Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 52

Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Svampþvottastöð Afkastamikil sjálfvirk þvottastöð sem getur þvegið allt að 50 bíla á klukkustund. Opið virka daga kl. 8 -19 helgar kl. 10 – 18. Hafrannsóknastofnun leggur til að heildaraflamark af grásleppu í ár verði ekki meira en 5.487 tonn, en í fyrra veiddust 4.542 tonn og 5.425 tonn á vertíðinni 2016. Síðustu tvö ár hefur afli verið undir ráðgjöf. Grásleppuveiðum er stýrt með sóknartakmörkunum. Árin 2011 og 2012 voru veiðar leyfðar í 50 daga, 32 daga árin 2013-2016 og 46 daga í fyrra, en þá var dögum fjölgað úr 36 er nokkuð var liðið á vertíð. Í ár var lagt af stað með 20 daga, en ákvörðun um endanlegan dagafjölda verður tekin í framhaldi af þessari ráðgjöf. Ráðgjöf um endanlegt heildarafla- mark er byggð á stofnvísitölu úr stofnmælingu botnfiska í mars 2018. Þær niðurstöður liggja nú fyrir og reyndist vísitalan vera 6,9 sem er töluvert lægra gildi en mældist á sama tíma í fyrra en þá var vísitalan 8,2. „Stofnvísitala grásleppu hefur sveiflast mikið milli ára og því er mik- ilvægt að afli hvers árs taki mið af stofnstærð sama árs, frekar en ársins á undan. Hins vegar, vegna óvissu í mælingunum, er tekið tillit til vísitölu fyrra árs með vægi 30% á móti nýrri mælingu með vægi 70% við útreikn- ing ráðlagðs hámarksafla,“ segir í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Fjöldi báta sem taka þátt í veið- unum er breytilegur frá ári til árs, m.a. vegna aðstæðna á mörkuðum grásleppuhrogna, og hefur það áhrif á heildarafla. Á árunum 2005-2016 var fjöldi báta sem tóku þátt í veið- unum á bilinu 144-369 á ári. Árið 2017 tóku 243 bátar þátt, sem var aukning um fjóra báta frá fyrra ári. Jafnframt leggur stofnunin til að aukin áhersla verði lögð á skráningu meðafla og eftirlit með brottkasti við grásleppuveiðar. Stofnunin leggur til að upphafsaflamark á næsta ári verði 1.557 tonn. aij@mbl.is Stofn grásleppu hefur gefið eftir Stofnvísitala grásleppu er um 16% lægri í ár en hún mældist í fyrra. Ákvörðun um dagafjölda verður tekin á næstunni. „Það er mesta furða hvað hægt hefur verið að róa, alla vega miðað við veð- urspána,“ sagði Jón Tómas Svansson, útgerðarmaður og skipstjóri á Vopna- firði, í gær um upphaf grásleppu- vertíðar. Hann er með tvö grá- sleppuleyfi og byrjaði vertíðina á Sæborgu NS 40, en þegar dagafjölda Sæborgar verður náð rær hann á Tóta NS 36. Á grásleppuvertíð rær Jón frá Bakkafirði og kaupir HB Grandi grá- sleppuna heila. Hún er skorin og hrognin söltuð á Vopnafirði, en síðan fullunnin á Akranesi. Hveljan hefur einkum verið seld til Kína. Vertíð mátti byrja 20. mars og hefur Jón náð sjö túrum til þessa. Suma daga hefur verið sótt í leiðindaveðri. Hvorki var róið í gær né í fyrradag og honum leist ekki vel á daginn í dag. Hann er kom- inn með um 12 tonn af grásleppu og hefur mest fengið 2,3 tonn í róðri. Loðna enn í þorskinum Spurður hvort ekki fáist þokkalegt verð fyrir grásleppuna í ár, segir Jón svo alls ekki vera. „Núna er talað um 190 krónur á kílóið og það er skárra heldur en í upphafi vertíðar í fyrra, en verðið hækkaði síðan er leið á. Ef við skoðum hins vegar málið nokkur ár til baka og reiknum út frá nýtingu á grá- sleppunni þegar menn skáru hana sjálfir ætti verðið að vera í 300-330 krónum,“ segir Jón. Hann bætir því við að það hafi verið vond ákvörðun að fjölga dögum á síðasta ári þegar tals- vert var liðið á vertíðina. Jón segir athyglisvert að stór þorsk- ur sé á grásleppuslóðinni. Í honum sé loðna og hún hafi verið víða fyrir Norð- urlandi í vetur. „Loðnan er alveg hætt að fara fulla sprautu suður fyrir land, sem er í raun jákvætt því það er þá alla vega fæða fyrir þorsk á norðursvæð- inu í lengri tíma.