Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 67

Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 67
MINNINGAR 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Og við fengum oft að heyra það að við ættum að vera góðar við þennan eina bróður okkar. Svo fengum við reyndar annan bróð- ur átta árum seinna. En Addi var samt númer eitt. Hann var kraftmikill strákur og uppá- tækjasamur svo okkur systrum þótti stundum nóg um, en hon- um fyrirgafst allt samt sem áður. Og þessi kraftur fylgdi honum alla ævi. Á gleðistundum var hann hrókur alls fagnaðar. Hann var ekki bara maður orðs- ins, þó hann ætti gott með að tjá sig bæði í ræðu og riti. Hann var maður framkvæmda, vildi láta verkin tala. Hann elskaði sjóinn sem lengst af var hans vinnu- staður og hann varð aflasæll skipstjóri um áratuga skeið. Oft undraðist ég það hve vel hann þekkti sjóinn. Þekking hans á hafinu, á straumum, veðurfari og fiskigöngum var með ólík- indum, miklu meiri en hægt er afla sér með lestri fræðibóka. Hann lét líka til sín taka á vett- vangi félagsmála, var m.a. for- maður Farmanna- og fiski- mannasambandsins í mörg ár. Hann hafði ákveðnar skoðanir á fiskveiðistjórnunarkerfinu og vann að þeim hugsjónum sínum með oddi og egg bæði í fé- lagsmálum og stjórnmálum. Við sátum um tíma saman á Alþingi, kjörtímabilið 1991-1995, en ekki fyrir sömu stjórnmálasamtök. Það kom þó ekki að sök, því við vorum sammála í mörgum mál- um. Og þó við værum ekki sam- mála, þá varpaði það engum skugga á samskipti okkar. Á blómaskeiði lífsins þegar allir eru uppteknir við að sjá um fjöl- skyldu, vinna, ferðast og hvað- eina vorum við ekki í reglulegu sambandi. En eftir að ég flutti í Reykhólasveitina ræktuðum við sambandið enn betur en áður. Hann var náttúrubarn, og undi sér vel í faðmi sveitarinnar. Hann eignaðist jarðarpart í Þernuvík í Ísafjarðardjúpi og þar vildi hann helst dvelja sem mest. Það lá því beint við að koma við hjá mér í Reykhóla- sveitinni þegar hann ferðaðist milli landshluta. Þá var mikið spjallað um heima og geima, landsmálin og málefni Vest- fjarða, sem okkur báðum voru alltaf hugleikin. Addi var gull af manni, hann mátti ekkert aumt sjá, ef hann gat eitthvað liðsinnt einhverjum þá gerði hann það. Ég minnist þess að þegar einn sonur minn og eiginkona hans eignuðust veikt barn og þurftu að dvelja langdvölum í Reykja- vík, þá lánaði hann þeim bílinn sinn í marga mánuði, án nokkurs endurgjalds. Þannig var hann. Nú er hann horfinn, sá fyrsti úr stórum systkinahópi. Hann greindist með blöðruhálskrabba- mein fyrir rúmu ári og hann fell- ur frá í þeim mánuði sem Krabbameinsfélagið hefur helg- að varnarbaráttu fyrir þeirri tegund krabbameins. Ég þakka honum fyrir allar heimsóknirnar og ánægjustundirnar í lífinu og mun sakna þeirra sárt. Ég votta eiginkonu hans Barböru, börn- um hans og fjölskyldum þeirra mína dýpstu samúð. Með honum er genginn góður og heiðarlegur maður sem mikill missir er að. Hvíl þú í friði elsku bróðir minn. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Sá fyrsti er horfinn úr níu barna systkinahópnum frá Hlíð við Seljalandsveg á Ísafirði. Elskulegur bróðir minn, Guð- jón Arnar, lést eftir erfið veik- indi hinn 17. mars sl. Þegar fimm stelpur voru fæddar í fjöl- skyldunni voru foreldrar okkar óþreyjufullir eftir að eignast strák. Mikil gleði var því við fæðingu Adda. Loksins var strákurinn kominn, hraustur og fallegur. Hann var strax ákveð- inn og skapmikill en alltaf hláturmildur og stutt í gaman- semina. Hann var hjartahlýr og ljúfur þegar eitthvað bjátaði á og það fengu margir að reyna sem kynntust honum á fullorð- insárum. Ég veit að hann hjálp- aði mörgum þegar erfiðleikar steðjuðu að en hann talaði aldrei um það sjálfur. Addi var fallegur ungur mað- ur og hlaut því að ganga í augun á stúlkunum enda leið ekki á löngu uns hann eignaðist kær- ustu. Hugur hans hneigðist fljót- lega að sjómennsku og það var ekki að spyrja að því þegar hann hafði áhuga á hlutunum þá var gengið í þá með oddi og egg. Ég man eftir því þegar hann var í stýrimannanáminu að hann var að gera verkefni og fást við eitt- hvað sem kallast lógaritmi. Ég fór að kíkja á þetta hjá honum og botnaði ekki neitt í neinu. Hann skemmti sér konunglega og hló að fávisku minni og sagði að þetta væri nú ekki flókið, bara kunna aðferðina. Hann fann að ég dáðist að hæfni hans og hafði gaman af. Okkur Adda kom yfirleitt ágætlega saman og ekki var annað hægt en að líta upp til hans fyrir dugnað hans og elju við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var virtur og vel metinn skipstjóri og mikil aflakló meðan hann stundaði sjó- mennskuna. Þeir alþingismenn sem voru honum samtíða á þingi segja að honum hafi alltaf samið vel við alla, verið málefnalegur og kynnt sér ítarlega þau málefni sem hann fjallaði um. „Hann fór aldrei með rangt mál og var allt- af sanngjarn“ sagði einn ágætur alþingismaður um hann. Addi bróðir talaði aldrei illa um nokkurn mann. Hann hafði fallega söngrödd og hafði ákaf- lega gaman af að syngja, alltaf til í að taka lagið á gleðistund- um. Adda var líka einstaklega lagið að segja skrítlur og gam- ansögur af fólki og atburðum þannig að allir höfðu gaman af. Hann var hláturmildur og glað- sinna og ég á eftir að sakna mik- ið heimsóknanna hans þegar bankað var hraustlega, opnað og hrópað: „Er einhver heima?“ Addi var vel máli farinn og skrifaði margar prýðilegar greinar í blöð og tímarit. Nokkr- ir vinir hans og velunnarar sendu á síðasta ári tilmæli til orðunefndar um að honum yrði veitt hin íslenska fálkaorða en honum entist ekki líf og heilsa til þess að það yrði að veruleika. Ég veit samt að það gladdi hann að þessi tilmæli væru komin fram. Það er svo margs að minn- ast og minning um elskulegan og góðan bróður mun lifa með okkur alla tíð. Ég og fjölskylda mín sendum eftirlifandi eiginkonu Adda, Bar- böru, börnum hans, Guðrúnu, Ingibjörgu, Kristjáni Andra, Kolbeini, Arnari Bergi, Júrek og Möggu, og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Guðjóns Arnars Kristjánssonar. Þrúður Kristjánsdóttir. Nú hefur hann elsku bróðir minn kvatt þetta líf. Hann háði erfiða baráttu við illvígan sjúk- dóm sem margir hafa orðið að lúta í lægra haldi fyrir. Og hann sem var alltaf svo kraftmikill maður sem aldrei gafst upp. Við hjónin eigum eftir að sakna heimsókna hans, þegar hann birtist í dyrunum hjá okk- ur og kallaði „er einhver heima hér“. En hann gaf sér oft tíma til að líta við í kaffisopa á leið- inni heim. Alltaf var hann jafn hress, blessaður. Þegar horft er til baka til æskuáranna á Ísafirði koma margar minningar upp í hugann. Hann var alltaf stóri bróðir og afskaplega duglegur, skemmti- legur og kjarkmikill strákur. Við ólumst upp í stórum systkinahópi, en tvö ár eru á milli okkar Adda, eins og ég kallaði hann alltaf. Hann var mjög stríðinn og ég man að hann hafði gaman af að stríða litlu systir með ýmsu móti, en sá svo alltaf eftir því og vildi vera góð- ur við mig. Við lékum okkur mikið saman þegar við vorum lítil. Addi átti stóran vinahóp á unglingsárum og átti auðvelt með að eignast félaga og vini. Það gekk oft mikið á heima í smíðaskúrnum hans pabba þeg- ar strákarnir voru að æfa box þar. Foreldrar okkar voru búin að eignast fimm dætur þegar hann fæddist og naut hann því mikils eftirlætis á heimilinu af öllum þessum eldri systrum og foreldrunum. Pabbi og mamma voru mjög glöð þegar loksins kom strákur í hópinn. Það var margt sem hann fékk að gera með pabba sem við fengum ekki, svo sem að smíða með honum og vera með honum í kindastússinu og ýmsum öðrum verkum. En hann slapp alveg við uppvaskið því það voru svo margar stelpur til að gera það. Hann var eins og áður sagði harðduglegur og alltaf til í allt. Hann fór ungur á sjóinn og síð- an í Stýrimannaskólann því hann vildi verða skipstjóri. For- ystuhæfileikar Adda komu mjög snemma í ljós og dugnaður til allrar vinnu var honum eðlileg- ur. Hann var mikill félagsmála- maður og áhugamaður um þjóð- félagsmál. Hann hafði skýrar skoðanir í stjórnmálum sem hann fór ekki dult með. Hann var mjög ósérhlífinn og einlægur vinur vina sinna. Hann var hjartahlýr og vildi alltaf gera gott úr öllu. Mér er mikill sökn- uður í huga en minningarnar um hann ylja mér um hjarta- ræturnar. Kæra mágkona Maríanna Barbara, börn, tengdabörn, barnabörn og langafabörn. Við hjónin vottum ykkur innilega samúð og biðjum ykkur guðs- blessunar. Hvíl þú í friði. Matthildur (Hilda systir). Í dag kveð ég elskulegan bróður minn Guðjón Arnar. Addi bróðir er fyrstur til að kveðja af systkinahópnum úr Hlíð. Minningarnar streyma fram við þá tilhugsun að ég muni ekki hitta hann aftur. Mín fyrsta minning um Adda er þeg- ar hann réð mig í vinnu, þá smá krakka, en hann táningur. Ég fékk krónur fyrir að bursta skóna hans, þegar hann hugðist fara út að skemmta sér. Skórnir voru támjóir bítla-lakkskór og ég varð að bursta þá svo vel að þeir glönsuðu. Þetta var ná- kvæmisvinna sem mér bar að leysa vel af hendi, því það var greitt eftir gljáanum. Á meðan ég burstaði skóna stóð þessi elska fyrir framan spegillinn, greiddi sér Elvis-greiðslu með brilljantín í hári og hnýtti á sig lakkrísbindi. Hann var svo flott- ur gæi. Addi var alltaf einstaklega góður við mig, litlu systur. Eftir að hann fór að búa á Hlíðarvegi 5 og síðar á Urðarvegi 41 var ég heimagangur á heimili hans og passaði stundum strákana. Hann var togaraskipstjóri og því fylgdi mikil fjarvera frá heimili. Hann flutti svo til Reykjavíkur með fjölskylduna og skipti um starfsvettvang. Addi var ein- staklega ættrækinn og oftast er hann kom vestur á Ísafjörð kíkti hann við hjá mér og þá var um- ræðuefnið oftar en ekki pólitík og fiskveiðistjórnun. Addi og Einar gátu setið lengi og rök- rætt kvótakerfið og fiskveiðar. Addi var fiskimaður af lífi og sál. Síðasta heimsókn hans til mín var á liðnu sumri. Þá áttum við góðar samræður um lífið og til- veruna, og augljóst var að hverju stefndi. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Adda sem bróður, og sakna hans. Ég og Einar sendum innileg- ar samúðarkveðjur til Barböru og allra ástvina Adda. Anna Karen Kristjánsdóttir. Guðjón Arnar frændi minn, eða Addi eins og hann var kall- aður, er fallinn frá. Fyrstu minningar mínar af Adda frænda eru þegar ég var púki á Ísafirði hjá Jóhönnu ömmu og Kristjáni afa, sem jafnframt voru foreldrar Adda. Hann var ævintýralegur frændi og alltaf spennandi þegar hann kom við á Seljalandsveginum, oftast með fisk með sér og sagði um leið sögur. Eftir því sem árin liðu og ég stækkaði fékk ég tækifæri til þess að kynnast honum betur og þá var ýmislegt brallað. Há- punkturinn var oft að fá tæki- færi til þess að fara á sjó, sigla um Ísafjarðardjúpið og Jökul- firðina, veiða og skjóta fugl. Hann var skemmtilegur kennari á ýmislegt verklegt og miðlaði á áhugaverðan hátt mörgu tengdu náttúru og hafi. Heimsóknir í Reykjafjörð, Flæðareyri og fleiri staði eru eftirminnilegar. Hvar sem Addi kom var glatt á hjalla, gjarnan tekið lagið, mikið hlegið og aldrei nein lognmolla. Hann var góður í að kalla saman fólk, fagna og hafa gaman og nefni ég sérstaklega ógleymanlegt sextíu ára afmæli hans í Þernuvík. Hlýtt faðmlag og góðar stundir voru hans aðalsmerki. Kæri frændi, þín verður ávallt gott að minnast. Með þakklæti sendi ég Bar- böru, frændum og frænkum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Gunnlaugur Melsteð. Ef stjórnmálamenn á Íslandi hefðu tekið besta kostinn, þegar þeir áttu þess kost, hefði Guðjón Arnar Kristjánsson orðið sjávar- útvegsráðherra Íslands. Hann hafði yfirburða þekkingu á fisk- veiðum og ástandi fiskimiðanna við landið, var sjálfmenntaður fiskifræðingur, fylgdist með sjávarútvegsmálum annarra þjóð og mörkuðum fyrir íslensk- ar sjávarafurðir. Hann gerði sér grein fyrir mikilvægi sjávarút- vegs fyrir strandbyggðir Íslands og sá fyrir hættuna af sam- þjöppun aflaheimilda á örfáar stórútgerðir og varaði við henni. En þessi kostur var ekki tek- inn og í stól sjávarútvegsráð- herra hafa oft setið lítt hæfir einstaklingar, lögfræðingur, dýralæknir, endurskoðandi og nú síðast íslenskufræðingur. Guðjón Arnar var mikill nátt- úruunnandi, en ekki öfgasinni eins og margir nú til dags, sem ekki ljá máls á að leggja vegi um kjarrlendi, stunda arðbært fisk- eldi í fjörðum og flóum né virkja vatnsföll til hagsbóta fyrir lands- menn. Guðjón vildi nýta mögu- leika fólksins í landinu til betra mannlífs. Hann var landsbyggðamaður og Vestfirðingur og varaði við embættismannakerfinu, sem að því er virðist hefur nú enn frek- ar treyst völd sín í stjórn landsins. Guðjón var alþingismaður í tíu ár og lagði fram mörg athyglisverð mál. Hann vildi t.d. gera langtímaáætlun um jarð- gangagerð á Íslandi þannig að ein göng tækju ávallt við af þeim sem væri lokið og virðist