Morgunblaðið - 10.05.2018, Side 42

Morgunblaðið - 10.05.2018, Side 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Í fjármálum Kópa- vogsbæjar er stefna Miðflokksins skýr, við viljum lækka álögur á íbúa Kópavogs. Það gerum við með því að lækka útsvar úr 14,48% í 13,5%. Slík lækkun mun skila sér í vasa skattgreiðenda í Kópa- vogi og mun nema á árinu 2019 að meðaltali a.m.k. 50 þús. kr. á einstakling. Á komandi árum mun þessi forgangs- röðun skattgreiðendum í Kópavogi í vil skipta verulegu máli fyrir ein- staklinga og fjölskyldur í Kópavogi og gera bæinn samkeppnishæfari. Með lækkuninni munu útsvarstekjur Kópavogsbæjar á milli áranna 2018 og 2019 hins vegar standa í stað í krónum talið en fjölgun bæjarbúa og hækkun launa þeirra vinnur á móti áhrifum lækkunar útsvarsprósentu á tekjur bæjarsjóðs. Miðflokkurinn vill lækka fast- eignagjöld um 20% á íbúðarhúsnæði milli ár- anna 2018 og 2019. Fasteignagjöld íbúðar- eiganda í krónum talið munu því lækka. Laða þarf að fyrirtæki í Kópavog og með það í huga vill Miðflokkurinn lækka fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði um 10% milli áranna 2018 og 2019. Þessi lækkun á fasteignagjöldum á íbúðarhúsnæði og at- vinnuhúsnæði mun leiða til þess að tekjur bæjarins 2019 verða eitthvað lægri í krónum talið frá fyrra ári eða væntanlega sem nemur um 150 millj- ónum kr. Miðflokkurinn vill hækka viðmiðunarmörk tekna elli- og ör- orkulífeyrisþega við ákvörðun af- sláttar af fasteignagjöldum þannig að fleiri eldri borgarar Kópavogs njóti slíks afsláttar og í ríkari mæli. Ofangreindar skattabreytingar munu leiða til aukinna ráðstöfunar- tekna Kópavogsbúa árið 2019 og lægri fasteignagjöld á atvinnu- húsnæði munu létta undir með rekstri fyrirtækja í bænum. Jákvæð niðurstaða ársreiknings Kópavogsbæjar fyrir starfsárið 2017 upp á 2,2 milljarða króna sýnir betur en nokkuð annað að bæjarbúar greiða of háa skatta til samreksturs. Hófleg og eðlileg skattheimta á rétt á sér, en umframt allt þarf hún að vera breytileg og ávallt með hags- muni bæjarbúa að leiðarljósi. Rekstrarkostnaður Kópavogs- bæjar mun hækka milli áranna 2018 og 2019, þar kemur m. a. til launa- hækkun starfsmanna bæjarins og hækkun á samnings- og vísitölu- bundnum skuldbindingum. Mið- flokkurinn vill halda lykilútgjöldum bæjarins innan skynsamlegra marka til að koma til móts við minni álögur á bæjarbúa en þó þannig að grunn- þjónusta bæjarins verði bætt frá því sem nú er. Forgangsraðað verður í þágu málefna fjölskyldna með börn á leikskóla- og grunnskólaaldri. Það kann að þýða flutning á fjármagni frá framkvæmdum til betri þjónustu við bæjarbúa til þess m. a. að tryggja aðgang foreldra barna að dagmæðr- um og leikskóla frá eins árs aldri, niðurgreiða að fullu skólamáltíðir fyrir börn 6-12 ára, hækka frístunda- styrk úr 50 þús. kr. í 75 þús. kr. ásamt því að bjóða hálfan frístunda- styrk fyrir börn 3 og 4 ára. Þessar máltíðir fyrir 6-12 ára börn og hækk- un á frístundastyrk munu kosta bæ- inn um 400 milljónir króna á ári en ýmsar aðgerðir til þess að tryggja aðgang foreldra ungbarna að dag- mæðrum og leikskóla má áætla að kosti nokkur hundruð milljónir króna á ári. Miðflokkurinn í Kópavogi leggur áherslu á málefni barnafjölskyldna á næsta kjörtímabili eins og fram hef- ur komið og vill auka útgjöld í þeim málaflokki um leið og haldið verður áfram að greiða niður miklar skuldir bæjarins sem nú nema um 30 millj- örðum króna. Miðflokkurinn vill leita leiða til að lækka vexti á þessum miklu skuldum, bæta rekstur, minnka kostnað við yfirstjórn bæjar- ins, leita sparnaðar í innkaupum og beita skynsamlegu aðhaldi á upp- gangstímum. Miðflokkurinn í Kópavogi boðar