Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 48

Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 48
Í vetur auglýsti Reykjavíkurborg eftir „hugmyndum til þess að auka framboð af hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.“ Um er að ræða 500 íbúðir sem eru ætlaðar sem „hagkvæmt hús- næði“ á svæðum eins og Gufunesi, Úlfars- árdal, Bryggjuhverfi III, Skerja- firði, Veðurstofuhæð og lóð Stýri- mannaskólans. Þeim sem töldu sig geta leyst þetta verkefni skamm- laust var boðið að senda Reykjavík- urborg, á sinn kostnað, hugmyndir að íbúðum sem uppfylltu ofangreind skilyrði. Tæplega 70 hugmyndir bárust frá hönnuðum og hugmyndasmiðum. Ef gert er ráð fyrir að tveir hönnuðir hafi unnið ókeypis í viku við hverja hugmynd þá er Reykjavíkurborg að fá gefins um 70 milljónir frá þessum hönnuðum sem margir hverjir munu ekki ríða feitu hrossi frá þessari „hugmyndaleit.“. Þá er ótal- inn kostnaður við undirbúning, glærusýningu og kynningarfund og úrvinnslu umsókna um þetta mál. Ekki eru þessir hönnuðir heldur miklu nær um það hvernig inn- sendar tillögur verða metnar og hvort þær fái yfirleitt nokkra fag- lega umfjöllun. Að vísu er boðið upp á punktagjöf þar sem þekking og reynsla – hönnun og arkitektúr – og fjármál og fjárfestingargeta vega jafnt, eða 20% hvert, en fram- kvæmdahraði – sjálfbærni og kol- efnisspor – og líftími bygginga 10% hvert. Til viðbótar eru svo gefnir 5 punktar fyrir að hafa tekið þátt í þessari „hug- myndaleit“ og aðrir 5 punktar fyrir hugs- anlega samvinnu við aðra sem líka tóku þátt í þessu. Allt eru þetta þættir sem jafnvel fag- menn ættu mjög erfitt með að meta og líklegt verður að telja að það sama gildi um þá sem munu meta þessar tillögur fyrir hönd okkar borgarbúa, en ennþá er víst verið að vinna úr innsendum hug- myndum. Nú er það sérkennilegt, ef nokk- ur hugur fylgdi máli, að fara í svona „hugmyndaleit“ rétt fyrir kosn- ingar. Núna þegar um þrír mánuðir eru liðnir frá auglýsingu borg- arinnar er „undirbúningur úthlut- unarskilmála“ enn í mótun og óvíst um hvenær þetta mál komist á svo- kallað „2. þrep“ og fyrirsjáanlega verður lítið tilbúið nema glærusýn- ingin fyrir kosningar. Rétt er að hafa í huga að talsvert er vitað um það hér á landi hvernig sé rétt að standa að því að byggja hagkvæmt og ódýrt húsnæði. Fyrir meira en hálfri öld fékk Ísland meira að segja styrk frá Sameinuðu þjóðunum til þess að hjálpa upp á í þessum málum. Í bæklingi sem dr. Kjartan Jóhannsson tók saman á vegum Húsnæðismálastofnunar rík- isins árið 1964 og hét „Skipulagning og áætlanagerð við íbúðarbygg- ingar“ var fjallað um meginatriði þessa máls og meðal annars lögð áhersla á mikilvægi þess „að sami aðili hanni og geri áætlanir (proj- ekteri) og byggi“. Í sérriti Rann- sóknastofnunar byggingariðnaðar- ins „Viðhaldsþörf húsa á Íslandi“ frá árinu 1999 er líka að finna góða umfjöllun um líftíma bygginga hér á landi og viðhaldsþörf. Á ágætri ráð- stefnu sem Íbúðarlánasjóður hélt árið 2004 og hét „Kostnaður íbúðar- húsnæðis“ var enn fjallað um grundvallaratriði þessa máls og sama má segja um meistararitgerð Egils Þórarinssonar, skipulagsfræð- ings frá árinu 2012 „Húsnæð- isstefna og uppbygging minni íbúða á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2003-2008.“ Hér hefur aðeins verið drepið á nokkur þeirra fjölmörgu gagna sem eru aðgengileg um þessi mál og meginatriði þeirra ættu því ekki að vera á huldu. Við þetta má bæta að það er löngu vitað að til þess að geta lækkað byggingarkostnað um- talsvert þarf viðkomandi bygging- araðili að hafa yfir að ráða hentugri lóð á góðu verði, þar sem hægt er að byggja hratt og vel ákveðinn fjölda íbúða og aðgang að fjármagni á skynsamlegum vöxtum. Auk þess þarf hann sjálfur að geta haft afger- andi áhrif á deiliskipulag og ekki vera bundinn um of af íþyngjandi geðþóttaákvörðunum um form bygginga og margháttuð hönnunar- atriði. Uppbygging á ofangreindum lóðum er líka mjög mismunandi flókin og allar tafir á deiliskipulagi og afgreiðslu hönnunargagna geta líka sett hvaða byggingaraðila sem er á höfuðið. Flestir sem hafa staðið í því að velja sér maka vita hvað það getur verið tafsamt en líka skipt miklu máli. Þótt hægt sé að ávinna sér 5 punkta í þessu hugmyndalotteríi með samstarfi við einhvern aðila sem líka tók þátt í samkeppninni þá getur það reynst erfitt hjónaband og verið farsælla að vinna svona verkefni með fólki sem maður þekk- ir þokkalega vel, jafnvel þótt menn missi af þessari lest. Hér gerðu menn kannski rétt í að kynna sér árangursríkar stjórnunaraðferðir Elon Musk við að innleiða nýja tækni, hagkvæmni og framfarir. Eitt af því sem einhverjir trúðu á um síðustu aldamót að helst yrði til framdráttar íslenskum byggingar- iðnaði var að leggja niður Húsnæð- isstofnun ríkisins og Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins. Þessar stofnanir stunduðu þó ýms- ar nauðsynlegar grundvallarrann- sóknir. Margt bendir nú til að ein- staka byggingaraðila skorti lausafé til að stunda þessar rannsóknir. Sem dæmi má nefna rannsóknir á CLT (cross laminated timber) en notkun þess hefur færst mjög í vöxt erlendis á undanförnum árum. Ekki væri það heldur ónýtt, ef við viljum að Ísland verði kolefnisfrítt árið 2040, að við gætum sjálf ræktað byggingarefnið í húsin okkar að verulegu leyti. Hagkvæmt húsnæði í Reykjavík Eftir Gest Ólafsson »Núna, þegar um þrír mánuðir eru liðnir frá auglýsingu borg- arinnar er „undirbún- ingur úthlutunarskil- mála“ enn í mótun. Gestur Ólafsson Höfundur er arkitekt og skipulags- fræðingur. skipark@skipark.is Fyrirhuguð Borgarlína Áhrifasvæði hennar eða hugsanlegt framkvæmda- svæði er sýnt sem grátt ský meðfram línunni. 48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Optical Studio kynnir nýja vorlínu frá Cartier. Cartier á nú stórglæsilega innkomu á gleraugnamarkaðinn eftir nokkurt hlé.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.