Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 73

Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 73
MINNINGAR 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Mig langar að minnast móður minnar með nokkr- um fátæklegum orð- um. Þetta er ekki það auðveldasta sem ég hef sett á blað. Hugurinn er svo fullur af hugsunum um liðn- ar stundir og þakklæti til mömmu. Hugsa sér, ef t.d. allir þeir barnasmekkir, hosur og ung- barnateppi sem hún hefur heklað um dagana á afkomendur sína væru settir saman í hrúgu, þá yrði það að vænum hól. Henni var það metnaður að hekla á allt sitt litla fólk. Það voru raunar allmargir fleiri sem þessara gæða nutu og hugsa eflaust hlýlega til þessarar gjafmildu og hlýhuga konu sem mamma vissulega var. Hún átti enga óvildarmenn í sínu lífi, því hún vildi öllum gott. Börnin mín og barnabörn munu sakna ömmu og langömmu sem alltaf var til í að spila við þau og átti gott í töskunni sinni. Hún var besta hugsanlega Kristjana Sigríður Pálsdóttir ✝ Kristjana Sig-ríður Páls- dóttir fæddist 7. mars 1931. Hún lést 15. mars 2018. Út- för Kristjönu Sig- ríðar fór fram 23. mars 2018. amma sem var hægt að eiga. Oft hef ég heyrt að ég væri lík mömmu og það gerir mig stolta. Hún veiktist alvarlega um áramótin og átti því dauðsfall hennar dágóðan aðdrag- anda. En nú er gott til að vita að henni líði vel hjá Guði sem hún trúði svo staðfastlega á. Elsku mamma, þú varst alltaf að biðja fyrir okkur börnunum þínum og þess njótum við í dag. Nú bið ég Guð að geyma þig fyrst við getum það ekki lengur. Elsku móðir mín kær, ætíð varst þú mér nær, ég sakna þín, góða mamma mín. Já, mild var þín hönd er um vanga þú straukst, ef eitthvað mér bjátaði á. Við minningu um þig geymum og aldrei við gleymum, hve trygg varst þú okkur og góð. Við kveðjum þig, mamma, og geymum í ramma í hjarta okkar minningu um þig. (Gylfi V. Óskarsson) Margrét Jóhannsdóttir. Það rifjast upp margar minningar við fráfall Önnu systur. Við jóla- hreingerningar í geymslunni fannst lítið bréf, sem Anna hafði sent mér þegar hún var við nám í Vestmannaeyjum. Hún skrifaði að það væri nú gott að vera hjá Jóni og Steinunni, en hún hlakkaði samt mikið til að koma heim um jólin. Ég man að við höfðum miklar áhyggjur af því hvort Anna kæmist heim, en það var okkur afar mikilvægt að eyða jólunum saman. Ég var dá- lítið í uppáhaldi hjá henni, því að í bréfinu stóð að hún myndi skrifa hinum systkinunum seinna. Hún var elst af okkur systkinunum og dálítið ólík okk- ur að því leyti að hún var óhrædd við að fara sínar eigin leiðir. Oft fannst manni að hún tæki djarfar og tvísýnar ákvarðanir og ég tel að mörgu leyti að lífshlaup henn- ar hafi mótast af því. Anna var mjög greind, metn- aðarfull og alltaf vel tilhöfð. Hún var trúrækin og söng með kirkjukórnum um árabil. Hún var afar vel máli farin og það er eftirminnilegt hversu góða ræðu hún hélt í fimmtugs- afmælinu mínu. Hún var gríðar- lega ákveðin og hefði eflaust haft hæfileika til stjórnmálaþátttöku, en hefði einnig getað sprengt all- ar þær ríkisstjórnir sem hún hefði tekið þátt í. Hún var menntuð sem fóstra og ól upp fjóra drengi og kom þeim vel til