Morgunblaðið - 10.05.2018, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018
Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is
HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR
u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist
á rúðuna / sólaselluna
u Eykur öryggi og útsýni allt að
tvöfalt í bleytu og rigningu
u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla,
snjór og ísing safnist á rúðuna
u Heldur regnvatni frá rúðunni
u Býr til brynju á rúðunni fyrir
leysiefnum og vökvum
u Þolir háþrýstiþvott
u Virkar við -30°C til + 30°C
u Endingartími er 6 – 12 mánuðir
Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Rúmlega hundrað ára gamalt gler-
listaverk með mynd af Þorláki helga
Þórhallssyni biskupi (1133-1193) og
fleiri kirkjunnar mönnum í kapellu
gamla prestaskólans í miðborg Lin-
coln á Englandi er ekki lengur að-
gengilegt almenningi. Skólinn er
hættur starfsemi og skólahúsið, sem
byggt var 1777, og kapellan, sem
byggð var 1906, hafa verið seld fast-
eignafyrirtæki sem er að breyta hús-
næðinu í lúxusíbúðir fyrir efnafólk.
Listaverkið sem er í steindum
glugga í kór kapellunnar er friðað og
verður ekki tekið niður, en almenn-
ingur getur ekki lengur skoðað það
þar sem húsnæðið og lóðin er nú í
einkaeign.
Fjölmargir Íslendingar hafa lagt
leið sína til Lincoln á undanförnum
áratugum gagngert til að líta mynd-
ina af Þorláki helga augum. Má jafn-
vel tala um „pílagrímsferðir“ í því
sambandi. Í þeim hópi var m.a. Sig-
urbjörn Einarsson, fyrrverandi bisk-
up Íslands, sem fór á staðinn um
miðjan sjöunda áratuginn. Þetta er
elsta minnismerkið um Þorlák helga
utan landsteinanna. Ástæðan fyrir
því að það er í Lincoln er sú að hann
stundaði nám í þessari sögufrægu
dómkirkjuborg upp úr miðri 12. öld.
Eini íslenski dýrlingurinn
Þorlákur, sem varð biskup í Skál-
holti 1178 og sat á stólnum til dauða-
dags, var tekinn í dýrlingatölu á Ís-
landi og áheit á hann leyfð árið 1198.
Bein hans voru tekin upp og þeim
komið fyrir í veglegu skríni í Skál-
holtskirkju. Var það almenn trú að
með því að heita á hann fengju menn
hjálp og bót meina. Á kaþólska tím-
anum fram til 1550 voru yfir 50
kirkjur helgaðar heilögum Þorláki
hér á landi. Hann var einnig dýrk-
aður í Noregi og Færeyjum. Langur
tími leið þó áður en páfastóll í Róm
viðurkenndi helgi hans formlega.
Það var Jóhannes Páll páfi II. sem
útnefndi Þorlák verndardýrling Ís-
lands í ársbyrjun 1984.
Vitneskjan um námsdvöl Þorláks í
Lincoln er byggð á samtímaheimild
sem er saga hans rituð hér heima um
eða upp úr 1200 þegar arftaki hans
og systursonur, lærdómsmaðurinn
Páll Jónsson, var biskup. Þar segir á
einum stað að „fýstist hann utan-
ferðar og vildi þá kanna siðu annarra
góðra manna. Og fór hann af Íslandi,
og er ekki sagt af hans ferðum, unz
hann kom í París og var þar í skóla
svo lengi sem hann þóttist þurfa til
þess náms, sem hann vildi þar nema.
Þaðan fór hann til Englands og var í
Linkolni og nam þar enn mikið nám
og þarfsællegt bæði sér og öðrum og
hafði þá enn mikið gott það af sér að
miðla í kenningum sínum, er hann
var áður trautt jafnvel við búinn sem
nú.“
Á þessum tíma var biskup í Lin-
coln Robert de Chesney (d. 1166) og
fór mikið orð af röggsemi hans og
lögspeki. Sóttust margir lærðir
menn eftir að nema undir handar-
jaðri biskupsins. Er líklegt að Þor-
láki hafi borist til Parísar fregnir um
menntasetrið í Lincoln.
Listaverkið í Lincoln
Hús gamla prestaskólans í Lincoln
var upphaflega byggt sem sjúkra-
hús. Þegar sjúkrahúsið var flutt
seint á 19. öld fékk skólinn það til
umráða. Viðbyggingar voru reistar
og var ein þeirra kapella sem byggð
var 1906. Ákveðið var að hafa í henni
steinda glugga með kirkjusögulegum
myndum eins og svo algengt er í
breskum kirkjum. Var leitað til eins
fremsta glerlistamanns sem þá var
uppi, Henry Victor Milner í London.
