Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 89

Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 89
MENNING 89 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 Aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafa hrundið af stað undirskrifta- söfnun þar sem biðlað er til stjórn- enda fyrirtækjanna Disney og LucasFilm ásamt leikstjóranum JJ Abrams að fá Meryl Streep til að taka að sér hlutverk Lilju prinsessu sem Carrie Fisher gerði frægt. Frá þessu greinir BBC. Næsta kvikmynd í Stjörnustríðs- bálkinum er væntanleg í kvikmynda- hús í desember 2019 og talið er að Lilja prinsessa verði í lykilhlutverki í allri framvindu. Fréttir herma að handrit myndarinnar hafi verið end- urskrifað eftir andlát Fisher í árslok 2016 og haft hefur verið eftir fram- leiðendum að ekki standi til að end- urskapa Fisher í hlutverki Lilju með hjálp tölvutækninnar. Í upphafi vikunnar höfðu 8.500 manns lagt ofangreindri tillögu lið með undirskrift sinni. Forsvarsmenn undirskriftarsöfnunarinnar segja Streep tilvalinn kandídat, enda hafi hún nú þegar unnið til Óskarsverð- launa þrisvar og verið tilnefnd tutt- ugu sinnum. Ferill hennar sé því langur og farsæll. „Sem náinn vinur Carrie Fisher er Meryl Streep sennilega undir mikl- um þrýstingi um að leika Lilju. Við trúum því sannarlega að hún sé okk- ar besta von um að sjá arfleifð Car- rie Fisher í níunda kaflanum,“ segir í tilkynningu. Þar er vísað til þess að Meryl Streep hafi leikið í kvikmynd- inni Postcards From the Edge frá árinu 1990 sem Carrie Fisher skrif- aði handritið að. „Í Postcards From the Edge fór Meryl Streep hlutverk Suzanne Vale sem talið er byggt á Carrie Fisher sjálfri. Sökum þessa má segja að Meryl Streep sé að túlka Carrie Fisher. Myndin skilaði Streep ekki aðeins óskarsverðlaunatilnefn- ingu fyrir bestan leik í aðalhlutverki heldur leiddi hún til þess að Meryl Streep og Carrie Fisher bundust sterkum vinaböndum.“ Samkvæmt frétt BBC hafa engin viðbrögð borist frá þeim sem ávarpaðir eru í undir- skriftabeiðninni. AFP Flott Meryl Streep á rauða dregl- inum þegar Óskarinn var afhentur. Vilja að Meryl Streep leiki Lilju prinsessu PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir mánudaginn 16. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu. Brúðkaupsblað fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 20. apríl ICQC 2018-20 Hvað gera konur og karlarþegar gagnrýnandinnkemst aldrei norður? Þauverða að koma suður! Í aðdraganda tónleikanna mátti lesa í dagblöðum nokkuð fjálglega um liðs- söfnun Norðlendinga ásamt einvala- liði að sunnan og frá öðrum löndum – u.þ.b. 100 manns alls; að lands- byggðin hygði á innrás í höfuðstaðinn með Matteusarpassíuna sem jafnan gengur undir viðheitinu drottning allra tónverka. Fyrri tónleikarnir fóru fram á skírdag í Hofi, menning- arsetri Akureyringa, en seinni tón- leikanna fengu höfuðborgarbúar og nærsveitamenn að njóta á sjálfan langafrjádag í Hallgrímskirkju. Flutningur tónverksins, þriggja kóra tak með tveimur samhverfum hljóm- sveitum – jafnan talið krúnudjásn lút- erskra kirkjutónbókmennta, varð að dýrindis gjöf til höfuðborgarbúa! Ein breyting