Morgunblaðið - 10.05.2018, Qupperneq 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018
Smart sumarföt, fyrir smart konur.
Holtasmári 1
201 Kópavogur
sími 571 5464
Str. 38-52
Flug Dansari frá Listdansskóla Íslands á flugi á æfingu með Sinfó í Hörpu, og drekinn gefur henni auga.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Drekinn fæddist á Sæbraut-inni,“ segir Laila MargrétArnþórsdóttir, eins ogekkert sé eðlilegra, þegar
hún er spurð um tilurð sögu hennar,
Drekinn innra með þér, sem er hluti
af tónverki sem flutt verður á fjöl-
skyldutónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands næsta laugar-
dag.
„Ég var orðin svo leið á umferð-
arstöppunni á Miklubrautinni að ég
hætti að fara á bíl til vinnu en fór
þess í stað fótgangandi daglega til
starfa. Að ganga eftir Sæbrautinni er
afskaplega skapandi, ég kynntist al-
veg ótrúlegum hlutum, stjörnubjört-
um morgnum og köldu mánaskini,
ólíkustu sjávarhljóðum og öllum teg-
undum af mögnuðu veðri. Og þar
kom drekinn upp í hugann. Ég, minn
leynivinur og Sæbrautin bjuggum
hann til.“
Laila segist sem barn hafa átt
ósýnilegan „leynivin“ rétt eins og
drekinn í sögunni er.
„Ég leitaði til míns leynivinar
þegar á þurfti að halda og drekasag-
an mín er óður til vináttunnar sem ég
átti með þessum leynivini. Sú vinátta
hjálpaði mér með svo margt sem ég
gekk í gegnum sem barn. Mér fannst
þessi saga líka eiga erindi í ljósi alls
þess sem er að gerast í samfélaginu í
dag, alls sem við heyrum um og kem-
ur upp á yfirborðið. Þá verður okkur
ljóst hvað það skiptir miklu máli að
við komum orðum að því hvernig
okkur líður. Ef við höfum ekki orð þá
höfum við liti, ef við höfum ekki liti
þá höfum við tónlist, ef við höfum
ekki tónlist þá getum við teiknað.
Það er alltaf leið, við þurfum bara að
finna hana saman. Ef barn getur
ekki sagt mömmu eða pabba frá ein-
hverju, þá er gott að geta sagt drek-
anum það. Það skiptir miklu máli að
eiga einhvern trúnaðarvin, í hverju
sem hann felst,“ segir Laila og bætir
við að bók um drekann komi út um
jólin hjá Bjarti.
„Okkur langar til að búa til
handbrúðu, drekabrúðu sem fylgir
bókinni, og börn geta þá notað til að
segja frá tilfinningum sínum. Af því
hver einasta rödd skiptir máli.“
Í lagi að hafa tilfinningar
Í sögunni af drekanum er einnig
komið inn á það að ekkert er til sem
heitir rétt eða röng tilfinning.
„Við megum til dæmis alveg
verða reið, og í drekasögunni er það
mamman sem verður öskureið og
þær mæðgur reyndar hvor við aðra.
Drekinn kennir þá stelpunni hvernig
hægt er að losa sig við reiðina.
Mömmur eru ekkert hafnar yfir það
að geta verið ósanngjarnar og reið-
ar. Það er allt í lagi að hafa tilfinn-
ingar, vera reiður, sár og gráta.
Pabbinn í drekasögunni grætur af
því kisan hans týnist og deyr og það
er allt í lagi að hann verði leiður og
miður sín. Pabbar mega líka gráta.“
Laila segir að Hjördís Ástráðs-
dóttir, fræðslustjóri hjá Sinfóníu-
hljómsveit Íslands, sé guðmóðir
drekans.
„Ég kom til hennar með þessa
hugmynd fyrir þremur árum og hún
tók hana í fangið. Þess vegna er
þetta ævintýri að verða að veruleika.
