Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 72

Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 72
72 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 ✝ Kristín EllenHauksdóttir fæddist á Selnesi á Breiðdalsvík 4. maí 1950. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 15. mars 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Ragnheiður Ragn- arsdóttir, f. 9. mars 1929, d. 5. apríl 1981, og Haukur Gíslason, f. 27. september 1925, d. 2. október 2003. Systkini Kristínar eru Unnur Petersen, f. 1948, Ingi- björg, f. 1951, Aðalheiður, f. ar þau fluttu suður í Garðabæ. Kristín Ellen og Hrafnkell eignuðust saman tvö börn: 1) Daða, f. 1977, kvæntur Herborgu Drífu Jónasdóttur, þau eiga fjög- ur börn, Rebekku Ellen, Míu, Nínu Sif og Hrafnkel Thor, og 2) Ragnheiði Diljá, f. 1984, í sam- búð með Kristni Magnússyni, þau eiga tvo syni, Börk Diljan og Dag Eldberg. Fyrir átti Kristín Ellen son, 3) Gauta Brynjólfsson, f. 1973, kvæntur Þórdísi Krist- vinsdóttur, þau eiga tvo syni, Jökul Hauk og Kristvin Þór. Fyr- ir átti Hrafnkell son, 4) Bjarna Hrafnkelsson, f. 1972, hann á einn son, Árna Sigtrygg. Kristín Ellen vann nær alla sína tíð hjá Pósti og síma sem tal- símavörður og seinna sem stöðv- arstjóri. Útför Kristínar fór fram í kyrrþey. Meira: www.mbl.is/minningar 1952, Gísli Baldur, f. 1958, og Haukur Heiðar, f. 1963. Kristín Ellen ólst upp á Breiðdalsvík og stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum, svo síðar meir í Reykjanes- skóla við Ísafjarð- ardjúp og við Hús- mæðraskóla Reykjavíkur. Þann 13. júlí árið 1975 giftist Kristín Ellen Hrafnkeli Gunn- arssyni, sjómanni úr Garða- hreppi, f. 1950. Þau bjuggu á Breiðdalsvík til ársins 2004 þeg- Elsku mamma. Þegar ég settist upp í flugvél fyrir næstum því þremur vikum datt mér ekki í hug að í dag sæti ég á Breiðdalsvík að skrifa þér hina hinstu kveðju. Þú barðist við þennan ljóta sjúkdóm af mikilli reisn og hörku alveg fram á síðustu stundu. Mér þótti afar erfitt að sjá þig svona kvalda og trúi því að nú líði þér betur. Ég hugga mig við þá trú að nú hafir þú hitt ástvini þína sem hafa kvatt og kjarnakonur eins og elsku Hadda frænka hafi tekið á móti þér. Ég er svo þakklát fyrir að hafa ákveðið að koma heim og náð að vera með þér síðustu stundir í lífi þínu og hjálpað þér eins vel og ég gat. Í gegnum lífið höfum við verið í sambandi á einn eða annan hátt á hverjum einasta degi og hef ég staðið mig að því oftar en einu sinni eftir andlát þitt að taka upp símann og ætla að heyra í þér hljóðið eða til þess að fá ráð. Þetta hefur verið mér þyngra en tárum taki og mun vera það í langan tíma. Því ég var ekki bara að missa mömmu mína heldur líka mína bestu vinkonu. Í dag settist ég upp í bíl og keyrði inn í Heydali að leiði þínu og átti þar góða stund og hugsaði um gamla tíma en líka það sem ekki verður. Til að hreinsa hugann ákvað ég að keyra suðurdalinn heim en þaðan á ég margar góðar minningar um þig þar sem þú leyfðir mér oft að keyra í gamla daga og hlustuðum við saman á lög sem þér þóttu skemmtileg og sungum. Í dag tók ég sama rúnt- inn, hlustaði á lögin okkar eins og Hvítu máva, Capri Katarína og Undir bláhimni, og söng. Þessar minningar eru mér svo dýrmætar í dag. Minningarnar hafa streymt fram síðustu daga og er búið að vera sérstaklega gott að vera með allri fjölskyldunni hérna heima í Breiðdalnum í þessari miklu sorg. Þú skilur eftir þig stórt skarð í lífi mínu og fjölskyldu minnar, þá sérstaklega barna minna. Ég get fullyrt það að betri ömmu er vart að finna. Um leið og ég kveð þig, elsku mamma mín, vil ég þakka þér fyr- ir allt; alla hjálpina, öll góðu ráðin, umhyggjuna og samfylgdina. Líf- ið verður svo sannarlega ekki samt án þín og get ég ekki lýst því með orðum hversu mikið ég sakna þín. Þangað til við hittumst næst mamma. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk – en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. Þessi lilja er mér gefin af guði hún grær við hans kærleik og náð, að vökva hana ætíð og vernda er vilja míns dýrasta ráð. Og hvar sem að leiðin mín liggur þá liljuna í hjartastað ber, en missi ég liljuna ljúfu þá lífið er horfið frá mér. (Þorsteinn Gíslason) Þín dóttir Diljá. Elsku mamma, þú ert fyrsta sorgin mín, ég hélt að ég myndi verða tilbúinn þegar þú myndir kveðja, en svo er ekki, ég á erfitt með að skilja það að ég hitti þig ekki aftur, að það komi ekki fleiri skammir, að það komi ekki fleiri heilræði, að það komi ekki fleiri gjafir handa börnunum mínum, að sonur minn litli muni ekki muna þig, það er svo miklu stolið. Síð- ustu dagar hafa verið hrein hörm- ung, fullir vonleysis og reiði, sam- viskubits og depurðar, ég er ekki viss um að ég jafni mig nokkurn tíma. Ég hef þó fundið til mikils þakklætis líka, þakklætis fyrir ástina, fyrir hlýjuna, fyrir húmor- inn, fyrir gildin sem þú kenndir mér, fyrir að þú straukst mér um vangann eins og barni daginn sem þú kvaddir, fyrir að hafa náð að hjúkra þér síðustu dagana, að hafa strokið þér um hárið þegar þú dróst síðasta andann, ég er þakk- látur fyrir að hafa þekkt þig og elskað. Þegar ég hef það sem allra verst finn ég huggun í orðum Org- anistans í Atómstöðinni um dauð- ann en hann segir á einum stað: „Blóm eru ódauðleg Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, – einhversstaðar.“ En nóg um mig. Vonandi líður þér betur núna, vonandi ertu einhversstað- ar, og vonandi fæ ég að hitta þig aftur síðar. Ástar- og saknaðarkveðjur, þinn sonur, Daði. Elsku Stína, þegar ég hugsa um þig fyllist hugurinn af jákvæð- um orðum og mér hlýnar í hjart- anu. Þú varst svo hjartahlý, gjaf- mild og skemmtileg og kem ég til með að sakna þín mikið. Strax frá fyrsta degi tókst þú mér eins og ég væri búinn að vera í fjölskyldunni til fjölda ára. Ég kem til með að sakna þess að ræða við þig um hin ýmsu orð, orðagrín og frændfólk mitt sem þú kannaðist við úr sveit- unum sem ég kannaðist ekki við. Gjafmildi þinni fékk ég að kynnast mikið og fjöldi pakka til strákanna minna verður ekki talinn á fingr- um allra í fjölskyldunni, þrátt fyrir að hafa reynt að draga úr þeim sendingum komu þær flæðandi yf- ir Atlantshafið. Strákarnir voru alltaf svo ánægðir með sendingar þínar, stórar sem smáar, prjóna- skapurinn þinn vakti alltaf mikla lukku hjá okkur en fyrir mér voru það heimagerðu sulturnar sem glöddu mig mest. Þú hefur haldið mér í formi frá því að við fluttum til Osló því ávallt fór ég að sækja pakkana fótgangandi. Það er mér afar minnisstætt þegar ég eyddi einum af mörgum jólum á Strand- veginum, þið borðuðuð ávallt rjúp- ur í jólamatinn en ég hamborgar- hrygg. Ég sagðist bara borða matinn sem væri hefð hjá ykkur en þú eldaðir heilan hamborgar- hrygg bara fyrir mig svo mér myndi líða eins og heima hjá mér. Strákarnir mínir eru einstaklega heppnir að hafa haft þig sem ömmu, enda voru barnabörnin þín þér allt. Gestrisni þín var mikil og ekki kom það til greina að við myndum vera annars staðar en hjá þér þegar við komum til Ís- lands og fyrir Börk Diljan er Ís- land heima hjá ömmu Stínu. Þeg- ar ég hugsa til þín er þakklæti mér efst í huga og er ég þakklátur fyrir tímann sem ég hafði með þér og alltaf munt þú eiga góðan stað í hjartanu mínu. Þinn vinur og tengdasonur, Kristinn. Tengdamóðir