var gerð í hópi flytjenda milli flutninga. Stúlknakór Akureyr- arkirkju, sem Sigrún Magna Þór- steinsdóttir stjórnar, söng í Hofi, en í Hallgrímskirkju var það Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju sem Ása Valgerður Sigurðardóttir stjórn- ar. Stóra passían, eins og hún var köll- uð innan Bach-fjölskyldunnar, hafði aldrei áður verið flutt í Hallgríms- kirkju á föstudaginn langa. Tónverkið fléttar inn nákvæma frásögn Matte- usarguðspjalls á píslargöngu Krists; hugleiðingar og útleggingar á sögu- þræðinum ásamt því að skeyta inn leikrænum þáttum, svokölluðum túrbakórum, auk versa úr lúterskum sálmum frá 16. og 17. öld í fjórradda útsetningum Bachs. Passían er þó ekki aðeins listilega áhrifamikil og skörp tónamynd heldur einnig augn- músík. Strax í fyrstu innkomu Jesú í verkinu mynda tónarnir krosstákn er undirstrikar kirfilega að nú sé allt að fara til fjandans og sálmurinn „Ó höf- uð dreyra drifið“ hljómar í einum fimm útsetningum þar sem Bach myndar með tóntegundum torrætt krosstákn. Verkið er í tveimur hlutum. Þeir flétta saman spádóminn um kross- festinguna, viðbrögð lærisveinanna, réttarhöldin undir stjórn Kaífasar og Pílatusar, húðstrýkinguna, kross- gönguna og lýkur við gröf Jesú sem hefur verið innsigluð; alls tuttugu og sjö senur í ekki færri en 68 atriðum er drífa stökka frásögnina, líkt og segir í tónleikaskrá, „hægt og rólega fram með ómótstæðilegum þunga, djúpri íhugun og rauðglóandi ástríðu“. Hörður Áskelsson hélt skörpum fókus út verkið án allrar skinhelgi. Upphafskórinn var stór- brotinn; þverskurður verksins, í senn guðfræðilegur kjarni þess, texta- byggingar og tónrænnar tjáningar. Sálmalagið fagra (cantus firmus) „Ó, Guðs lamb helga hreina“ fléttaðist við upphafskórinn, fimlega og kröftug- lega sungið af barnakórnum. Fram- ganga Kristins Sigmundssonar var áhrifarík og eftirminnileg; hann tók sæti fyrir miðri hljómsveit, minnti á Shakyamuni Búdda (sem dó úr mat- areitrun) en túlkaði er á leið með átakanlegum hætti kvalir Jesú sem dó á krossinum. Valdemar Villadsen söng guðspjallamanninn lengst af af stakri yfirvegun og látleysi en sýndi er á leið leikrænni túlkun, t.a.m. í nr. 38c þegar hann segir frá iðrun og gráti Péturs. Einsöngsaríurnar hægðu á frá- sögninni og opnuðu dýpri ígrundun. Allir einsöngvararnir skiluðu sínu af stökum myndarbrag, þ.á m. söng- dívan Hannah Morrison en það mátti bæði heyra og sjá að hún söng ekki fullfrísk og mátti finna lengri leiðir en ella við að koma nótum hærri radd- stiga til skila. Þá steig fram Helena Guðlaug Bjarnadóttir sópransöng- kona úr Hymnodiu, svo til óundir- búin, og leysti Morrison glæsilega af í dúett nr. 27a „So ist mein Jesus nun gefangen“; „svona verða stjörnur til“ heyrðist einhver segja. Söngur Elm- ars Gilbertssonar var í senn stökkur og bjartur, t.d. í aríunni nr. 35 „Ge- duld“ við samleik Nicholas Milnes á viola da gamba. Oddur Arnþór Jóns- son söng af sannfæringu og öryggi aríuna nr. 42 „Gebt mir meinen Jes- um wieder!