manns. Anna var heilsteypt, heiðarleg og lá ekki á skoðunum sínum. Hún fylgdi þeim fast eft- ir. Ari stóð með henni í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, enda voru þau einstaklega samheldin. Hún var ekki af baki dottin. Hún hafði gríðarlega mikinn áhuga á leiklist og söng. Í vetur hafði hún samband við mig og hafði hug á því að koma á svið „Fastur í ístaðinu“, leikriti sem Anna Egilsdóttir ✝ Anna Egils-dóttir fæddist 28. mars 1955. Hún lést 20. mars 2018. Útför Önnu fór fram 3. apríl 2018. afi okkar í Hólum skrifaði. Þrátt fyrir mikil veikindi var hún komin á fullt að vinna við handritið í samvinnu við mig. Anna systir var hugrökk og gafst aldrei upp, sama hvað á bjátaði. Ótrúlegt hvað hún barðist við þennan illvíga sjúkdóm, al- veg fram á seinasta dag. Ari og strákarnir, missir ykk- ar er mikill en lífið heldur áfram og Anna mun eiga sess í huga okkar um ókomna tíð. Hjalti Egilsson. Anna frænka kom í ljósri dragt, hælaskóm í stíl, með liðað hár og ilmaði eins og blóm frá fjarlægum löndum. Ég tók eftir rauða naglalakkinu, bleikum vörum og góða ilminum frá for- stofu til stofu. Smitandi hlátur- inn, einstaki húmorinn barst um stofuna. Óla kallaði hún prinsinn sinn. Það var í mínum huga nóg til þess að vita að þessi frænka mín væri drottning, enda átti hún samkvæmið að Seljavöllum frá upphafi til enda. Ég kallaði hana gjarna spegla- konuna, því að á ganginum heima hjá afa og ömmu var stór spegill. Þær mæðgur, Anna, Vala og amma dvöldu helst til lengi við spegilinn til þess að passa upp á að útlitið væri óaðfinnan- legt. Eitt sinn var ég í vandræðum með Gísla Geir, uppáhaldsdúkk- una mína. Hafði misst hann í koppafeiti og ryk þegar ég þótt- ist hjálpa pabba og Eiríki frænda í verkfærahúsinu. Auk þess voru föt Gísla Geirs rifin, tætt og snjáð. Anna frænka kom í heim- sókn og kom að mér í miklu upp- námi vegna þessa, enda ekki möguleiki að redda þessu hjá Kaupfélaginu. Stuttu síðar kom Anna frænka í heimsókn með fullan poka af dúkkufötum. Hún hafði saumað jogginggalla, jakka, húfu og sokka á dúkkuna mína. Ég hef sjaldan upplifað eins mikla hamingju. Allt frá því gætti ég mín á því að fara vel með dúkkuna og dúkkufötin og hvort tveggja á ég í dag, vel með farið. Mikið elskaði ég frænku mína fyrir að gefa mér þessa dýrmætu gjöf. „Hvað nú?“ spurði Anna frænka í apótekinu eitt sinn þeg- ar við fórum að útrétta og ég var búin að sverja við litla hjartað að ég myndi ekki suða um eitt né neitt. „Ég vil eitthvað bleikt,“ sagði ég, „til þess að geta verið alveg eins og þú“. Þetta var í svo mikilli einlægni að við völdum saman sérstaklega bleikan þvottapoka sem ég fór með him- inlifandi að Seljavöllum. Hún skammaði mig ekki fyrir þessa bón, heldur leit til mín brosandi og hlæjandi. Þetta var besta kaupstaðarferð sem ég hef farið í, enda við frænkur hressar og kátar alla ferðina. Anna frænka var gáfuð, list- ræn, gjafmild og ákveðin. Hún söng líka eins og engill, alveg eins og amma. Eitt sinn af nokkrum nóttum, þegar ég gisti að Hólabrekku með Óla, fékk ég þá afleitu hug- mynd að setja út á bænahaldið, enda komst ég orðið upp með að fara aðeins með eina bæn hjá ömmu. Þar