Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 (Lokað uppstigningardag) La Mollla - fallegar útskriftargjafir BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Um liðna helgi opnaði Norræna safn- ið í Seattle að nýju dyr sínar fyrir gestum og gangandi en nú á nýjum stað, við hina fjölförnu Markaðsgötu í Ballard-hverfinu. Það sem vekur helst eftirtekt við hina nýju staðsetn- ingu safnsins er að við bakhluta safns- ins er stór og mikill slippur og höfn og minnir svæðið og samspil hins nýja safns og athafnalífsins nokkuð á Slippinn í Reykjavík og Hótel Marina. Staðarvalið er raunar engin til- viljun heldur vísar með sterkum hætti til þess að það fólk sem fluttist frá Norðurlöndum á öndverðri nítjándu öld og í upphafi þeirrar tuttugustu, dróst að svæðinu í kringum Seattle vegna sjávarútvegsins. Þar kunnu hinir norrænu menn til verka og unnu sér fljótt inn gott orðspor, bæði vegna verkþekkingar og dugnaðar. Gríðarlegir fólksflutningar Talið er að um 120 þúsund Norður- landabúar hafi flust á svæðið í hinum miklu landflutningum og að í dag megi að minnsta kosti 800 þúsund manns rekja ættir sínar til þeirra. Þessi stóri hópur hefur haft mótandi áhrif á samfélagið í Washingtonfylki. Þau áhrif urðu snemma ljós. Strax á fyrsta áratug 20. aldarinnar kviknuðu hugmyndir um uppbyggingu safns um landnámið úr austri. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum uns safninu Nordic Heritage Museum var komið á laggirnar árið 1980. Til dagsins í dag hefur safnið haft aðsetur í aflögðu skólahúsnæði ekki allfjarri staðnum þar sem hin nýja safnbygging hefur nú risið. Eric Nelson hefur veitt safninu for- stöðu í áratug og borið hitann og þungann af uppbyggingunni. Hann segir stefnt að því að nýja safnið verið menningarmiðstöð í Ballard, hverfi sem nú byggist upp af miklum hraða. Þar eins og annarsstaðar gætir mjög áhrifanna af þeim stóru fyrirtækjum sem haslað hafa sér völl í borginni í bráð og lengd. Má þar nefna Facebo- ok, Microsoft, Starbucks, Costco, Uber, Boeing o.fl. „Nýja safnið er hugsað með allt öðrum hætti en það gamla. Það var orðið barn síns tíma. Í stað þess að einblína á þröngt tímabil þegar fólkið fluttist hingað horfum við mun lengra aftur og einnig inn í samtímann. Þannig föngum við áhrifin frá fyrri öldum en einnig segjum við söguna af því hvernig fólkið hefur aðlagast nýj- um heimkynnum og haft áhrif á þau um leið.“ Þannig er hryggjarstykkið í safn- inu grunnsýning sem rekur sögu Sama og germanskra þjóðflokka sem tóku að byggja Norðurlönd og til dagsins í dag. En sýningin teygir sig í tvær áttir frá þeim tímapunkti er landnámið í Vesturheimi varð að veruleika. Þannig varpar sýningin ljósi á þróun samfélag á Norður- löndum og í Washington-fylki yfir tímabilið frá öndverðri 19. öld. Sú áhugaverða nálgun undirstrikar hin miklu menningarlegu tengsl en birtir einnig augljóslega að samfélög þessa fólks, sem á sömu rætur, hefur þróast með mismunandi hætti. Á sýningunni er að finna marga merka gripi, sem teygja sig 5.000 ár aftur í tímann. Íslenskir gripir eru á safninu og þar af fjórir sem eru í láni frá Þjóðminjasafni Íslands. „Við lánum þessa gripi til sýning- arinnar og í mörg ár höfum við átt mjög gott samstarf við Eric og sam- starfsfólk hans. Hið sama á við um systursöfnin í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Á margan hátt hefur mér fundist sem þetta nýja og glæsilega safn hafi styrkt tengslin milli safnanna á Norðurlöndum og eflt samstarfið sem er mjög öflugt nú,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir, þjóðminjavörður, sem var meðal boðsgesta við opnun safnsins. Þar sem saga og samtíð mætast  Nýja Norræna safnið í Seattle varpar ljósi á forsögu fólksins sem fluttist til Vesturheims á fyrri tíð  Heimsþekktir hönnuðir komu að hönnun safnsins  Safn sem Íslendingar geta fræðst af og notið Það er hið þekkta Ralph Apple- baum-fyrirtæki í New York sem hannar sýninguna. Þar er talsvert lagt upp úr gagnvirkri tengingu við safngesti sem virkjar þá sem þátt- takendur í framvindu fræðslunnar. Þegar inn í safnið er komið standa gestirnir undir gríðarstóru korti af Norðurlöndum og fólki er boðið að skrá inn í tölvu hvaðan það kemur og hvert það reki ættir sínar. Birtist á tölvuskjá í kjölfarið hvernig leið fólks liggur frá heimahögum þess og forfeðranna til Seattle. Á grunnsýn- ingunni eru gestir einnig fræddir um grunngildi Norðurlanda, mannrétt- indi og réttarríki. Þeir eru þá spurð- ir um afstöðu sína til þeirra mála og hvernig þeir vilji helst forgangsraða hlutum, m.a. skattfé. Þessi aðferð sýningarhönnuðanna er ekki ný af nálinni en hún setur skemmtilegan blæ á safnið. Þá hefur unga fólkið sérstakan sess á safninu og á litaspjöldum er það, ásamt þeim sem eldri eru, spurt spurninga um grunngildi sem það vill hafa í háveg- um. Svörunum við þeim spurningum er raðað upp á vegg þannig að gestir geti virt þau fyrir sér. Þannig tengj- ast frásagnir af eldri kynslóðum við- horfum unga fólksins í dag. Morgunblaðið/Stefán E. Stefánsson Viðhorf Á sýningunni er kallað eftir viðhorfi gesta. Það er gert með gagn- virkum hætti en einnig eldri aðferðum eins og litríkum spurningaspjöldum. Gagnvirk sýning virkjar gestina  Varpar ljósi á norræn grunngildi Nýja safnbyggingin er um 5.200 fermetrar og vekur mikla eftir- tekt, jafnt að innan sem utan. Það er Richard Franko sem teiknar en hann er meðal eig- enda arkitektastofunnar Mit- hun. Richard vinnur nú m.a. að hönnun einkasafns Bill og Mel- indu Gates í Seattle. Í samtali við Morgunblaðið segir Richard að hönnun Nor- ræna safnsins hafi verið krefj- andi. Hann hafi sótt innblástur í norrænan menningararf og náttúru. Hann segir staðsetn- ingu safnsins frábærlega vel heppnaða við höfnina í Ballard. „Um tíma var stefnt að því að byggja í miðborg Seattle en þetta er hárrétt staðsetning.“ Franko teikn- aði safnhúsið HANNAR FYRIR BILL GATES Morgunblaðið/Stefán E. Stefánsson Margt merkra muna Sýningin er hönnuð af hinu þekkta Ralph Applebaum hönnunarfyrirtæki í New York. Fjölbreytt Sýningin er afar fjölbreytt og yfirgripsmikil og þar er einnig að finna gripi frá því eftir að fólk fluttist vestur um haf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.