Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 50

Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Starfsmannafatnaðu fyrir hótel og veitingahú Höfðabakka 9, 110 Reykjavík Sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið • Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina • Þvottahúsið • Sérverslunina Rúmföt og handklæð fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjór r s i nandann 86 ÁRA Seint í apríl og fyrstu dagana í maí 2014 versnaði ástandið í 640 m hæð á Fjarð- arheiði, sem hefur allt- of lengi gert Seyðfirð- ingum lífið leitt. Vel get ég skilið að áhyggjufullir flutn- ingabílstjórar, sem leggja sig í mikla hættu á þessum þröskuldi, vilji hið snarasta að all- ar beygjurnar fyrir ofan Egilsstaði hverfi og hinar fjórar sem Seyðfirð- ingar vilja glaðir losna við í Efri- og Neðri-Stafnum sem allra fyrst. Ranghugmyndir um að hindr- unarlausir heilsársvegir séu á Fjarð- arheiði, Breiðdalsheiði, Öxi, Fagra- dal og beggja vegna Oddskarðsins hafa stuðningsmenn Axarvegar- og Héðinsfjarðarganga á Austurlandi tekið fram yfir Almannaskarðs- Fáskrúðsfjarðar, Mjóafjarðar- og Norðfjarðargöng til að skaða sam- göngumál Austfirðinga án nokkurs tilefnis. Slíkt er aðeins til þess fallið að magna upp pólitískan hrepparíg sem setur öll áform um bættar sam- göngur í formi jarðganga í uppnám. Á meðan hart er deilt um rétta for- gangsröðun samgöngumannvirkja verða áfram langir biðlistar eftir jarðgöngum sem minnka fjarlægð- irnar á milli sjávarplássanna og tryggja íbúum fjórðungsins betra aðgengi að heilbrigðisþjónustunni. Þessu vandamáli áttu allir þingmenn Norðausturkjördæmis og fyrrver- andi ríkisstjórn að fylgja eftir í sam- göngunefnd. Fjölgun fjallvega í 500- 600 m hæð er afturhvarf til fortíðar þegar framfarir á sviði jarðganga eru að aukast. Viðbúið er að heild- arlengd Fjarðarheiðarganga geti orðið 13-14 km verði göngin tekin frá Seyðisfirði í 110 m hæð og að norðan í beinu framhaldi frá vegamótunum við Eyvindará á Héraði í 60-70 m hæð undir fyrstu brekkuna í Löngu- hlíð. Talið er að þetta verði lengstu jarðgöng síðari tíma sem ráðist er í, gangi krafa Seyðfirðinga eftir. Enn er of mörgum spurningum ósvarað á meðan enginn veit hvort stórt vatna- svæði leynist í þessari hæð milli Eg- ilsstaða og Seyðisfjarðar verði göng- in tekin undir Fjarðarheiði. Að loknum framkvæmdum við Fjarð- arheiðargöng skal Fagridalur víkja fyrir Mjóafjarðargöngum. Auðvitað taka undirbúningsrannsóknir lang- an tíma sem eðlilegt er. Að þeim loknum leiðir tíminn í ljós hvenær endanleg ákvörðun um útboð gang- anna liggur fyrir. Því miður settu of margir þingmenn Norðaustur- kjördæmis sig á stall gegn hags- munamáli Seyðfirðinga í tíð Jóhönnu Sigurðardóttur, þáverandi forsætis- ráðherra, þegar Al- þingi samþykkti þings- ályktunartillögu Arnbjargar Sveins- dóttur um að flýta und- irbúningsrannsóknum á gangagerðinni undir Fjarðarheiði. Sitt rétta andlit sýndu skoð- anasystkinin Stein- grímur J. og Jóhanna Sigurðardóttir í tíð fyrrverandi ríkis- stjórnar með því að lýsa andúð sinni á sam- göngumálum Norðfirðinga Seyðfirð- inga og þessari tillögu Arnbjargar þegar þau beittu öllum brögðum til að troða Vaðlaheiðargöngum fram fyrir brýnustu samgöngubæturnar á hringveginum, sem hefði fyrir löngu átt að vera búið að bjóða út. Má þar nefna tvíbreiðar brýr í botni Beru- fjarðar, Stöðvarfjarðar, innan- verðum Fáskrúðsfirði og milli Fella- bæjar og Egilsstaða sem þola enga bið. Árangurslaust voru fyrrverandi þingmenn Austfirðinga spurðir að því hvers vegna þeir hefðu aldrei flutt á Alþingi þingsályktunartillögu um að flýta framkvæmdum við nýja brú yfir Hornafjarðarfljót í tíð Sturlu Böðvarssonar, þáverandi samgönguráðherra. Fyrir fram- komu sína gagnvart Norðfirðingum og Seyðfirðingum sitja fyrrverandi ráðherrar uppi með skömmina eftir