Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 86

Morgunblaðið - 05.04.2018, Page 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Enn má víða sjá leifar af gömlum verbúðum og fiskgeymsluhúsum þeirra manna er veiddu fisk og verk- uðu til heimilisnota eða sölu. Yfirleitt var ein skipshöfn um hverja búð. Líklegt er að í öndverðu hafi verbúð- ir verið sömu gerðar víðast hvar á landinu, en þegar kemur fram á 19. öld voru þær orðnar nokkuð mismun- andi. Bergsveinn Skúlason lýsir í bók sinni Áratog hvernig umhorfs var innan búðar: „Rúmstæði voru til í búðunum, eða að minnsta kosti fjalir í rúmstokka. Einn bátur var um hverja búð, þrjú eða fjögur rúm gátu verið í hverri. Tveir voru saman í hverju rúmi. Voru þeir kallaðir lagsmenn. Skrín- urnar voru settar á rúmstokkana til beggja enda, þannig að opið vissi að rúminu. Höfðalögin voru sitt í hvor- um enda. Grjóti var hlaðið undir rúmstokkana og sandi mokað í rúm- stæðin.“ Í Ferðabók Eggerts og Bjarna fá verstöðvar við Ísland ekki góða ein- kunn. Segja þeir húsakynni þar verst og sóðalegust. Ólyktin sem húsin séu full af á vertíðinni valdi aðkomu- mönnum óþægindum, bæði þeim sem úr sveitum koma, en einkum þó útlendingum. Kvarta þeir sáran yfir því að illviljaðir útlendingar hafi dregið þá ályktun af heimsóknum í verbúðir í stærstu verstöðvunum, að svona væri ástandið um land allt. Veggirnir eru jafnan illa hlaðnir úr torfi og grjóti að sögn Eggerts og Bjarna, óþiljaðir að innan og tréverk úr lélegu birki eða jafnvel hvalsrif höfð í staðinn fyrir timbur. Þakið sé úr vondu torfi og sjaldan grasið gró- ið. Verbúðarlífið einkenndist af mik- illi og erfiðri vinnu. Snemma var róið að morgni og fiskur dreginn langt fram á dag. Þegar komið var í verið að kvöldi þurfti að gera að aflanum og koma honum í þurrk eða í salt þegar sú vinnsluaðferð lærðist hér á landi. Þar sem þannig háttaði að hár bakki var ofan fjörunnar þurftu sjó- mennirnir ásamt aðstoðarfólki að bera blautan fiskinn upp brattann og reyndi það oft mikið á þreytta sjó- menn. Þegar ekki var róið og menn þurftu ekki að sinna skyldustörfum gerði hver maður það sem hann vildi. Menn saumuðu skinnklæði, unnu úr hrosshári, smíðuðu búsáhöld og fleira. Oft var glatt á hjalla í land- legum. Skemmtanir inni við voru helst sögusagnir, sögulestur og rímnakveðskapur. Einnig var spilað, teflt, farið með gátur og kveðist á. Úti við skemmtu menn sér við glímu, aflraunir og ýmsa leiki. Á hverju kvöldi var lesinn húslestur og sálmar sungnir, hvernig sem á stóð. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna gaf út árið 2003 lítið kver sem heitir Vermannaleikir. Þar er lýst 13 skemmtilegum leikjum sem þekktir voru á ýmsum ver- stöðvum um landið. Má þar m.a. finna lýsingu á eftirtöldum leikjum: Að rífa ræfil upp úr svelli, Hanaslag- ur, Pokadráttur, Hryggspenna, Höfrungahlaup o.fl. Vetrarvertíð var talin frá kyndil- messu til lokadags, það er frá 2. febr- úar til 11. maí. Misjafnt var hvernig menn voru búnir að heiman með mat er þeir fóru í verið. Miklu skipti að maturinn væri nærandi til að gera mönnum kleift að takast á við átökin á hafinu. Þetta var vitaskuld ekki eins um land allt, en þó svipað. Á sumum stöðum var skammturinn ákveðinn. Hver maður átti að hafa með sér í skrínunni þrjá fjórðunga (15 kg) af smjöri og einn sauð soðinn niður í smálka (litlir kjötbitar) eða kæfu. Þar að auki annan sauð reykt- an, 30 kg af rúgi og 25 kg af harðfiski. Enn fremur tvö pund (1 kg) af kaffi, tvö pund af kandíssykri og eitt pund af kaffirót. Þjónustu og brauðgerð fengu vermenn frá næstu bæjum og greiddu fyrir eftir samkomulagi. Í skrínunni var líka oft grunn skúffa sem menn geymdu ýmislegt í s.s. rit- föng, þráð, nálar og fleira. Konur fengu í flestum tilfellum mun lægri laun í landi fyrir sömu vinnu og karlar. Svo var þó ekki þeg- ar kom að sjósókn. Launajafnræði hefur almennt ríkt meðal karla og kvenna sem sótt hafa sjó. Laga- ákvæði um sömu laun kvenna og karla, trúlega þau fyrstu á Íslandi, er að finna í Alþingissamþykkt frá 13. júní 1720 um lausamenn, vinnuhjú og lausgangara. Þar segir segir m.a. í kaflanum um vinnuhjú: „Ef kona gjörir karlmannsverk með slætti, róðri eða torfristu, þá á að meta verk hennar sem áður segir um karlmann til slíkra launa.“ Þó fáir muni eftir þessari löggjöf þá er hún mikilvæg og fáheyrt dæmi um jafnræði milli kynja. Lögunum var líka fylgt og heimildum og sögn- um ber saman um að hlutur kvenna hafi verið jafn við hlut karla. Í grein sem Gunnar Magnússon ritar í Sjómannablaðið Víking um sjóklæði segir m.a.: „Á dögum árabátaútvegsins á Ís- landi voru sjómenn í verjum til hlífð- ar á sjó. Þessar hlífar voru venjulega nefnd sjóklæði, eða skinnklæði. Voru þau ávallt heimaunnin, eins og flest annað, sem að hinum forna útvegi laut. Sjóklæðin voru úr skinnum af búfé bænda. Oftast voru það sauð- skinn, sem sjóklæðin voru unnin úr, en einnig voru hrosshúðir notaðar í sjóklæðin gömlu.“ Frásagnir af fornum höfnum Í bókinni Fornar hafnir – útver í aldanna rás birtir Karl Jeppesen ljósmyndir og frásagnir af 160 verstöðvum á Íslandi. Hann hefur ferðalagið á Horni og fer síðan hringferð allt í kringum landið. Bókin er liðlega 300 síður í stóru broti og hefur að geyma 550 litmyndir. Botn Það er talið mjög líklegt að í Þorgeirsfirði hafi verið útver á miðöld- um. Í firðinum er sæmilegt var fyrir norðaustan- og austanáttum. Ljósmyndir/Karl Jeppesen Breiðavík Í Breiðavíkurveri var mikil útgerð og verbúðaleifar eru þar miklar og eru mannvirki flest hlaðin úr grjóti. Breiðavíkurver var friðlýst 1971. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.