hafði ég ranglega gert ráð fyrir að hafa samherja. Anna var frekar trúrækin og vildi að við myndum halda í okk- ar barnatrú. Þetta var minn eini og síðasti ágreiningur við Önnu frænku. Mér lærðist það fljótt að hafa þessa glæsilegu, duglegu konu í liði allt til enda. Það væri betra að hafa bænirnar örlítið fleiri en færri. Anna frænka hjálpaði fjöl- mörgum á rétta braut í lífinu. Eftir að Hólabrekka varð sam- býli fluttu þangað einstaklingar sem glímdu við veikindi. Hún var þeim stoð og stytta. Barðist fyrir réttindum þeirra og aldrei neinn bilbug á henni að finna. Ég minn- ist hennar með einlægri þökk fyrir góða og gæfuríka tíma Halldóra Hjaltadóttir. Ég sendi þér blómin svo fíngerð og fögur og fel í þeim allt sem ég get ekki sagt þau færa þér yndi og ástríkar sögur og allt sem í himneska drauma er lagt. Ég hef þeirra leitað um lautir og bala og látið þau spretta við hjarta míns glóð og nú eru blómin mín byrjuð að tala og byrjuð að yrkja svo dásamleg ljóð. Og blómin svo fögur mót birtu sig teygja og brosa mót kærleikans eilífu náð, þau sýna þér það sem ég þrái að segja og það sem í hjarta míns bjarma er skráð. (Kristján Hreinsson) Með þessu fallega ljóði vil ég leggja inn nokkur orð. Mín elskulega vinkona Anna Egils- dóttir, fædd 28. mars 1955, lést hinn 20. mars 2018 á hjúkrunar- heimilinu Höfn. Ég var svo óendanlega rík að eiga þig að sem eina af mínum bestu vinkonum, ég er óendan- lega þakklát fyrir árin okkar saman og er enn meira þakklát fyrir þinn þrýsting að ég tók mig upp og fluttist búferlum til Hafn- ar í annað sinn á lífsleiðinni og þú vissir best allra hvernig mér leið með það. En ég sé ekki eftir því ferðalagi né neinu sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. Það var í maí 2012 sem þú komst suður til að fara í rann- sókn, ég ákvað að taka mér frí frá vinnu meðan þú stoppaðir í bænum. Ég man hversu kvíðnar við vorum að hitta lækninn, sem færði okkur ekki góðar fréttir, og eftir það snerust hjólin svo hratt að ég man varla meir. Ari kom og aðgerð var gerð, en svo kom ágætur tími, þú hresstist fljótt eins og þín var von og vísa, elsku Anna, kvartaðir aldrei, hafðir alltaf meiri áhyggjur af öðrum en þér sjálfri. Við tók bataferli og allt virtist upp á við og við bara spjölluðum í símann um lífsins gagn og nauðsynjar. Við áttum ekkert í vandræðum með það frekar en að takast á um málefni sem voru okkur verulega hugleikin og kannski alls ekki sömu skoðunar, það gerði vinátt- una svo einstaka og svo sterka. Elsku Anna vinkona, það ert sárt að sakna, nú þarf ég að glíma við tómarúm, þú ert ekki lengur hjá mér, ég get ekki hringt eins og við gerðum dag- lega og stundum oft á dag. Nú þarf ég að horfa fram veginn en um leið lít ég til baka með enda- lausan fallegan upplýstan veg minninga sem eru greyptar í hjarta mitt. Guð geymi þig. Þín einlæga vinkona, Jörgína Elínbjörg Jónsdóttir, Höfn. Kveðja frá Háskólanum á Akureyri Þakklæti og minningar um stórhuga stjórn- málamann koma fyrst í hugann þegar minnst er Sverris Her- mannssonar, fv. alþingismanns og ráðherra. Sverrir var menntamálaráð- herra 1985-87 og tók af skarið um stofnun Háskólans á Akureyri 1987. Í