að þeir gáfu kjósendum sínum fögur loforð um að veggjald á hvern bíl gæti fjármagnað gerð Vaðlaheiðar- ganga á enn styttri tíma en Hval- fjarðargöngin, sem sýna arðsemi. Í kjölfarið voru þeir gerðir ómerkir orða sinna eftir að hafa svarað öllum athugasemdum með útúrsnúningi og hnútuköstum. Vatnsrennslið sem enginn sá fyrir í Vaðlaheiðargöngum vekur spurningar um hvort þetta vandamál geti líka komið upp í Fjarðarheiðargöngum án þess að vitað sé um sprungur undir heiðinni. Mestu máli skiptir að jarðfræðilegar aðstæður verði fyrst rannsakaðar til að svona vandamál geti ekki stöðvað vinnu við göngin undir heiðina með ófyrirséðum afleiðingum. Þá skulu Seyðfirðingar standa saman og leita svara við þessum spurningum áður en lokaákvörðun um útboð ganganna liggur fyrir til að afstýra frekari vandræðum. Lenda Fjarðarheið- argöng á vatnsæðum? Eftir Guðmund Karl Jónsson » Fyrir framkomu sína gagnvart Norðfirðingum og Seyð- firðingum sitja fyrr- verandi ráðherrar uppi með skömmina. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Það er með ólík- indum að heyra mál- flutning meirihlutans í stærstu málunum sem hrjá Reykvík- inga þessi misserin. Einhvern veginn virðist það tískufyr- irbrigði að allir búi vestan Lækjar eða í nýuppbyggðum skúmaskotum mið- bæjarins, hjóli í vinnuna og tjái sig ekkert um menntakerfi borg- arinnar, ef svo mætti kalla. Þeir sem gagnrýna stefnu, eða stefnu- leysi, meirihlutans eru stimplaðir sem illa upplýst fólk, svona ef marka má virkan í athugasemd- um. En lítum samt á þetta. Húsnæðismál Fyrst ber að nefna húsnæðis- mál, þar sem ólestrareinkennin eru óteljandi. Meirihlutinn bend- ir óðamála á alla aðra en sjálfan sig, þótt hann hafi hannað þetta vandamál frá grunni. Vandinn er að of fáar hentugar íbúðir fyrir ungt fólk út frá stærð og verði eru til á sölumarkaði, of fáar lóð- ir eru seldar og byggðar, of stór hluti lóða í byggingu er í vest- urhluta borgarinnar og of mikil samþjöppun í 101 og 107 hefur átt sér stað, á alltof stuttum tíma með alltof litlum tengingum við umferðarskipulag. Síðan þarf að taka tillit til leiguíbúða til ferða- manna. Þetta samanlagt kallar á þenslu í söluverði. Af 1.711 íbúð- um sem framkvæmdaleyfi fékkst fyrir á árinu 2017 eru ca. 300 þeirra austan Elliðaáa, en ca. 1.400 fyrir vestan árnar. Af þeim er bróðurparturinn á miðbæj- arsvæðinu og Vesturbænum. Þrátt fyrir það eru miklu fleiri lóðir tilbúnar til framkvæmda í Úlfarsárdal, auk þess sem um- ferðaræðarnar eru opnari og greiðfærari. Þessar lóðir standa óseldar og nýlega lýsti borg- arstjórinn því yfir að ekki væru til nægilega margir bygging- arverktakar í Reykjavík til að anna eftirspurn nýrra íbúða, og ekki nógu margir bygging- arkranar. Þetta hefur enginn iðn- aðarmaður heyrt áður, enda er þessi skýring í besta falli vand- ræðaleg, fyrir utan allt hitt sem hún ber með sér. Samgöngumál Oftast er nú skylt skeggið hök- unni og því nefni ég í annan stað til sögunnar, umferðarmál, en engum getur dulist hversu illa hefur tekist til við að móta þau, styrkja innviði þeirra og styðja þar með á lögbundinn hátt við umferðarmenningu borgarinnar. Allt púður meirihlutans hefur farið í drauminn um borgarlín- una, og að vilja líkja hugmyndum sínum um hana við metró- kerfi Kaupmanna- hafnar. Þó er sá munur á að í Kaup- mannahöfn var allt gert til að bæta úr því sem til var í al- mannasamgöngu- kerfinu og sauma það saman við metróið sem liggur frá Kastrup til Að- aljárnbrautarstöðv- arinnar, en lagningu síðasta kafl- ans lauk nýverið, ca. 23 árum eftir að framkvæmdin hófst. Til- gangur metrósins var að tengja betur fjarlægu úthverfi Kaup- mannahafnar við miðborgina, s.s. Strikið og Nýhöfn. Þannig liggur metróið þar í gegnum öll hverfin frá Kastrup til Aðaljárnbraut- arstöðvarinnar. Mörg þessara hverfa eru ný, enda áttu sveit- arfélögin