skynsamlegar leiðir til að fara betur með fjármuni bæjarbúa á komandi kjörtímabili og auka um leið ráðstöf- unartekjur bæjarbúa. Við boðum ábyrga stjórnun bæjarins þar sem allir eiga að geta notið sín og sem flestir fundið verkefni við sitt hæfi í leik og starfi. Við göngum hönd í hönd með þeim sem aðstoðar leita og stefnum að fyrsta flokks félags- þjónustu í Kópavogi. Miðflokkurinn vill árangur í fjármálum í Kópavogi á komandi kjörtímabili. Árangur í fjármálum í Kópavogi Eftir Geir Þorsteinsson Geir Þorsteinsson »Miðflokkurinn í Kópavogi boðar skynsamlegar leiðir til að fara betur með fjár- muni bæjarbúa á kom- andi kjörtímabili og auka um leið ráðstöf- unartekjur bæjarbúa. Höfundur skipar 1. sæti á framboðs- lista Miðflokksins í Kópavogi. Undanfarna 18 mánuði hefur stað- ið yfir merkileg vinna í Reykjavík við að móta sameiginlega menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030. Þús- undir manna hafi komið að þessari vinnu sem hafði það markmið að ná samstöðu um mikilvægustu umbæt- ur á skóla- og frístundastarfi borg- arinnar með það í huga að nesta börn og unglinga í leikskólum, grunn- skólum og frístundastarfi sem best fyrir líf og starf. Nú liggja fyrir drög að menntastefnunni og borgarráð samþykkti í liðinni viku að senda þau út til umsagnar þeirra sem hafa hlut- verki að gegna eða hagsmuna að gæta í menntamálum borgarinnar. Náið samráð Algeng mistök við stefnumótun eru að vinna hana í þröngum hópi stjórnmálamanna og embættis- manna í efstu lögum stjórnsýslunnar og senda hana svo til þeirra sem bera uppi daglegt starf viðkomandi stofnana til innleið- ingar og fram- kvæmdar, án þess að eiga raunverulegt samráð um innihald stefnunnar og meg- ináherslur. Slík vinnubrögð bera dauðann í sér og skila litlum sem engum ár- angri. Mótun mennta- stefnu Reykjavíkur hefur farið fram í nánu samráði við kennara, skólastjórnendur, annað starfsfólk leikskóla, grunnskóla, frí- stundaheimila og félagsmiðstöðva en einnig foreldra, fræðimenn, innlenda og erlenda ráðgjafa og síðast en ekki síst börn og unglinga sem hafa sterk- ar skoðanir á því sem fram fer í skól- um og frístundastarfi borgarinnar. Loks var almenningi boðið að koma með hugmyndir, ábendingar og til- lögur í gegnum vefinn Betri Reykjavík og nýttu margir sér það tækifæri. Talið er að um 10 þúsund manns hafi komið að því að móta stefnuna á síðastliðnu ári. Ákall um breytingar Menntastefnan er ekki lýsing á núverandi menntakerfi heldur ákall um breytingar í veiga- miklum atriðum og þó sérstaklega leiðarvísir um það hvaða þætti þurfi helst að styrkja í menntamálum borgarinnar til kom- andi ára. Ýmis merki eru um að löngu tímabært sé að gera breyt- ingar á þessu kerfi. Samkvæmt ít- arlegri rannsókn Gerðar G. Óskars- dóttur og fleiri fræðimanna á starfs- háttum í grunnskólum vantar enn mikið upp á að stefnu sem leidd hef- ur verið í lög sé í raun fylgt í grunn- skólum landsins, þ.m.t. um ein- staklingsmiðað nám, nám við hæfi hvers og eins og skóla án aðgrein- ingar. Brotthvarf nemenda úr fram- haldsskólum er tvöfalt meira á Ís- landi en í löndum OECD og árangur í samanburðarkönnun PISA á náms- árangri 10. bekkjar nemenda í þrem- ur greinum sýnir afturför hjá ís- lenskum nemendum. Staða reykvískra nemenda er þar reyndar mun betri en t.d. á landsbyggðinni, sérstaklega í stærðfræði og íslensku, og reykvískir nemendur eru í 1. eða 2. sæti í samanburði milli landshluta í samræmdum prófum í 4., 7. og 10. bekk. Það er einkenni á íslensku mennta- kerfi að áhersla á hefðbundið bók- nám er mikil og meiri en í nágranna- löndunum, kennsluhættir eru enn að miklu leyti hefðbundnir og áhrif nemenda á eigið nám eru takmörkuð