þessi regla nú hafa náð fótfestu. Guðjón var félagslyndur mað- ur, vinamargur og vinsæll. Hans þræðir lágu víða, jafnt til sjávar og sveita. Þetta sýndi sig best í undirbúningi kosninga, þegar hann þeyttist á milli landsvæða til að boða „fagnaðarerindið“, þ.e. hvetja fólk til liðs við stefnu sína og síns flokks. Það var gam- an að ferðast með honum, hann var glaður á góðri stund og mik- ill söngmaður og oft átti hann til að heimta harmóniku- eða gítar- undirspil, því nú ætlaði hann að syngja „Fyrir sunnan Fríkirkj- una“, sem var eitt af uppáhalds- lögum hans. Guðjón var þéttur á velli og þéttur í lund og þótti gott að SJÁ SÍÐU 68 Minn kæri eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN ÞORBJÖRNSSON bifvélavirkjameistari, kvaddi hinn 16. mars. Jarðsungið verður frá Garðakirkju föstudaginn 6. apríl klukkan 15. Aðstandendur þakka öllum sem komið hafa að aðhlynningu Guðjóns sl. ár, fyrir góða umönnun og hlýhug. Hulda Árnadóttir Valdís Guðjónsdóttir Ossa Günter Ossa Þorbjörn Guðjónsson Sóley Björg Færseth afa- og langafabörn Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma, dóttir og systir, LAUFEY J. SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Hátúni 12, Reykjavík, lést mánudaginn 2. apríl. Útförin fer fram laugardaginn 7. apríl frá Hrunakirkju klukkan 14. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en bent er á fyrir þá sem vilja minnast hennar að styrkja Sjálfsbjargarheimilið, Hátúni 12, eða MS-félag Íslands. Ragnheiður Guðmundsdóttir Guðmann Unnsteinsson Halldóra Guðmundsdóttir Airidas Liaugminas Halldóra Jóna Sölvadóttir Guðbjörg Sveinfríður Sveinbjörnsdóttir Viðar Örn Sveinbjörnsson Brynja Helgadóttir Halla Sveinbjörnsdóttir Kristmundur Magnússon María Sveinbjörnsdóttir Eyjólfur Bjarni Sigurjónsson og barnabörn Elsku maðurinn minn, pabbi okkar, sonur, bróðir, tengdasonur, mágur og barnabarn, ÁGÚST ÁSGEIRSSON, Kirkjubæjarbraut 9, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. apríl klukkan 15. Blóm og kransar afþakkað er þeir sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning fyrir börn hans nr. 140-26-16037. Kt.160379-3599. Katrín Sólveig Sigmarsdóttir Eydís Líf, Sigurður Elí, Tristan Flóki Viktor Kári, Hafdís María, Darri Hrafn María Bjarnadóttir Gunnar Marteinsson Ásgeir Þór Árnason Karlotta J. Finnsdóttir Hafdís Hlöðversdóttir Sigmar Teitsson Ásgeir Bjarni Ásgeirsson Hanna Bryndís Heimisdóttir Helga Rún Heimisdóttir Árni Brynjar Dagsson Elísabet Ósk Ásgeirsdóttir Hrafn Viðarsson Guðný Sæbjörg Ásgeirsd. Ómar Sigurðsson Ásdís Ásgeirsdóttir Afi Bjarni Amma Dísa og aðrir aðstandendur Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓSKAR HALLGRÍMSSON rafvirki, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 11. apríl klukkan 13. Jóhann Gunnar Óskarsson Sigríður Ásmundsdóttir Kristín Ósk Óskarsdóttir Sævar Fr. Sveinsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBJÖRG SÍMONARDÓTTIR, Miðvangi 16, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 12. apríl klukkan 15. Sigurður Óskarsson Unnur Sigurðardóttir Óskar Sigurðsson Rakel Pálsdóttir María S. Sigurðard. Collaud Olivier Collaud og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.