mín, Kristín Ell- en, lést á Borgarspítalanum 15. mars sl. eftir áralöng erfið veik- indi. Fyrstu kynni mín af Stínu voru á Borgarspítalanum um það leyti sem ég og sonur hennar, Daði, byrjuðum að hittast, fyrir tæpum 14 árum. Það var einmitt á því tímabili sem hún greindist með sjúkdóminn sem síðar tók hana frá okkur. Stína var einstaklega sterk og ósérhlífin. Hún var vel gefin og dugleg, iðin handverks- kona, náttúrubarn og með miklar og sterkar stjórnmálaskoðanir. Stína var mjög hreinskilin og sam- viskusöm í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Fjölskyldan skipti hana höfuðmáli og hún hafði ein- stakt lag á að halda vel utan okkur öll eða „sitt fólk“. Stína sagði hlut- ina hreint út og var ekki mikið fyr- ir að fegra skoðanir sínar með til- finningum og það var ekki oft sem hún setti tilfinningar sínar í orð. Stína sýndi heldur tilfinningar í augnatilliti eða í verki. Hún ljóm- aði alltaf þegar við töluðum saman um börnin, barnabörnin hennar, og það var ekkert í lífinu sem skipti hana jafnmiklu máli. Það leyndi sér ekki hversu stolt hún var af þeim öllum. Hún var alltaf að spyrja um þau, hvort þau vant- aði eitthvað og hvernig þeim liði og alltaf að senda þeim pakka. Það var frekar fyndið á köflum hversu vel hún pakkaði gjöfunum inn til þeirra og gat bölvað danska póst- inum ef pakkarnir voru ekki komnir á tilsettum tíma, enda póstmeistari til margra ára á Breiðdalsvík. Barnabörnin voru henni dýrmætust. Þar sem við Daði erum búsett í Danmörku fengu dætur okkar að fara einar frá Danmörku, til ömmu og afa í Garðabæinn, oftar en einu sinni og eru þær minningar sem þær eiga af ferðum sínum til ömmu og afa á Strandveginum ómetanlegar í dag. Það var alltaf gott að leita til Stínu með hvað sem var og maður gat treyst því að hún segði manni sannleikann. Hún var afar góð í að hlusta og gefa ráð og ekki síst þeg- ar kom að börnunum. Hún var traust og það fylgdi henni kunn- ugleg værð og hlýja sem erfitt er að lýsa. Elsku Stína mín, mikið sem það er sárt að kveðja þig. Það læddist að mér sú hugsun þegar ég hitti þig í febrúarlok á Reykjalundi hvort þetta hefði verið í síðasta sinn sem ég kyssti þig bless. Þau voru þung sporin út í bíl. Það var erfitt að fara frá þér. Ég hélt í von- ina að við myndum öll geta hist aftur en því miður rættist sú ósk mín ekki. Það er svo mikil sorg í hjartanu mínu fyrir öll börnin þín sem þú gerðir allt og lifðir fyrir og að enginn muni geta fyllt þetta stóra tóm sem þú skilur eftir hjá okkur fjölskyldunni. Missir elsku barnanna minna og okkar fjöl- skyldunnar virðist óendanlegur. Ég mun reyna eftir bestu getu að bera gildin þín áfram til barnanna minna, sýna þeim og leyfa þeim að upplifa og kynnast sveitinni þinni sem þér þótti svo vænt um. Andi þinn er þar, það finnum við öll svo sterkt. Ég hugga mig við að nú líð- ur þér betur og ert komin á betri stað. Takk fyrir vináttuna, kær- leikann og samfylgdina, takk fyrir allt sem þú kenndir mér. Þín Herborg. Elsku amma, ég sakna þín. Ég hef það ekki gott þegar þú ert ekki lengur hjá mér. Núna er engin til að prjóna sokka fyrir mig, senda mér pakka og lesa fyrir mig bæk- ur. Þegar ég var í heimsókn hjá þér í Garðabænum þá lastu alltaf bækur fyrir mig og Nínu áður en við fórum að sofa. Það var kósí og gott að sofa í ömmu rúmi. Þú kenndir mér að prjóna og þú vildir alltaf hjálpa mér þegar mér leið illa. Það var alltaf gott að tala við þig um allt. Ég veit að núna líð- ur þér betur og þú ert hjá mömmu þinni og pabba. Það er svo erfitt að segja bless en ég veit þú vakir yfir mér. Þín Mía. Elsku amma, þegar ég heyrði að þú varst dáin vissi