu betri þjón- ustu við allan almenning. Gjörbreytt staða með lægri skuldum Í ríkisfjármálunum hefur skipt sköp- um að taka til á skuldahliðinni. Frá árinu 2013 hafa skuldir ríkisins lækkað um 600 ma.kr. Vaxtagjöld ársins 2017 af lánum voru rúmlega 30 ma.kr. lægri en árið 2009. Í fjármálaáætlun fyrir ár- in 2019-2023 sem lögð var fram í gær er gert ráð fyrir frekari lækkun skulda og vaxtagjalda. Í lok tímabilsins vex ávinningur þessarar stefnu þannig að árleg vaxtagjöld verða 45 milljörðum lægri en þegar verst lét. Með mark- vissri uppgreiðslu skulda höfum við því gjörbreytt stöðunni og getum nýtt þetta fé til þarfari og ánægjulegri verka. Hluta þessarar þróunar má rekja til mun betri kjara ríkisins á mörkuðum. Þannig hefur lánshæfiseinkunn ríkisins ítrekað verið hækkuð á síðustu árum og lék farsæl losun hafta þar mikilvægt hlutverk auk góðrar afkomu ríkissjóðs og sterkrar stöðu íslensks efnahagslífs. Við létum reyna á traust markaðarins til íslenskrar skuldabréfaútgáfu erlend- is í lok síðasta árs, og fengum í kjölfar- ið bestu kjör sem ríkið hefur nokkurn tímann hlotið í slíkri útgáfu. Að öðru leyti njótum við nú góðs af auknum umsvifum, enda hefur kakan stækkað. Með fjölgun starfa og hærri launagreiðslum í landinu hafa tekjur ríkisins af tekjuskatti einstaklinga vaxið verulega á umliðnum árum, þrátt fyrir lækkun skattprósentunnar og afnám miðþrepsins. Frá árinu 2015 hafa tekjur ríkisins af tekju- skatti einstaklinga hækkað um 40%. Allt þetta skapar svigrúm til þess að fylgja áherslum nýrrar ríkisstjórnar mynd- arlega eftir, um innviða- uppbyggingu og lækkun skatta. Mikilvægi stöðugleikans Stöðugleiki í efnahags- málum er mikils virði, ekki síst þegar hann helst í hend- ur við heilbrigðan hagvöxt og almennt gott ástand í hagkerfinu; mikla atvinnu- þátttöku, lítið atvinnuleysi, stöðugt gengi, litla verðbólgu og kaupmátt- araukningu. Árið 2017 skilaði hinum al- menna launþega 5% kaupmáttaraukn- ingu, ofan á um 7% árið 2016 og 8% aukningu árið 2015. Skuggahlið þess- arar sóknar í lífskjörum er að sam- keppnishæfni íslensks atvinnulífs hefur dalað. Hærri laun og sterkara gengi krónunnar setur þrýsting á útflutnings- greinar okkar og augljóst að sameig- inlegir hagsmunir okkar liggja í því að leggja nú áherslu á stöðugleika, efna- hagslegan- og félagslegan, og fjárfest- ingu til framtíðar. Slíkar áherslur eru líklegastar til að skila okkur öllum betri niðurstöðu til lengri tíma. Það svigrúm sem skapast hefur til aukinnar fjárfestingar og styrkingar á ýmsum sviðum ætlar ríkisstjórnin að nýta á ákveðinn en ábyrgan hátt. Sterkir innviðir og betri þjónusta Fjárfestingar ná hámarki á árinu 2021. Gert er ráð fyrir um 75 milljarða fjárfestingu í sjúkrahúsþjónustu og fer mest til byggingar nýs Landspítala. Framlög til byggðamála verða aukin og eru samgöngu- og fjarskiptamál fyr- irferðarmikil í áætluninni. Alls verður 124 milljörðum varið til fjárfestingar á þessu sviði frá 2019-2023, en sérstakt átak verður gert í samgöngumálum á árunum 2019-2021. Ráðist verður í upp- byggingu á fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og ýmis verkefni á öðrum ferðamannastöðum. Af öðrum stærri fjárfestingum má nefna kaup á þyrlum fyrir Landhelgisgæsluna, uppbyggingu hjúkrunarheimila og Hús íslenskunnar sem rís á tímabilinu. Fyrir utan uppbyggingu Landspítala er í áætluninni lögð sérstök áhersla á geðheilbrigðismál, að efla heilsugæslu og draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga. Eins er stefnt að kerfisbreytingu til að bæta kjör öryrkja og efla þá til sam- félagsþátttöku. Áformað er að hækka greiðslur í fæðingarorlofi og lengja or- lofstímann. Framlög hækka á hvern nemanda á framhalds- og háskólastigi og innviðir íslenskrar máltækni verða byggðir upp. Unnið verður að stofnun miðhálendisþjóðgarðs og gripið til að- gerða til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Landamæravarsla verður bætt, löggæsla efld og rekstur Land- helgisgæslunnar styrktur. Loks má nefna að framlög til varnarsamstarfs og þróunarsamvinnu verða aukin. Lægri skattar og sanngjarnari bótakerfi Lækkun skatta sem og afnám tolla og gjalda hefur skilað almenningi veru- legri kjarabót undanfarin ár. Áfram er stefnt að minni álögum og skilvirkara skattkerfi, ásamt öflugu eftirliti. Stjórn- völd munu eiga samtal við aðila vinnu- markaðarins um samspil tekjuskatts og bótakerfa, en í fjármálaáætluninni er gengið út frá lækkun tekjuskatts í neðra skattþrepinu. Í brennidepli end- urskoðunar bótakerfa verður markviss- ari stuðningur við efnaminni heimili. Tryggingagjald lækkar samkvæmt áætluninni árið 2019, sérstakur banka- skattur verður lækkaður og stutt við nýsköpun með því að hækka þak vegna endurgreiðslu rannsókna- og þróun- arkostnaðar, en stefnt er að afnámi þess síðar á tímabilinu. Uppsöfnuð áhrif skattalækkana í nýrri ríkisfjár- málaáætlun eru um 25 milljarðar á ári. Við erum á réttri leið. Með samstöðu, ábyrgð og stefnufestu munum við gera lífið betra fyrir alla Íslendinga. Eftir Bjarna Benediktsson » Svo mikilvægi þessa sé sett í tölulegt sam- hengi mun ríkissjóður í lok tímabilsins greiða ár- lega 45 milljörðum minna í vaxtakostnað en þegar verst lét. Bjarni Benediktsson Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra. Verðmætur stöðugleiki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.