og fara minnkandi með hækkandi aldri. Á sama tíma fer kvíði og þung- lyndi vaxandi meðal nemenda sem reyndar er alþjóðleg þróun austan hafs og vestan. Gegn íhaldssemi Menntastefna Reykjavíkur vísar veginn úr kerfi sem að mörgu leyti er íhaldssamt með því að horfa á hvern- ig megi stuðla að alhliða menntun og þroska barna í anda Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna með áherslu á valdeflingu barna og ungmenna, að hlusta á og taka mark á sjónarmiðum þeirra um innihald og forgangsröðun náms, vinna með styrkleika og áhugasvið þeirra og draga fram það besta í hverjum og einum en ekki steypa nemendur í sama mót. Því fylgir stefna um að auka vægi list- og verknáms, útináms og náttúrugreina – sem merkilegt nokk er stærsti akkilesarhæll íslenskra nemenda í al- þjóðlegum samanburði námsárang- urs, ef marka má PISA. Það er alvarlegur dómur yfir Sjálf- stæðisflokki Brynjars Níelssonar og fleiri sem hafa tjáð sig um mennta- stefnuna á undanförnum dögum að menntamálaráðherrar flokksins skuli ekki hafa brugðist við slakri stöðu nemenda í náttúrugreinum, þó að þær niðurstöður hafi legið fyrir í fjölda ára. Reykjavíkurborg mun ekki bíða eftir leiðsögn ríkisins í þeim efnum og mun fylgja fast eftir því ákvæði menntastefnunnar að auka vægi náttúrugreina í skólastarfinu, í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki sem tengjast umhverfisvernd og náttúru. Við væntum hins vegar mikils af samvinnu við nýjan menntamálaráðherra sem hefur þegar sýnt vilja í verki til samvinnu við borgina um sameiginleg baráttu- mál eins og að styrkja stöðu kenn- ara og fjölga þeim sem leggja stund á kennslu, draga úr brotthvarfi í framhaldsskólum og bæta stöðu nemenda með annað móðurmál en íslensku. Fimm hæfniþættir í forgangi Menntastefna Reykjavíkur bygg- ist á því að setja í forgang áherslu á fimm hæfniþætti nemenda til næstu ára: félagsfærni, sjálfseflingu, læsi, sköpun og heilbrigði. Þessir þættir styðja vel við áherslur í aðal- námskrá en lýsa þó ákveðinni for- gangsröðun umfram það sem þar kemur fram. Því til viðbótar fylgja tillögur að aðgerðum sem sýna hvernig megi innleiða stefnuna, m.a. um aukna áherslu á hæfniþættina fimm. Mikilvægt er að árétta að áfram verður að sjálfsögðu unnið með ein- stakar námsgreinar, miðlun og öflun þekkingar eins og kveðið er á um í lögum og aðalnámskrá en vægi fyrr- nefndra hæfniþátta mun aukast í samræmi við þá forgangsröðun sem birst hefur í vinnu skólafólks á vett- vangi við mótun menntastefnunnar. Stóraukið fjármagn til skólaþróunar Borgarráð samþykkti í síðustu viku að samhliða samþykkt stefn- unnar í haust verði aukið verulega fjármagn til þróunarstarfs í skól- unum, sem mun renna beint til leik- skóla, grunnskóla og frístundamið- stöðva. Þannig verður á þessu ári 100 milljónum króna varið til þróun- arstarfs í skólunum og 200 millj- ónum á því næsta sem er risaskref upp á við frá þeim 19 milljónum sem voru til ráðstöfunar á síðastliðnu ári í þróunarsjóð skóla- og frístunda- ráðs. Þessu fjármagni er ætlað að tryggja að áherslur menntastefn- unnar komist strax til framkvæmda og að hver og einn leikskóli, grunn- skóli og frístundaheimili fái fjár- hagslegt og faglegt svigrúm til að innleiða stefnuna í samræmi við áherslur og forgangsröðun á hverj- um stað. Framtíðin er sannarlega björt í skóla- og frístundamálum borgar- innar. Áfram Reykjavík! Ný og framsækin menntastefna Reykjavíkur Eftir Skúla Helgason »Menntastefna Reykjavíkur vísar veginn úr kerfi, sem að mörgu leyti er íhalds- samt til framtíðar sem byggist á valdeflingu, styrkleikum og áhuga- sviðum barna. Skúli Helgason Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.