Ég segi bara: Elsku allir, draumar
geta ræst ef maður trúir á þá. Hlust-
ið á drekann ykkar, hann segir ykk-
ur hvað þið getið. Ekki láta neinn
draga úr ykkur.“
Þurfum öll að læra á okkur
Þegar fyrrnefnd Hjördís er
spurð út í hvers vegna hún hafi valið
drekann til uppsetningar hjá sinfón-
íuhljómsveitinni segir hún að sér
hafi fundist sagan alveg borðleggj-
andi.
„Mér fannst þessi saga eiga
heima á tónleikum hjá okkur, því
þetta á erindi við uppalendur en ekki
síður er þetta kennslufræðilegt efni.
Öll þurfum við að takast á við innri
áskoranir, læra að hemja okkur og
stjórna okkur. Laila nálgast þetta á
svo fallegan hátt með drekanum sem
skiptir litum eftir því hvernig stúlk-
unni í sögunni líður,“ segir Hjördís
og bætir við að sér finnist skemmti-
legt að allt eru það konur sem standa
á bak við verkið.
„Við munum frumflytja þetta
nýja tónverk með sögumanni, mynd-
efni og dönsurum. Lifandi dreki
kemur í lok tónleikanna og það er
sérstakur drekasöngur í lokin, en
þann texta á Þórarinn Eldjárn. Sag-
an er túlkuð á táknmáli og söng- og
leikkona syngur drekalagið á tákn-
máli, en Sinfónían hefur átt dýrmætt
samstarf við félag heyrnarlausra við
það verkefni að koma tónlistinni
áfram til þeirra sem ekki eru heyr-
andi. Við munum taka verkið upp í
haust fyrir skóla, því þetta á mikið
erindi þangað.“
Það skiptir
máli að eiga
trúnaðarvin
Þegar börn geta ekki sagt mömmu og pabba eitthvað
er gott að eiga trúnaðarvin til að segja frá, hvort sem
hann er af holdi og blóði, ímyndaður eða tuskudýr.
Og við megum alveg verða reið. Dreki á fjölskyldu-
tónleikum kennir hvernig losa skal sig við reiðina.
Morgunblaðið/Hari
Gengur til vinnu Laila við Laugarnesið „þar sem sjórinn syngur eins og eng-
ill“, eins og hún segir sjálf. Þar á Laila líka krummavini sem bíða eftir henni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sögumaður Sagan er
líka sögð á táknmáli
svo börn sem ekki eru
heyrandi fái að njóta.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjölskyldutónleikar Tónsprot-
ans, Drekinn innra með mér,
verða fluttir í Hörpu nk.
laugardag, 12. maí, kl. 14.
Verkið er óður um vináttu
lítillar stúlku og dreka. Drek-
inn býr innra með stúlkunni,
kennir henni að þekkja til-
finningar sínar og hvernig
hún getur brugðist við þeim.
Í þessu nýja verki er hljóm-
sveitin í hlutverki drekans en
Þórunn Arna Kristjánsdóttir
er sögumaður og fer með
hlutverk stúlkunnar. Drekinn
fær sérstakt stef sem birtist
í ýmsum myndum og hríslast
um hljómsveitina, allt eftir
því í hvernig skapi hann er. Í
upphafi er drekinn ósköp
glaður en þegar líður á verk-
ið brjótast fram ólíkar til-
finningar og hann ýmist
dansar af gleði eða fuðrar
upp í reiði. Inn við beinið er
drekinn þó besta skinn og er
það von höfundar að tón-
leikagestir finni sinn eigin
dreka innra með sér á tón-
leikunum.
Tónlistin er eftir Elínu
Gunnlaugsdóttur tónskáld
en söguna samdi Laila Mar-
grét Arnþórsdóttir. Myndefni
á tónleikunum er eftir Svöfu
Björgu Einarsdóttur og
hljómsveitarstjóri er Bern-
harður Wilkinson. Dansarar
frá Listdansskóla Íslands
dansa.
Einnig verður drekasmiðja
bæði fyrir og eftir tónleika
og þar geta krakkar búið til
sína eigin drekagrímu.
Ýmist dansar af gleði eða fuðrar upp í reiði
FJÖLSKYLDUTÓNLEIKAR OG DREKASMIÐJA Í HÖRPU
Drekinn Hann
er besta skinn
inn við bein.