Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.05.2018, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 86 ÁRA Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina Þvottahúsið • Sérverslunina Það eru að koma sveitarstjórnar- kosningar og viðbúið er að enn eina ferðina komi flokkar og fram- bjóðendur fram í fjöl- miðlum með loforða- listann. Allt á að gera fyrir aldraða. Öllu er lofað, hvort sem um er að ræða verkefni er heyra undir ríkið eða sveitarfélög. En það er svo undar- legt með þennan lista að hann virð- ist eyðast af sjálfu sér eftir sér- hverja kosningu. Annað, sem einnig er undarlegt, er að listinn virðist ekki vera byggður á þjónustumati og könnunum heldur upphrópunum starfsfólks spítala og einstaka raunasögum í fjölmiðlum þegar keyrir um þverbak. Það er eins og þeir sem að málefnum aldraðra koma haldi að aðgengi að alþingis- og sveitarstjórnarmönnum náist frekar í gegnum tilfinningar en rök. Ræðum við fólkið sjálft Það sem við hjá framboðinu Borg- in okkar, Reykjavík viljum gera í núverandi stöðu er að láta taka sam- an fyrirliggjandi upplýsingar, m.a. um fjölda á biðlistum og framboð á þjónustu fyrir eldri borgara í Reykjavík. Til viðbótar viljum við láta gera mat á þjónustuþörf í sam- ræmi við hlutverk sveitarfélaga í þessum málaflokki, m.a. með óskum um þjónustustig með viðtölum við aldraða sjálfa, aðstandendur og starfsfólk þjónustunnar. Könnun þessi taki til eftirfarandi þátta:  Félagslegrar heimaþjónustu. Það er tilgáta okkar að nauðsyn sé á að efla félagslega heimaþjónustu og að oft og tíðum sé álag á aldraða maka of mikið. Þá megi þessi þjón- usta taka meira tillit til óska hins aldraða (notendastýrð að einhverju marki). Einnig taki hún til meiri við- veru og matargerðar sé þess óskað.  Þarfar á félagslegu húsnæði fyrir aldraða. Ekki gleyma öldruðum þegar hugað er að húsnæðismálum. Veit einhver hve margir aldraðir eru í húsnæðisvandræðum í borginni? Ríkið hefur enn ekki afnumið krónu á móti krónu skerðingu eins og það ætti fyrir löngu að vera búið að gera. Alþingis- menn segja að ríkið hafi ekki efni á því, þótt ríkið hafi efni á að greiða þeim sjálfum allt að áttföld laun aldraðra og þeir telji það sjálf- sagt að halda uppi, mánuðum saman, er- lendu fólki sem fyrir- sjáanlegt er að verði aftur vísað til síns heima. Þeir vísa í er- lendar samþykktir í því samhengi en láta eigin löggjöf um ábyrgð á öldruðum lönd og leið. Það eru ekki allir aldraðir sem eiga eigið hús- næði. Tekjur flestra aldraðra eru lágar og þeir aldraðir sem eru á strípuðum bótum Tryggingastofn- unar standa afar illa í samkeppni á leigumarkaði. Hafist verði handa með úthlutun lóða, byggingar og kaup á íbúðum fyrir þennan aldurs- hóp í samræmi við þörfina þótt óvit- urlegt sé að telja að það takist til fulls á einu kjörtímabili.  Endurnýjunar á tómstundastarfi fyrir aldraða sem taki mið af óskum hverrar kynslóðar. Þar vildum við m.a. sjá græn útivistarsvæði, án hjólabrauta, sérstaklega ætluð öldr- uðum.  Auðveldara aðgengis að félags- ráðgjöf svo sem eins og með sam- vinnu félagsþjónustunnar og heilsu- gæslu borgarinnar. Fulltrúar framboðsins Borgin okkar, Reykjavík munu koma að málefnum eldri borgara með reynslu á þessu sviði innan sinna raða. Það fer kannski ekki mikið fyrir loforðum okkar í samanburði við önnur framboð en við lofum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að koma til móts við þarfir aldraðra á fyrrgreindum sviðum sem eru jafnframt lögboðin verkefni Reykjavíkurborgar. Er ekki komið að eldri borgurum? Eftir Mörtu Bergmann Marta Bergman » Fulltrúar framboðs- ins Borgin okkar, Reykjavík munu koma að málefnum eldri borg- ara með reynslu á þessu sviði innan sinna raða. Höfundur er félagsráðgjafi. Stjórnvöld á Íslandi hafa á undanförnum áratugum látið það afskiptalaust að miklu leyti þó að börn séu beitt ofbeldi. Börnum sem fæddust fátæk- um fjölskyldum á miðjum hluta síðustu aldar var oft komið í fóstur á heimilum eins og Breiðuvík, Kumbaravogi, Reykjahlíð, Bjargi, Silungapolli og Jaðri. Þar voru mörg þessara barna beitt grófu ofbeldi, líkam- legu, andlegu og í sumum tilfellum kynferðislegu. Þau börn sem voru heyrnarlaus voru send í Heyrn- leysingjaskólann og önnur veik börn voru oft vistuð á Kópavogs- hæli. Lýsingar starfsmanna og að- standenda á aðbúnaði og meðferð barnanna eru þjóðinni til ævar- andi skammar. Stjórnvöld vissu oftar en ekki af þeim hörmungum sem áttu sér stað á þessum heim- ilum, ef heimili skyldi karla. Kirkjur hafa ekki verið „alheil- agar“ þegar kemur að grófu of- beldi gegn börnum eins og mál Landakotsskóla bar með sér. Í skólanum voru nemendur gróflega misnotaðir af starfsfólki skólans og presti Landakotskirkju. Það eru örugglega fleiri dæmi til um óafsakanlega framkomu stofnana í garð barna á síðustu áratugum. Það hefur komið í