Morgunblaðið - 10.05.2018, Síða 34
34 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Alls bárust 30.419 símtöl til þjón-
ustuvers Ríkisskattstjóra dagana 1.-
23. mars sl. Þar af voru 19.864 vegna
aðstoðar við gerð framtala.
Sömu daga komu 7.295 manns í af-
greiðslur RSK í Reykjavík og Akur-
eyri og fengu aðstoð við gerð fram-
tala.
Þetta kemur fram í grein Gunnars
Karlssonar, forstöðumanns ein-
staklingssviðs Ríkisskattstjóra, í ný-
útkominni Tíund, blaði embættisins.
Fyrir tveimur árum var álagningu
einstaklinga flýtt um einn mánuð og í
ár var ákveðið að flýta henni um einn
mánuð til viðbótar og því verða gjöld
lögð á einstaklinga 31. maí nk. Til að
hægt væri að standa við þessi áform
var nauðsynlegt að fá framtöl fyrr inn
til vinnslu og skilafresturinn var því
styttur.
„Til að mæta því aukna álagi sem
leiddi af styttri skilafresti var viðbún-
aður aukinn mjög,“ segir Gunnar.
Spjaldtölvur notaðar
Má t.d. nefna að á Laugavegi 166,
aðalskrifstofu RSK, voru starfsmenn
með spjaldtölvur frammi í af-
greiðslurýminu og aðstoðuðu þar við-
skiptavini við skil á framtölum. Þetta
létti miklu álagi af hefðbundinni af-
greiðslu og stytti biðtíma viðskipta-
vina verulega á þeim dögum sem
álagið var mest.
Auk þjónustuvers og annarra sér-
fræðihópa var á þessu tímabili
mannaður sérstakur svarhópur,
framtalsaðstoð, sem var skipaður frá
15 og upp í 35 manns á mestu álags-
dögunum. Tóku starfsmenn flestra
sviða embættisins þátt í að veita
þjónustu á þessum tíma, segir Gunn-
ar.
Eins og í afgreiðslunum var við-
búnaður aukinn í símaþjónustunni
og þrátt fyrir styttri skilatíma hefur
sjaldan gengið betur að þjónusta
þann mikla fjölda sem hringdi inn á
þessu tímabili að mati Gunnars.
Er þá ótalin sú aðstoð sem veitt
var framteljendum með netspjalli
eða í tölvupósti.
Mánudagarnir og síðustu skiladag-
arnir í almennum- og framlengdum
fresti voru erilsamastir hjá starfs-
mönnum RSK.
Rauðglóandi símalínur
hjá ríkisskattstjóra
Símtöl vegna aðstoðar við gerð framtala voru 19.864
Morgunblaðið/Golli
Laugavegur 166 Gríðarlegt álag var hjá starfsmönnum Ríkisskattstjóra í
Reykjavík og Akureyri í byrjun mars. Annasamasti tími ársins hjá þeim.
Kvenfélag Garðabæjar, sem fagnar
65 ára afmæli sínu á árinu, afhenti
Konukoti veglega peningagjöf ný-
verið. Fjármunirnir söfnuðust á
velheppnaðri Sumargleði félagsins,
sem haldin var í Garðaholti.
Þar fylltu konur húsið, ekki að-
eins kvenfélagskonur heldur einnig
gestir þeirra. Vegleg dagskrá var í
boði. Sigga Kling var veislustjóri,
Þuríður Sigurðardóttir söng, tísku-
sýning fór fram og lukkuleikur var
með vinningum.
Skemmtinefnd Sumargleðinnar,
ásamt formanni og varaformanni
kvenfélagsins, heimsótti Konukot í
kjölfarið og gaf afrakstur skemmt-
unarinnar. Brynhildur Jensdóttir,
framkvæmdastjóri Konukots, og
Jóhanna Þorgrímsdóttir starfs-
maður tóku á móti peningunum og
þökkuðu kærlega fyrir stuðning-
inn. Verða þeir m.a. notaðir til að
kaupa uppþvottavél og þurrkara.
Kvenfélagið hefur jafnan styrkt
fjölmörg málefni, s.s. ungbarna-
deild Heilsugæslu Garðabæjar,
Ljósið, MS-félagið, bókagjafir til
Fjölbrautaskóla Garðabæjar, fjár-
magnað tæki til sjúkraþjálfunar á
Hjúkrunarheimilinu Ísafold og
stutt Styrktarsjóð Garðasóknar.
Öflugu vetrarstarfi félagsins er
senn að ljúka. Auk félagsfunda og
Sumargleðinnar er t.d. búið að gefa
út dagatal og fara í fjögurra daga
menningarferð til Edinborgar.
Framundan er svo skógrækt-
ardagur í Smalaholti og hlaðborð á
17. júní í Garðabæ að vanda.
Gjöf Fulltrúar Kvenfélags Garðabæjar heimsóttu Konukot og gáfu þar af-
rakstur fjáröflunarkvölds. Félagið fagnar 65 ára afmæli sínu í ár.
Konukot fékk veg-
lega peningagjöf
Kvenfélag Garðabæjar 65 ára
Eiginleikar burðarpokans:
• hentar börnum frá 3,5-20 kg
• viðheldur M-stöðu mjaðma
og fóta
• leyfir baki nýbura að vera kúpt
• hægt er að bera barnið á þrjá
vegu, að framan, á baki og
á mjöðm
• dreifir þunga barnsins vel fyrir
þann sem ber barnið
• einfaldur í notkun
• úr lífrænni bómull og hampi
• til í mörgum fallegum litum
Þegar velja á burðarpoka er
mikilvægt að pokinn fari vel með
líkama barnsins.
Manduca burðarpokinn er hann-
aður af þýskum barnaburðarsér-
fræðingum með það markmið að
leiðarljósi að barn geti viðhaldið
M-stellingu fóta og mjaðma.
MANDUCA
BURÐARPOKINN
Kíktu á
netverslun okkar
bambus.is
Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14