nokkur ár á undan hafði verið í undirbúningi að koma á fót háskólakennslu á Akureyri en þá var oftast rætt um að sú starfsemi yrði rekin af Háskóla Íslands. Margir aðilar lögðu að Sverri að fara þá leið. Út frá sinni pólitísku reynslu og innsæi valdi Sverrir hins vegar að stofna sjálfstæðan háskóla, Háskólann á Akureyri, og auglýsti þá ákvörðun í Lög- birtingablaðinu 30. júní 1987. Sverrir réð síðan Harald Bessa- son, þáverandi prófessor við Ma- nitóbaháskóla í Winnipeg í Kan- ada, til að stýra Háskólanum. Sverrir vissi enda glöggt að Har- aldur hafði sterka framtíðarsýn og akademískan metnað fyrir Sverrir Hermannsson ✝ Sverrir Her-mannsson fæddist 26. febrúar 1930. Hann lést 12. mars 2018. Sverrir var jarðsettur 23. mars 2018. hönd nýs og sjálf- stæðs háskóla sem Haraldur hafði sett fram í greinargerð árinu áður. Sú greinargerð er varð- veitt við Háskólann á Akureyri og er nokkurs konar stofnskrá skólans. Háskólinn var síðan settur við hátíðlega athöfn 5. september 1987. Eftir stofnun Háskólans fylgdist Sverrir með starfsemi hans með stolti, ánægju og vel- vild. Á 30 ára afmæli háskólans 2017 sendi Sverrir afmælis- barninu kveðju þar sem hann lýsti sérstakri ánægju með að Háskól- inn á Akureyri „væri fyrir löngu orðin sú sterka og fjölbreytta menntastofnun, sem vonir stóðu til í upphafi“. Hann var mjög stoltur af Háskólanum á Akureyri og væri stofnun hans eitt þeirra verka sem hann væri hvað stolt- astur af í ráðherratíð sinni. Háskólasamfélagið á Akureyri stendur í mikilli þakkarskuld við Sverri, sem með framsýni og djörfung hafði forystu um að koma Háskólanum á Akureyri á fót. Fyrir hönd okkar allra í Há- skólanum á Akureyri sendi ég börnum hans, fjölskyldum þeirra og vinum innilegar samúðar- kveðjur. Eyjólfur Guðmundsson rektor. ✝ FriðbjörnHeiðar Frið- bjarnarson fæddist á sjúkrahúsinu á Ísafirði 31. desem- ber 1949. Hann andaðist 3. mars 2012. Foreldrar hans voru hjónin Frið- björn Friðbjarn- arson, f. 11. mars 1923, d. 30. ágúst 1994, og Aðalheiður Árnadótt- ir, f. 19. desember 1928. Systk- ini Friðbjarnar eru Rannveig björn, f. 29. september 1975, unnusta hans er Helga Sonja, og Gyða Ólafía, f. 11. desember 1977. Barnabörnin eru alls átta. Friðbjörn ólst upp í Hnífsdal, gekk í barnaskólann þar, síðan í Héraðsskólann í Reykjanesi við Djúp þar sem hann lauk gagnfræðaprófi. Þaðan lá leiðin í Vélskóla Íslands þar sem hann öðlaðist vélstjórnarréttindi. Hann byrjaði snemma til sjós, aðeins 13 ára, sem háseti og síðan sem vélstjóri uns hann kom í land árið 1996. Eftir það vann hann við bílaviðgerðir og síðustu ár með sitt eigið bíla- verkstæði. Friðbjörn byggði hús í Mosfellsbæ og bjó þar með eiginkonu og börnum alla tíð. Útför Friðbjarnar fór fram í kyrrþey. Sigurbjörg, f. 1948, Sólveig Friðbjörg, f. 1952, Árni Júl- íus, f. 1953, Snæ- björn, f. 1955, og Aðalbjörg, f. 1960. Friðbjörn kvæntist 14. des- ember 1974 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Jórunni J. Þórðardóttur, f. 16. ágúst 1947. Börn þeirra eru Unnar Már, f. 14. desember 1968, sambýliskona hans er Sigrún Kaya; Frið- Hann Friðbjörn bróðir minn hefur kvatt þennan heim fyrr en nokkurn gat