hlut stjórn- valda á síðasta áratug að biðjast afsökunar fyrir hönd fyrrverandi stjórnvalda og embættismanna. Í byrjun árs 2017 höfðu tæplega 1.000 einstaklingar fengið greidda samtals um 2,2 milljarða í formi sanngirnisbóta úr ríkissjóði. Sann- girnisbætur fyrir hvað? Jú, fyrir það að stjórnvöld kusu að líta und- an og láta ofbeldi gegn varnar- lausum einstaklingum viðgangast í áratugi án afskipta, þrátt fyrir að þeim hafi ítrekað verið bent á hvað færi fram á þessum stofn- unum. Staðan í dag er engu betri og það er engu líkara en að stjórnvöld, á hvað tíma sem þau eru við völd, líti á ofbeldi gegn börnum sem smámál sem óþarfi sé að ræða eða stöðva. Það mætti halda að stjórnvöld líti á það sem hlutverk framtíð- arstjórnvalda að biðj- ast afsökunar fyrir mistök fortíðarinnar og halda að sárin grói með því einu að „henda“ peningum á of- beldiseldinn í þeirri von að kæfa hann. En viljinn til að leysa vand- ann í eitt skipti fyrir öll virðist ekki vera fyrir hendi. Þó svo að nú sé búið að uppræta þessar pyntingabúðir hins opin- bera er enn horft fram hjá rétt- indum barna og því ofbeldi sem mörg þeirra eru beitt enn í dag. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur látið það ógert svo árum skiptir að vinna samkvæmt og virða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og þau barnaverndarlög sem sett hafa verið af þessum sömu ríkisstjórnum. Það eru hundruð barna á ári sem verða fyrir hræðilegu andlegu ofbeldi af hendi foreldra sem skilja eftir djúp en ósýnileg sár á sálum þessara varnarlausu ein- staklinga. Hér á ég við skiln- aðarbörn þar sem annað foreldrið beitir foreldraútskúfun eða tálm- un. Þá kemur annað foreldrið í veg fyrir að barnið fái að umgang- ast hitt foreldrið með óafsakan- legu andlegu ofbeldi í garð barns- ins. Barnið er heilaþvegið og gert fráhverft öðru foreldrinu og segja má að barnið fari að lifa í Stokk- hólmsheilkenni þar sem það fer að elska kvalara sinn. Það hljóta allir að vera sammála því að börn eiga rétt á því að þekkja og umgangast báða for- eldra sína. Það er einnig stað- reynd að Ísland hefur gengist við því að það beri í raun að tryggja að svo sé með undirritun Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir það eru stjórnvöld og embættismenn enn í vandræðum með að sætta sig við að ofbeldi gegn börnum sé í raun ofbeldi. Alla vega ef horft er til getuleysis þeirra til að taka á þessum alvar- lega vanda. Foreldrar komast upp með það að brjóta lög án þess að neitt sé aðhafst af hálfu embættis- manna. Þöggun á þessum málum hefur verið þægilegasta lausnin fyrir stjórnvöld til þessa. Aum- ingjaskapurinn og meðvirkni stjórnmála- og embættismanna er til skammar í þessum málaflokki. Þeim fáu aumu úrræðum sem til eru er ekki beitt og má í því sam- hengi nefna dagsektirnar. Þeir örfáu kjörkuðu þingmenn sem þora að láta til sín taka og reyna að breyta og skerpa á þess- um málum eru úthrópaðir aum- ingjar sem vilja fangelsa mæður. Málefnaleg umræða er látin fjúka út í veður og vind og ofbeldi á hendur börnum er snúið í einhvers konar kynjabaráttu fullorðinna. Ofbeldi gegn börnum, sama í hvaða mynd það birtist, á að vera yfir allar deilur og dægurþras haf- ið. Ætla núverandi ráðherrar, þing- menn og embættismenn að sýna kjark og standa vörð um börnin okkar og gefa skýr skilaboð um að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóð- anna verði virtur á Íslandi? Eða ætla þeir að horfa á forsætisráð- herra framtíðarinnar, úr elliheim- ilisrúmum sínum, biðja þau börn sem þessu ofbeldi hafa verið beitt afsökunar og dæla sanngirnis- bótum á enn einn ofbeldiseldinn gegn börnum? Hafa í áratugi horft fram hjá ofbeldi gegn börnum Eftir Ólaf W. Hand » Það hljóta allir að vera sammála því að börn eiga rétt á því að þekkja og umgangast báða foreldra sína. Ólafur Hand Höfundur er markaðsstjóri og faðir. Af og til fer ég í stórmarkað og gríp þar innkaupakörfu og fylgir yfirleitt sérhönnuð kerra, svo viðskiptavin- irnir finni síður fyrir þyngd körf- unnar og kaupi þá kannski meira. En gæta verður þess að líta aldrei ofan í körfuna ófulla. Hún geymir nefnilega ótal ummerki um það sem í hana hefur komið undanfarna mán- uði. Þar er alls kyns klíningur, líka ýmis vökvi sem hefur lekið úr hinu og þessu, auk annarra óskilgreindra óhreininda sem verslunin ætlast til að fólk geymi vörurnar sínar í, áður en það fer með þær heim í ísskápinn. Eru þessar körfur aldrei þrifnar? Það er víst ekki við því að búast að þeir, sem bjóða upp á slíkar körfur og ekki aðrar, sjái neitt að því að þeir fái að flytja hrátt kjöt til Ís- lands. Margklíndur viðskiptavinur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Þrífa stórmarkaðirnir aldrei innkaupakörfurnar? Óhreinindi Verslanir ættu að þrífa innkaupkerrur reglulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.