á Amager og danska ríkið óbyggt svæði, sem dugði undir byggingu fjölda nýrra 12 hæða fjölbýlishúsa. Söluandvirði þessara fjölbýlishúsalóða var svo notað til að byggja metróið. Áætlanir um nýtingu lágu fyrir, og voru þær allar þess eðlis að það væri ekki hægt að sleppa framkvæmdinni. Hér í Reykjavík, þar sem svokallaðar stoppistöðv- ar eiga að vera, er slíkum svæð- um ekki til að dreifa, nema í austurhluta borgarinnar, en það nemur þó varla nema broti miðað við landflæmið sem til var á Amager. Þrátt fyrir áætlanir Kaupamannahafnar og danska ríkisins um að fjármagna metróið án aukinnar skatttöku drógu mörg sveitarfélög sem tilheyra stór-Kaupmannahafnarsvæðinu sig út úr verkefninu, rétt eins og Seltjarnarnes hefur núna gert. Skattahækkanir til að fjármagna borgarlínu Miðað við áætlanir meirihlut- ans verður Borgarlínan greidd með beinu skattfé að mestu leyti. Útsvar Reykvíkinga hefur verið í hámarki alla frá því að R-listinn tók við borginni, svo auðsætt er að nýrra skatta er þörf. Það starf er nú hafið, undir heitinu inn- viðagjöld. Það er mat margra að um ólögmætt gjald er að ræða, enda engin skýr lagastoð fyrir því. Þrátt fyrir áætlanirnar um borgarlínuna, þá er ekki að finna lausnir meirihlutans á stærstu vandamálunum, sem eru gatna- mót á Hringbrautinni, Miklu- brautinni, Sæbrautinni og Breið- holtsbrautinni, sem telja verður hættulegustu umferðargatnamót á landinu. Þar á að minnka veg- svæðin svo hægt sé að koma lest- inni fyrir, og þar með þrengja enn frekar að þeim möguleikum að byggja upp brýr og misskipt gatnamót. Það þarf ekki að hafa mörg orð um hugmyndafátækt- ina, hún er alger; allir eiga að hjóla eða ganga til og frá vinnu, svona eins og meirihlutinn. Skólamál Þriðja tilfellið sem ég legg upp með, og sennilega það alvarleg- asta, er sinnuleysið í mennta- málum barnanna okkar, en læsi barna og unglinga hefur farið hríðversnandi. Meirihlutinn hefur byggt skólahallir, sem nýtast í raun engum nema hugmynda- smiðum skólastefna og bygging- arhönnuðum sem fengu að láta ljós sitt skína, óháð kostnaði eða notkunargildi. Þessar stefnur voru settar á við lítinn fögnuð fagmanna og með fullkomlega lé- legum námsárangri. Þá á alveg eftir að nefna leikskólamál, en einn frambjóðenda Samfylking- arinnar reið á vaðið nú á dög- unum og útskýrði mannekluna þar með því að laun leikskóla- kennara væru of há. Það er skýr- ing sem engum geðjast að nú á dögum, og í raun ótrúlegt að sjá sósíalistaflokk tala laun mik- ilvægs fólks í lífi barnanna okkar niður með þessum hætti. Laun leikskólakennara eru síst of há, heldur eru vinnuveitendur á markaði skóla og leikskóla ein- faldlega of fáir. Staðan og lausnirnar Hér hefur yfirborð stærstu málefnanna, sem meirihlutinn í Reykjavík hefur klúðrað, rétt verið gárað. Réttast er að kalla þau vandamálefni. Það er ljóst að meirihlutinn ræður ekki við að leysa þessi vandamálefni þótt hann hafi búið þau til sjálfur. Komist núverandi meirihluti aft- ur til valda munu vandamálefnin verða leyst með heimilisbuddum útsvarsgreiðenda, ef þau verða þá á annað borð leyst. Ef fólk vill aðrar lausnir þarf betri borgarstjórn að geta tekið við eftir kosningarnar sem fram fara 26. maí næstkomandi. Það er gömul staðreynd, og ný, að ef maður gerir ekki neitt, þá gerist ekki neitt. Sjálfstæðismenn eru tilbúnir til að koma verkum sín- um í framkvæmd, og koma bönd- um á þennan mikla yfirstandandi vanda, en til þess þarf þátttöku þína. Taktu þátt í að breyta borginni með okkur! Eftir Gísla Kr. Björnsson » Sjálfstæðismenn eru tilbúnir til að koma verkum sínum í fram- kvæmd, og koma bönd- um á þennan mikla yfir- standandi vanda. Gísli Kr. Björnsson Höfundur er lögmaður og formaður Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík. Meirihlutinn og aðgerðarleysið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.