órað fyrir. Vissu- lega barðist hann síðustu þrjá mánuði og þá var vitað að hverju dró. Hann hefur alla tíð verið hraustur og sjaldan orðið misdægurt. Við erum elst sex systkina að- eins ár á milli okkar, hann yngri, og kom það oft í okkar hlut að passa þau yngri þegar mamma skrapp frá. Systkinin eru betur til frásagnar um hvernig það gekk. Bróðir minn var nú dálítill stríðnispúki. Ég átti hjól, ekki hann, og stal hann því oft og lét mig hlaupa á eftir sér út um allt ef ég ætlaði að fá það. En yf- irleitt áttum við svona hluti saman. Við áttum fyrstu skíðin saman og fórum mikið á skíði og seinna áttum við sín hvor. Við gengum þá upp undir kletta því engin var lyftan og svo látið vaða niður. Saman áttum við líka skíðasleða og dragsleða sem við renndum okkur á í Hregg- nasanum eins og allir krakkar gerðu í Hnífsdal. Fyrstu skaut- ana fengum við lánaða hjá frænda okkar og klæddum við okkur í þrenna sokka til að passa í þá. Við lékum okkur mjög mikið úti í snjónum á vet- urna og þegar verst voru veðrin og mikill snjór kominn var skemmtilegast að vera úti að gera göng í Hengjunum og stökkva ofan af húsþökum og af kapelluveggnum. Það var stutt fyrir okkur að fara í skólann og fannst bróður mínum nóg að fara á fætur þeg- ar bjallan hringdi því fyrst var söngur áður en almenn kennsla hófst. Við vorum látin vaska upp eftir kvöldmat, dyrunum var bara lokað og við látin um þetta. Okkur fannst þetta nú leiðinlegt verk og gekk nú á ýmsu, kannski til að gera verkið bæri- legra. Borðtuskunni var stund- um kastað fyrirvaralaust í mann og stundum hlupum við út á sokkaleistunum á eftir hvort öðru til að hefna ófaranna, stundum út að Ingimarshúsi. En þetta var aldrei í illindum, við vorum frekar samrýnd systkini og rifumst eiginlega aldrei nema þegar hann stal hjólinu mínu. Við fórum í sveit á sumrin eins og tíðkaðist þá, ég með Fagranesinu inn í Bæi, en hann sex ára alla leið með Skjaldbreið norður í Steingrímsfjörð á Bassastaði þar sem hann var nokkur sumur hjá Jóa afabróður okkar og svo seinna fór hann í Bæi til Palla og Önnu. Eftir að barnaskóla lauk tíðk- aðist það að unglingar í þorp- unum á Vestfjörðum færu í hér- aðsskólana Núp eða Reykjanes. Friðbjörn fór í Reykjanesið. Eftir veruna í Reykjanesi gerð- ist hann sjómaður og fljótlega fór hann í Vélskóla Íslands og eftir að vélstjóranáminu lauk kom hann aftur vestur og varð yfirvélstjóri á Kofra frá Súðavík. Nokkru seinna kynntist hann konunni sinni Jórunni Þórðar- dóttur kjólameistara og fluttist hann þá suður og stofnuðu þau heimili, lengst af bjuggu þau í Mosfellsbæ ásamt þremur börn- um sínum þeim Unnari Má, Friðbirni og Gyðu Ólafíu. Sjómennskuna stundaði hann í mörg ár á Suðurlandinu og eft- ir að henni lauk vann hann á bif- vélaverkstæði í nokkur ár og svo seinna rak hann sitt eigið bíla- verkstæði. Ég er þakklát fyrir minning- arnar sem ég geymi um ókomna framtíð um elskulegan bróður minn og sendi ég fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Rannveig S. Pálsdóttir. Friðbjörn Heiðar Friðbjarnarson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Minningargreinar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.