Lauk hann verkinu 1907 og var kap-
ellan þá vígð með mikilli viðhöfn.
Skjöl gamla prestaskólans geyma
væntanlega allar upplýsingar um
það hvernig það bar til að ákveðið
var að hafa mynd af Þorláki helga
miðlæga í aðalglugga kapellunnar
við hlið Christopher Wordsworth
biskups, sem stofnaði skólann, og
Hugh hins helga sem er aðal-
dýrlingur Lincolnbúa og biskup þar
um tíma. Skjölin eru hins vegar ekki
aðgengileg sem stendur og verður
því að byggja á líkum. Helst er talið
að lærðir breskir Íslandsvinir, sem
þekktu söguna um dvöl Þorláks
helga í Lincoln, hafi beitt sér í mál-
inu. Þá hafði staðarblaðið Lincolns-
hire Chronicle nokkru fyrir bygg-
ingu kapellunnar birt grein þar sem
sagt var frá dvöl Þorláks í borginni
og þannig vakið athygli á sögu hans.
Hvernig leit Þorlákur út?
Íslendingar lásu fyrst um áhuga
manna í Lincoln á Þorláki helga í
Nýju kirkjublaði vorið 1906 og urðu
mjög uppnæmir yfir þeim sóma sem
landi og þjóð væru sýnd með þessu
framtaki. „Nú er veríð að reisa nýja
kirkju í Lincoln, en þar í landi er al-
siða að skreyta kirkjur með glugga-
litmyndum, og á nú að setja mynd af
Þorláki helga í einn kirkjugluggann,
og mun hann eiga að vera í bisk-
upsskrúða,“ sagði í blaðinu sem Jón
Helgason og Þórhallur Bjarnarson
gáfu út.
Þeir Jón og Þórhallur töldu ekki
ósennilegt að þeir sem réðu fyrir
kapellugerðinni í Lincoln hefðu
kynnst sögu Þorláks í enskri þýðingu
biskupasagna sem þá var nýlega
komin út. „En vera má og að vér eig-
um að þakka hinni góðfrægu ensku
skáldkonu Mrs. D. Leith þennan
sóma, sem sýndur er landa vorum á
Englandi,“ bæta þeir við. „Eitt af
kvæðum hennar, sem Brynjólfur
Jónsson þýddi í Eimreiðinni 1900, er
um andlát Þorláks biskups, og það
voru hin fornu kirkjusögulegu rit
vor, sem fyrst drógu huga hennar til
íslenzkra fræða.“
Afskipti skáldkonunnar og Ís-
landsvinarins frú Disney Leith af
gerð myndarinnar af Þorláki virðast
hafa verið einhver. Fram kemur í
Nýju kirkjublaði að hún hafði skrifað
öðrum ritstjóranna bréf og spurst
fyrir um það, eftir ósk kirkjuprests-
ins i Lincoln, hvort nokkur teikning
gerð eftir munnmælum væri til af
Þorláki biskupi, og „hvort hann hafi
nokkur sérleg einkenni eða merki, og
hvort nokkuð sérkennilegt hafi verið
við íslenska biskupsskrúðann“.
Engar myndir eru til af Þorláki
biskupi, en glögg lýsing er á honum í
fornum jarteinasögum um hann:
„Hann sýndist nálega jafnan með
þeim yfirlitum og búningi sem hann
hafði hér í heimi, meðalmaður var
hann að vexti, jarpur á háralit, rétt-
hárr og réttleitur, fagureygur og föl-
litaður, ljóss og lítt hentur og hvítar
hendurnar, þýður og þekkilegur,
góðingur og grannvaxinn, holdlítill
og herðilútur nokkuð.“
Áhrif frá Baring-Gould
Í grein í Lesbók Morgunblaðsins
1982 telur Kolbeinn Þorleifsson að
myndina af Þorláki í Lincoln megi
einkum rekja til áhrifa frá víðlesnu
riti breska kirkjusagnfræðingsins
Sabine Baring-Gould um sögu dýr-
linga kaþólsku kirkjunnar. Það kom
út í 16 bindum undir lok 19. aldar.
Kafli er um Þorlák helga í 15. bindi
ritsins. Höfundurinn hafði komið
hingað til lands og þekkti vel til sögu
Íslands og íslenskra fornbókmennta.
