Morgunblaðið - 10.05.2018, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 10.05.2018, Qupperneq 51
Hitið ofninn í 180 gráður. Bræðið smjör- ið. Blandið þurrefnunum saman fyrst og blandið svo smjörinu saman við. Ef þið vilj- ið hafa deigið ögn blautara bætið þið við ½ dl af vatni. Þjappið ¾ dl af deiginu ofan í 24 cm eldfast mót og smyrjið sultunni ofan á. Dreifið afganginum af deiginu yfir. Bak- ið í um 25-30 mín. Hjónabandssæla 180 g smjör 150 g hafrar 150 g gróft spelt 70 g kókospálmasykur eða lífrænn hrásykur 50 g kókosmjöl 2 dl sulta Ljósmyndir/Snarlið Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is „Þetta var hræðilegt,“ segir Ebba hlæjandi um undanfarnar vikur og mánuði. „Ég er búin að dansa frá mér allt vit,“ segir hún en tvísýnt var hvort hún gæti tekið þátt í úrslitaþætt- inum vegna meiðsla. „Ég hafði í raun ekki hugmynd um hvað ég var að fara út í. Maður fékk svo lítinn tíma til að hugsa sig um að þetta bara gerðist. Að dansa í beinni útsendingu er ekkert grín. Fyrsti þátturinn var erfiðastur en svo auðvitað vandist þetta.“ En ertu ekki glöð núna að hafa gert þetta? „Jú, mikil ósköp. Og stolt af mér. Ég hef aldrei áður dansað þannig að þetta er pínu galið ef maður hugsar út í það.“ Sem er rétt. Það er ekkert grín að æfa í margar klukkustundir á dag sleitulaust. Fara frá heimilinu og vera ekki lengur miðja alheims- ins? „Já, ætli það sé ekki rétt hjá þér. Börnin eru að verða svo stór og þá er maður ekki eins mikilvægur þannig að lífið bara gekk sinn vanagang án mín. Sem var líka mjög hollt fyrir mig að sjá. Þau geta svo miklu meira en maður áttar sig á og það er einmitt þannig á nám- skeiðunum líka,“ segir hún en undanfarna mánuði hefur hún stýrt verkefni á vegum Krónunnar sem miðar að því að fá ungt fólk inn í eldhúsið og kenna því að elda einfaldan mat. „Ég er eiginlega alltaf frekar hissa hvað þetta gengur vel. Krakkarnir eru svo miklu flinkari en ég bjóst við. Þau eru líka svo úr- ræðagóð og dugleg. Ég er öllu kærulausari en þetta er ofboðslega skemmtilegt verkefni. Það eru tveir aldurshópar og þetta eru tólf krakkar á hverju námskeiði sem tekur tvo tíma.“ „Ég skipti krökkunum upp í tveggja eða þriggja manna hópa og við eldum saman tvo rétti sem við borðum síðan saman. Verkefnið hefur gengið ótrúlega vel og ég hefði eiginlega bara ekki trúað þessu að óreyndu.“ En hvað hefur komið henni mest á óvart? „Kannski hvað þau eru klár – miklu klárari en maður áttar sig endilega á. Eins og með manns eigin börn. Og svo úrræðagóð. Eins verð ég að við- urkenna að ég bjóst við að þau væru matvand- ari en það er fremur lítið um það.“ „En ég held að þessi námskeið geri mikið gott því það er nauðsynlegt að læra handtökin og öðlast sjálfstæði í eldhúsinu. Bara það að geta fengið sér vöfflur eftir skóla sem þú steik- ir sjálfur eða þið vinirnir saman í stað þess að fara beint út í búð. Þetta finnst mér ómet- anlegt og hlýtur að vera gott fyrir krakkana.“ Verkefnið er ókeypis fyrir þátttakendur og hefur notið mikilla vinsælda. „Við höldum svo úti öflugri heimasíðu sem er sneisafull af girni- legum en einföldum uppskriftum,“ segir Ebba en það er kannski viðeigandi að hún sé að kenna unglingum í dag að bjarga sér í eldhús- inu – svona í ljósi þess að meiri líkur eru á því en minni að foreldrar þeirra hafi átt eintak af hinni víðfrægu bók Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Sem Ebba gaf út fyrir meira en áratug og er í huga margra hið heilaga gral matarbókmenntanna. Og grunnurinn skiptir máli. Ebba hefur alltaf verið mikil talskona þess að búa vel í haginn fyrir framtíðina. Að taka ábyrgð á mataræði barnanna og leggja upp með gott og heilbrigt fæði. Þetta er því rökrétt þróun sem skilar sér í sjálfstæðari ein- staklingum sem færir eru um að bjarga sér í eldhúsi. „Maður á það líka til að hlífa börnunum,“ bætir Ebba við hugsandi. „Ég geri það alla- vega. Átta mig oft ekki á því hvað þau kunna og geta. En þetta skiptir máli. Virkilega miklu máli að við kennum börnunum þetta og und- irbúum þau fyrir framtíðina,“ segir Ebba að lokum og lýsir því yfir að hún þurfi að leggja sig. Það er nefnilega hvíldartími hjá dans- drottningunni en eftir hasarinn undanfarna mánuði er komið að kærkominni hvíld áður en næstu átök hefjast. Það er afskaplega þreytt Ebba sem heilsar blaðamanni. Ebba eða Ebba Guðný Guðmunds- dóttir er nýbúin að ljúka keppni í hinni æsispennandi danskeppni Allir geta dansað þar sem hún dansaði sig alla leið inn í úr- slitaþáttinn eftir að hafa unnið hug og hjarta þjóðarinnar eins og henni einni er lagið. Alltaf frekar hissa hvað þetta gengur vel Fjölhæf Ebba Það leikur allt í hönd- unum á Ebbu enda afburðarflink á flestum sviðum. Vinsæl námskeið Námskeiðin hafa slegið í gegn enda stórskemmtileg og kosta ekki krónu. Vöfflur 400 g spelt (eða það mjöl sem er til heima) ½ tsk. sjávarsalt 2 tsk. kardimommuduft 2 egg 40 g kaldpressuð ólífuolía (má nota kókos- olíu eða brætt smjör) 3-4 dl mjólk að eigin vali 3-4 dl vatn 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.