Morgunblaðið - 10.05.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 10.05.2018, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Hvort sem þú velur margverðlaunaðan KODIAQ eða glænýjan og snjallan KAROQ gerir þú hvorutveggja. Komdu og prófaðu jeppabræðurna frá ŠKODA. Hlökkum til að sjá þig! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.skoda.is ENDURNÝJAÐU TENGSLIN MEÐ KODIAQ OG KAROQ. KODIAQ OG KAROQ. FYRIR FÓLKIÐ ÞITT OG NÁTTÚRUNA. ŠKODA KAROQ frá: 3.890.000 kr. ŠKODA KODIAQ 4x4 frá: 5.590.000 kr.5á ra áb yr g ð fy lg ir fó lk sb ílu m H E K LU að up p fy llt um ák væ ð um áb yr g ð ar sk ilm ál a. Þ á er að fi nn a á w w w .h ek la .is /a b yr g d Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hátíð verður í Laugarvatnsskógi á morgun, föstudaginn 11. maí, skógardagur sem skipulagður er í tilefni af aldarafmæli fullveldis á Íslandi. Hundrað tré verða gróð- ursett í sérstökum fullveldislundi, eitt tré fyrir hvert ár fullveldis. Þá verður nýr eldaskáli formlega tekinn í notkun í skóginum. Nytjar af ræktuðum skógum Þegar öld er liðin frá því að Ís- land hlaut fullveldi á ný er þjóðin farin að hafa nytjar af þeim rækt- uðu skógum sem uxu upp á full- veldistímanum. Starf Skógrækt- arinnar fyrstu áratugi fullveldis- tímans snerist að mestu um verndun og beitarfriðun birki- skóga en um miðja 20. öld hófst ræktun nytjaskóga fyrir alvöru. Sú ræktun byggðist á góðu þró- unarstarfi sem unnið hafði verið áratugina á undan og fólst í því ásamt fleiru að velja hentugar trjátegundir til nytjaskógræktar hérlendis. Því má segja að skóg- rækt í þeirri mynd sem við þekkj- um nú sé sprottin upp úr jarðvegi fullveldistímans, segir í upplýs- ingum frá Skógræktinni. Í Laugarvatnsskógi hefur Skóg- ræktin ásamt heimafólki, skólum á staðnum og fleiri starfað að skóg- arfriðun og skógrækt allan full- veldistímann og því er þessi stað- ur valinn til hátíðarhalda í tilefni fullveldisafmælisins. Svæðið hefur breyst úr berangri með lágvöxnu kjarri í blómlega skóga. Byggt úr íslenskum viði Dagskrá skógardagsins hefst kl. 11.30 og lýkur um kl. 14 á morgun og nýtur viðburðurinn styrks úr sjóði fullveldisafmælisins. Skógar- dagurinn er samstarfsverkefni Skógræktarinnar, Bláskógabyggð- ar og skóla í sveitarfélaginu. Nem- endur skólanna á Laugarvatni og í Reykholti taka þátt í viðburðinum með kórsöng o.fl. ásamt heima- fólki. Flutt verða skemmtiatriði úr heimabyggð, veitt fræðsla um skóga og skógrækt, efnt til skóg- argöngu og reidd fram kjötsúpa. Bálhúsið eða eldaskálinn sem formlega verður tekið í notkun á morgun er nær eingöngu byggt úr íslenskum viði af trjám sem uxu upp á Suðurlandi á fullveldistím- anum. Í heildina er mannvirkið um 150 fermetrar undir þaki og er þá salernisaðstaða meðtalin. Möguleikarnir eru fyrir hendi Ívar Örn Þrastarson, húsasmíðameistari og skógfræð- ingur, segir að allt burðarvirki hússins sé úr timbri úr Hauka- dalsskógi og öll klæðning úr timbri úr skóginum í Þjórsárdal. Efnið standist allar kröfur til að nýta hvort sem er í burðarvirki eða klæðningar. Hann segir að sí- fellt aukist notkun á íslenskum við í byggingar og þá sérstaklega í klæðningu. Dæmi séu einnig um heilu húsin og nefnir Ívar Örn myndarlegt hús á Vallarnesi á Héraði, þar sem viður úr eigin ræktun sé uppistaðan. Einnig megi nefna fjölbýlishús við Gerplustræti í Mosfellsbæ sem er að hluta klætt með greni úr Þjórsárdal. Þá sé Skógræktarfélag Mosfellssveitar að undirbúa byggingu húss og hyggst nýta efni úr skóginum í Hamrahlíð í Úlfarsfelli í bygg- inguna. „Möguleikarnir eru fyrir hendi og innan ekki svo marga áratuga gætum við orðið sjálfbær með timbur,“ segir Ívar Örn. „Þessir „sérvitringar“ sem lögðu af stað í skógrækt fyrir rúmum 100 árum hafa sannað að þetta er svo sann- arlega mögulegt. Ef rétt verður á málum haldið er framtíðin björt.“ Skógardagur til- einkaður fullveldi og frumherjum Ljósmynd/Ívar Örn Þrastarson Í Laugarvatnsskógi Nýr eldaskáli nýtist þeim sem leggja leið sína í Laugarvatnsskóg. Þar er góð aðstaða til að safnast saman, grilla og leita skjóls ef þannig viðrar, auk þjónustuhúss og salerna.  100 tré gróðursett í fullveldislundi  Nýr eldaskáli í Laugarvatnsskógi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.