Kolbeinn telur að fullyrðing í ritinu
um að Þorlákur helgi og Hugh hinn
helgi hafi þekkst og Þorlákur verið
undir áhrifum hans hafi ráðið því
hvernig myndin af þeim í glugganum
er. „Þess vegna er Hugh lýst sem
gömlum og virðulegum gráskegg
þegar Þorlákur er ungur fríður mað-
ur með opinn Saltara á fyrsta Davíðs
sálmi,“ segir Kolbeinn.
Þeir Þorlákur helgi og Hugh hinn
helgi voru samtíðarmenn, en engar
heimildir eru til um að þeir hafi
þekkst. Dvöldu þeir ekki samtímis í
Lincoln. Aftur á móti kynnu leiðir
þeirra að hafa legið saman í París.
Á lokastigi
Framkvæmdir í gamla prestaskól-
anum og kapellunni í Lincoln eru nú
á lokastigi. Flestar lúxusíbúðirnar
hafa verið seldar að því er lesa má á
vef fasteignafyrirtækisins. Þar á
meðal er kapellan og hefur nýr eig-
andi hennar jafnframt eignast gler-
listaverkið. Ekki kemur til greina að
það verði tekið niður og flutt á brott
þar sem minjayfirvöld í Lincoln hafa
úrskurðað að það skuli áfram vera á
sama stað. En færri eiga eftir að
njóta þess að líta það augum og
munu vafalaust margir harma það.
Þorlákur helgi ekki lengur sýnilegur
Gamla prestaskólanum í Lincoln breytt í lúxusíbúðir fyrir efnafólk Steindur gluggi með mynd af
Þorláki helga og fleiri kirkjunnar mönnum hluti af einni íbúðinni Aðgangur almennings lokast
Ljósmynd/Peach Group
Listaverkið Steindi glugginn við altari kapellunnar í Lincoln. Þorlákur
helgi er neðst t.v.,Woodsworth biskup í miðju, og síðan Hugh hinn helgi.
Ljósmynd/Vefur bailgatecourt.co.uk
Kapellan Í þessu rými verður lúxusíbúð. Steindi glugginn (t.v.) við altarið.
Ljósmynd/Vefur bailgatecourt.co.uk
Byggingin Gamla prestaskólahúsið og kapellan í Lincoln.
Úr Þorláks sögu helga: „Í Kynn á Englandi lét maður nokkur, sá er Auð-
unn hét, gera líkneskju til dýrðar hinum sæla Þorláki biskupi, og er lík-
neskið var gert og sett í kirkju, þá gekk að klerkur einn enskur, og spurði
hvers líkneski það væri. Honum var sagt að það væri líkneskja Þorláks
biskups af Íslandi. Þá hljóp hann með hlátri miklum og spotti í soðhús
eitt, og tók mörbjúga, og kom síðan aftur fyrir líkneskið, og rétti bjúgað
fram hinni hægri hendi, og mælti svo með spotti til líkneskjunnar: „Viltu,
mörlandi! Þú ert mörbiskup!“ Eftir það vildi hann á burt ganga og mátti
hvergi hrærast úr þeim sporum, sem hann stóð, og var höndin krept að
bjúganu, og mátti ekki hræra. Dreif þá síðan til fjöldi manna, að sjá þessi
fádæmi, og spurðu hann síðan sjálfan, hverju þessi undur sætti; en hann
játaði þá glæp sinn fyrir öllum þeim, er við voru staddir og það sáu, en
hann sýndi með viðurkenningu sanna iðran, og bað þá er við voru, að þeir
skyldu styðja hann með sínum bænum, en hann hét því, að hann skyldi
aldrei þess kyns glæp gera síðan. Báðu þeir honum af öllum hug heilsu-
bótar, en almáttugur guð heyrði bæn þeirra, og hinn sæli Þorlákur bisk-
up, og réttist þá höndin, og fór hann þá hvert er hann vildi, og lofuðu allir
guð og hinn sæla Þorlák biskup.’
Þegar glermyndin af Þorláki helga eftir Milner var sett upp í kapellu
prestaskólans í Lincoln 1907 sagði Nýtt kirkjublað í Reykjavík: „Klerk-
dómurinn í Lincoln bætir prýðilega fyrir miður vinsamlega kveðju landa
síns á sælan Þorlák til forna.“
Bætt fyrir miður vinsamlega kveðju
„VILTU, MÖRLANDI! ÞÚ ERT MÖRBISKUP!“