“ við glæsilegan undirleik Gretu Salóme Stefánsdóttur fiðluleik- ara. Túlkun og söngur altsöngkonunnar Hildigunnar Einarsdóttur er næsta ógleymanlegur, t.a.m. í einni af feg- urstu stundum verksins, „Erbarme dich“ nr. 39. Sópranarían „Aus Liebe will mein Heiland sterben“ var einnig glæsileg í meðförum flautu og óbóa úr hljómsveit I. Raunar átti Matthías Birgir Nardeau óbóleikari ítrekað stórleik. Kórfélagar áttu einnig nokkra prýðiseinsöngsspretti. Matteusarpassían, stundum nefnd óperan sem Bach skrifaði aldrei, var nú flutt á nútímahljóðfæri, þ.e. ekki barokkhljóðfæri líkt og Hörður Áskelsson – óskoraður leiðtogi við flutning kirkjutónlistar á Íslandi und- angengin 20 ár – hefur lagt rækt við. Túlkunin var engu að síður barokk- skotin; barokkandinn – þessi dans- andi dýnamík og sveifla sem aðeins drífandi gangur nær að framkalla – skein í gegn líkt og dýrindis suðandi ljósavél í vorhúminu. Einstaka sinn- um bar á ósamræmi í ganghraða milli hljómsveitar og kóra, t.a.m. lokakafla í fyrri hluta verksins. Samkórarnir tveir komu þægilega á óvart, þrungn- ir andagift og áhuga. Heimamenn úr héraði, allt frá Kópaskeri vestur í Skagafjörð, virkuðu ögn áttavilltir í byrjun en vöndust fljótlega nýjum að- stæðum. Söngurinn, sér í lagi sópran- raddir, hljómaði voldugur, víðsfjarri áferð hins hvíta magra hljóms. Tón- leikaskráin var heldur rýr, í smáu broti með enn smærra letri og nöfn kórsöngvara voru hvergi talin upp. Þorvaldi Bjarna Þorvaldssyni hef- ur tekist að skapa álitlegasta kamel- ljón úr Sinfóníuhljómsveit Norður- lands sem er fær í flestan sjó; jafnt barokk sem hollywoodtónlist. Ráða- menn sem og íbúar Akureyrar hafa nú úr meiru að moða og montast yfir. Eftir stendur magnþrunginn og eftir- minnilegur viðburður sem – ef marka má viðtökur tónleikagesta er risu á fætur að honum loknum – mun sitja í minningu margra þeirra sem fylltu Hallgrímskirkju þennan fagra en til- finningaþrungna dag. Hafi Norðlend- ingarnir og félagar fjórar fylltar stjörnur fyrir viðvikið og megi sú fimmta, Pólstjarnan, vaka ósnert yfir komandi verkefnum. Himnaríki á jörðu Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilfinningaþrunginn „Eftir stendur magnþrunginn og eftirminnilegur viðburður sem mun sitja í minningu margra þeirra sem fylltu Hallgrímskirkju þennan fagra en tilfinningaþrungna dag,“ segir rýnir um flutning passíunnar. Hallgrímskirkja Matteusarpassía BWV 244 bbbbn Eftir Jóhann Sebastian Bach. Hljóm- sveitarstjóri: Hörður Áskelsson. Ein- söngvarar: Valdemar Villadsen tenór, Kristinn Sigmundsson bassi, Hannah Morrison sópran, Hildigunnur Einars- dóttir alt, Helena Guðlaug Bjarnadóttir sópran, Oddur Arnþór Jónsson bassi, Elmar Gilbertsson tenór, ýmis smærri hlutverk í höndum kórmeðlima. Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands, Lára Sóley Jóhannsdóttir konsertmeistari I og Greta Salóme Stefánsdóttir konsert- meistari II, Hymnodia sem Eyþór Ingi Jónsson stjórnar, Kammerkór Norður- lands sem Sigrún Magna Þórsteins- dóttir stjórnar og Barna- og unglinga- kór Hallgrímskirkju sem Ása Valgerður Sigurðardóttir stjórnar. Menningarfélag Akureyrar – MAk í samvinnu við List- vinafélag Hallgrímskirkju. Hallgríms- kirkja, föstudaginn langa, 30. apríl 2018, kl. 18. INGVAR BATES TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.