ég ekki hvað ég átti að gera. Ég var að hugsa um minningarnar og allt sem þú gerðir fyrir mig. Ég gat ekki al- mennilega skilið þetta. Ég grét og mér leið illa. Þú varst ótrúlega góð amma. Þú varst alltaf að hjálpa öllum í fjölskyldunni. Þú prjónaðir sokka handa öllum og gafst mér gjafir. Ég get ekki hugsað mér betri ömmu en þig. Þú varst dugleg amma og varst alltaf til í að hjálpa mér, hlusta á mig og hugga mig. Þú last fyrir mig á kvöldin og ég fékk alltaf að sofa uppi í hjá þér og kúra. Ég man að við bökuðum saman kökur, löbbuðum í bakaríið og fórum saman í heimsókn. Ég er alltaf að hugsa hvað það eru marg- ir sem hugsa til þín og sakna þín. Núna líður mér betur því þú hefur það betra uppi hjá Guði. Núna veit ég eiginlega ekki hvað ég á að gera lengur á Íslandi því þú ert ekki hér. En afi er hérna til að passa mig og gefa mér gjafir en hann getur ekki prjónað sokka. Ég vil að þú hjálpir honum að minna hann á þetta allt. Ég vil að þú passir mig áfram í skólanum. Ég vona að þú munir enn sofa með mér þegar þú ert þarna uppi og hjálpir mér og passir mig og verð- ir hjá mér alltaf. Ég vona að við sjáumst einhvern tíma aftur. Ég elska þig. Þín Nína Sif. Elsku besta Stínan mín, það sem ég sakna þín. Hér sit ég eins og oft áður og hugsa til þín mikið er það skrýtið að geta ekki hringt í þig og spjall- að við þig um daginn minn og hvernig allt gangi, það verður erf- itt að venja sig á það að þú ert ekki bara eitt símtal í burtu. Ég er svo rosalega þakklát fyr- ir eytt síðustu vikunni með þér. Nú styttist í það að við Siggi og Jasmín flytjum í okkar eigið hús ég man hvað þú varst ánægð fyrir mína hönd. Mikið vildi ég óska að þú hefðir getað komið í heimsókn til okkar og ég gæti eldað mat fyrir þig. Ég man þegar ég sagði þér að mig langaði að fara í Húsmæðra- skólann þér fannst það glæsileg hugmynd enda fórst þú í Hús- stjórnarskólann sjálf það var ein besta ákvörðun sem ég hef tekið svo þegar ég kom heim um helgar þá var ég alltaf að baka brauð og elda fyrir okkur og þóttist vera svaka kokkur, þér fannst það ekki leiðinlegt enda deildum við saman áhuga á matargerð. Það kom að einhverjum verkefnaskilum hjá mér og ég átti að búa til eigin þriggja rétta matseðil og búa til sjálfan matseðilinn og setja á blað og ég fékk þá frábæru hugmynd að fara niður í fjöru og tína þara til að „hefta“ við matseðilinn. Það var ekki alveg að ganga því hann var svo blautur og slímugur, þá fékk ég alveg snilldarráð og ákvað að þurrka hann inni á baði frammi á gangi á ofninum og að sjálfsögðu kom bræla út um allt hús og þú skildir ekki hvaða fýla þetta væri svo rannstu á lyktina og spurðir hvað ég væri eiginlega að pæla og svo sagðirðu strax „nú er ég ald- eilis hissa“ og gafst mér þennan skemmtilega svip en svo hlóstu bara og hristir höfuðið og sagðir að það væri nú meira ímyndunar- aflið sem ég hefði og fórst bara. En ég fékk alveg 8,5 fyrir þetta verkefni minnir mig þannig að það var frábært, það hefðu sennilega fáir leyft það að þurrka þara á ofn- inum hjá sér! Svona áttum við margar frá- bærar og góðar stundir, Stína mín, og þakka ég þér fyrir að taka mér eins og ég var og inn á ykkar heimili. Hugur minn verður alltaf hjá þér, þú hefur skilið eftir stórt skarð og þín verður sárt saknað. Hvíl í friði, elsku fósturmamma. Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna, þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa, og eykur þeirra afl og trú, en það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum eins og þú. Í augum þínum sá ég fegri sýnir en sólhvít orð og tónar geta lýst, – svo miklir voru móðurdraumar þínir, þó marga þeirra hafi frostið níst. Sem hetja barst þú harmana og sárin, huggaðir aðra – brostir gegnum tárin, viðkvæm í lund, en viljasterk. Þau bregða um þig ljóma, liðnu árin. Nú lofa þig – þín eigin verk. Ég flyt þér, móðir, þakkir þúsund- faldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt. Er Íslands bestu mæður verða taldar, þá mun þar hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna, blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson) Selja Janthong. Með sorg í hjarta kveð ég kæra vinkonu, Kristínu Ellen Hauks- dóttur, Stínu Hauks eins og Breiðdælingar kölluðu hana, en Kristín var um árabil forstöðu- kona Pósts og síma á Breiðdals- vík. Erfið veikindi lögðu þessa dug- miklu konu að velli á besta aldri. Fjölskylda og vinir höfðu gert sér vonir um að Stína fengi bót meina sinna en sú von er að engu orðin. Pósthúsið var eins konar sam- göngumiðstöð íbúanna, pósturinn var ekki borinn út heldur sótti fólk póstinn sinn í pósthólf á pósthús- inu. Þá var það föst regla að spjalla um málefni dagsins við Stínu og aðra starfsmenn póst- hússins. Þar var margt spjallað, glaðst og hlegið en einnig lét hún aðra heyra það ef henni fannst einhver ekki hafa staðið rétt að málum. Hún var réttsýn og stóð jafnan með lítilmagnanum ef henni fannst á hann hallað. Stína var á margan hátt lík móður sinni, Ragnheiði Ragnars- dóttur, mikilli mannkostakonu sem féll frá á besta aldri. Þær voru ætíð reiðubúnar að rétta hjálparhönd þar sem þess var þörf. Eftir að Stína og fjölskylda fluttust í Garðabæinn fyrir all- mörgum árum urðu samveru- stundirnar færri, en alltaf var gaman að heyra í henni í síma og nú fær heimsókn hennar og Hrafnkels manns hennar til mín fyrir rúmu ári sérstakan stað í huga mínum. Það var í síðasta sinn sem ég hitti þessa kæru vin- konu mína og ég mun sakna henn- ar um ókomin ár. Ég sendi Hrafnkeli, börnum þeirra og allri fjölskyldunni inni- legar samúðarkveðjur. Hákon Hansson. Kristín Ellen Hauksdóttir Laugardaginn 3. mars lést móður- systir okkar, Inga Jóelsdóttir, á nítugasta og sjötta aldursári. Þau voru fimm systk- inin úr Bakkakoti, síðar Kötlu- hóli, í Leiru, Inga, Ásgeir, Jóel Bachmann, Guðríður móðir okk- ar og Jónasína. Af þeim var Inga elst en þó síðust til að kveðja. Systkinin héldu góðu sambandi alla tíð og mamma og Inga voru nánar systur. Þegar þær bjuggu fjarri hvor annarri skrifuðust þær á og síðar var síminn óspart notaður. Þá gerðist það oft þeg- ar önnur settist niður við símann til að hringja í systur sína, að síminn hringdi og var þá hin á línunni. Við systkinin eigum margar góðar minningar frá fallegu og hlýlegu heimili Ingu og Bjössa á Inga Jóelsdóttir ✝ Inga Jóels-dóttir fæddist 24. apríl 1924. Hún lést 3. mars 2018. Inga var jarð- sungin 16. mars 2018 og fór útför hennar fram í kyrr- þey að ósk hennar. Ægisíðunni. Þegar við sveitastelpurnar komum á rússaj- eppanum frá Búð- ardal var okkur alltaf tekið opnum örmum. Má segja að fjölskyldan á Æjó hafi verið fast- ur punktur í lífi okkar frá því við munum eftir okkur. Oft var glatt á hjalla á Ægisíðunni, mikið spjall- að og hlegið í eldhúskróknum hjá Ingu. Af og til kom Bjössi með skemmtilega brandara og athugasemdir við mikinn fögnuð okkar og kútveltumst við um af hlátri! Eftirminnilegar eru veisl- urnar sem Inga hristi fram úr erminni á sinn áreynslulausa hátt. Við minnumst Ingu, uppá- haldsfrænku okkar, sem góðrar, hlýrrar og glaðlyndrar mann- eskju. Börnum hennar og fjölskyld- um þeirra sendum við samúðar- kveðjur. Þórdís, Halla, Inga, Guðríður, Vilborg og Björgvin Þór Þórhallsbörn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.