“ Er líður á apríl fer Jón að svipast um eftir hákarli, en hann rekur fyrir- tækið Íslandshákarl á Vopnafirði. Í fyrra veiddi hann 22 hákarla frá maí og fram eftir júlímánuði og verkar aflann sjálfur. Vegna rigninga gekk verkunin hins vegar illa hjá Jóni, eins og fleirum á norðausturhorninu og Norðurlandi. Í gær var Jón að verka sel sem honum áskotnaðist og segir selinn vera gæðabeitu á hákarlalínuna. Þurfum að hafa okkur alla við „Ætli ég verði ekki að gaufa eitt- hvað á hákarli fram eftir sumri á Sæ- borgu, en Tótinn fer á strandveiðar. Við kvótalausu karlarnir þurfum að hafa okkur alla við að synda því stjórn- völd vinna skipulega að því að drepa okkur niður,“ segir Jón Tómas Svans- son, trillukarl á Vopnafirði. aij@mbl.is Á Vopnafirði Hákarl þrifinn við löndun, en þessi gæti hafa verið um eitt tonn þegar hann veiddist. Fyrst grásleppu- vertíð, síðan hákarl og strandveiðar Eitt tekur við af öðru hjá Jóni Tómasi Svanssyni, trillukarli á Vopnafirði. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Norðmenn tóku formlega við nýju rannsóknaskipi í síðustu viku. Skipið ber nafnið Krónprins Hákon og helstu verkefni þess verða fjölþættar rannsóknir í Norðurhöfum og við Suðurskautslandið. Skipið er þó ekki endanlega tilbúið, en reiknað er með að það fari í sinn fyrsta leiðangur í júní í sumar. Skipið er smíðað í ítölsku skipa- smíðastöðvarinnar Fincantieri og kom til Noregs frá Ítalíu á nýársdag. Þá stóð til að Ítalirnir myndu ljúka verkefnum um borð í skipinu, en í síð- ustu viku var ákveðið að Norðmenn myndu taka við skipinu og ljúka því sem út af stendur. Til þeirra verka halda þeir eftir tæplega þremur milljörðum ísl. króna eða 25 milljónum evra af samnings- upphæðinni. Áætlað verð fyrir skipið var 1,4 milljarðar norskra króna, að því er fram hefur komið í Fiskaren, sem nemur hátt í 18 milljörðum ís- lenskra króna. Skipið átti upphaflega að vera tilbúið sumarið 2016, en af- hendingu þess hefur ítrekað seinkað. Rannsóknir í Norðurhöfum og við Suðurskautslandið Skipið ber nafnið Krónprins Há- kon og helstu verkefni þess verða rannsóknir í Norðurhöfum og við Suðurskautslandið. Skipið er 100 metra langt, sérstaklega styrkt til siglinga í hafís og verður meðal full- komnustu rannsóknaskipa. Sextán manns verða í áhöfn og tveir tækni- menn, en að auki er pláss fyrir 37 vís- indamenn um borð og þar eru 14 rannsóknastofur. Skipið verður afhent norsku heim- skautastofnuninni (Norsk Polar- institutt) þegar það verður tilbúið, en verður rekið af Norsku hafrann- sóknastofnunni sem fær 20% af rann- sóknatíma skipsins. Helsti notandi skipsins verður Háskólinn í Tromsö. Fyrsti rannsóknaleiðangur er skipulagður í sumar, en á verkefna- skránni í ár eru meðal annars þrír lengri leiðangrar á vegum verkefn- isins „Arfurinn eftir Nansen“ með að- komu tíu rannsóknastofnana. Þá er á döfinni 140 daga leiðangur til Suð- urskautslandsins, þar sem á meðal annars að gera rannsóknir á átu. Styttist í að krónprins- inn hefji rannsóknir Ljósmynd/Øystein Mikelborg/Norsk Polarinstitutt Fullkomið Nýja skipið kom til Noregs frá Ítalíu um áramótin, en nokkrar tafir hafa orðið á afhendingu skipsins. Stórhugur einkennir nýtt norskt rannsóknaskip, en á ýmsu hefur gengið á byggingartímanum. Nú er reiknað með að þetta tæplega 18 milljarða skip haldi til hafs í byrjun júní. Verkefnin verða í Norðurhöfum og við Suðurskautslandið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.