Morgunblaðið - 10.05.2018, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 10.05.2018, Qupperneq 52
Myllumerki Guðrún Harpa ásamt Söru Safari, stofnanda samtakanna. „Nepal er svo ótrúlegt land með ótrúlegu fólki sem er alltaf bros- andi og gjafmilt, þrátt fyrir að eiga ekkert til að gefa,“ segir Guð- rún Harpa Bjarnadóttir sem heim- sótti landið í fyrsta skipti fyrir tæpum tveimur árum síðan. Eftir þessa heimsókn mætti segja að tilviljun ein hafi ráðið því að Guðrún Harpa setti á laggirnar Íslandsdeild hjálparsamtakanna Empower Nepali Girls sem hefur það að markmiði að styrkja ungar stúlkur til náms á fátækum svæð- um í Nepal en þær eru í mikilli hættu á að vera seldar í kynlífs- þrælkun. Strákarnir eru aftur á móti í ríkara mæli sendir til menntunar og eiga samkvæmt hefðinni að sjá fyrir fjölskyldunni. „Ég hef nú ekkert verið með marga fylgjendur á Instagram nema hvað að það var einhver ókunnug kona sem líkaði við mynd mína,“ segir hún og vísar til myndar sem hún hafði myllumerkt everestbasecamp. „Ég varð voða feimin og forvitin og fór að skoða þessa konu sem heitir Sara Safari. Á fyrstu myndinni sem ég sá af henni þá var hún umkringd bros- andi, litlum, nepölskum stelpum sem var myllumerkt empower- nepaligirls.“ Myndin snerti við Guðrúnu Hörpu sem fór að kynna sér Söru betur og komst að því að hún hafði gefið út bók og gengið á Everest til að vekja athygli á stöðu stúlkna í landinu. „Ég sá strax að þetta var eitthvað sem mig langaði að hjálpa til við. Í kjölfarið sendi ég henni póst og bauð fram mína hjálp.“ Úr varð að Sara kom til Íslands og Íslands- deild samtakanna var formlega sett á laggirnar. Mitt eigið Everest á Úlfarsfelli Í dag, uppstigningardag, standa samtökin fyrir útivistardegi fjöl- skyldunnar á Úlfarsfelli og vekja þannig athygli á sér ásamt því að hvetja fólk til fjallgöngu. Allir geta tekið þátt, farið eins margar ferðir og þeir vilja, á þeim hraða sem þeim hentar, því hver og einn finnur sitt eigið Everest. „Við ætlum að byrja að labba klukkan níu í fyrramálið og vera að til klukkan ellefu um kvöldið,“ segir Guðrún Harpa um viðburð- inn. „Um hádegið ætlar svo Vilborg Arna, okkar eigin Everestfari, að hafa Everest leiðsögn fyrir krakkana upp á Úlfarsfell og fá allir krakkar sem klára verkefnið medalíu.“ Til þess að taka þátt í viðburðinum er fólk hvatt til þess að skrá sig á Facebook síðu sam- takanna og að sjálfsögðu taka alla stórfjölskylduna með. „Fólk borgar bara eitt gjald fyrir að taka þátt óháð því hversu mörg börn eða afar og ömmur eru í fjölskyldunni,“ segir Guðrún Harpa að lokum og bætir við að veðurspáin sé ljómandi góð og hvetur sem flesta til að koma og finna sitt eigið Everest um leið og þeir styrkja stoðir þessara mikilvægu samtaka. rikka@k100.is Myllumerkið opnaði nýjan heim Guðrún Harpa Bjarna- dóttir heillaðist af gjafmildi og hlýju fólks- ins í Nepal þegar hún ferðaðist þangað fyrir tæpum tveimur árum og nú er hún farin að láta til sín taka í hjálpar- starfi til að valdefla nepalskar stúlkur. Ljósmynd/Úr einkasafni Alþjóðlegt hjálparstarf Guðrún Harpa og Guðrún Ragna með ungum skólastúlkum á vettvangi í Nepal. Stofnandi Guðrún Harpa Bjarnadóttir ein af stofnendum Íslandsdeildar al- þjóðlegu hjálparsamtakanna Empower Nepali Girls. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Glæsilegt úrval af trúlofunar- og giftingarhringa- pörum Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is Verð á pari: 236.141 kr. „Kvart er svolítið svona eins og and- fýla, þú tekur eftir þessu hjá öðrum, en alls ekki ef þetta kemur ekki frá sjálfum þér,“ segir Sólveig Guð- mundsdóttir þegar hún lýsir því hvernig kvart getur virkað í sam- félaginu. Yfir 2.500 manns hafa þeg- ar skráð sig í Facebook-hóp átaksins þannig að áhuginn reynist töluverð- ur á fyrstu dögum verkefnisins. 11 milljónir manna tileinka sér kvartleysi Hugmyndin er upphaflega komin frá presti í Kansas, sem gaf söfnuði sínum armband sem átti að nýta sem verkfæri í þeirri áskorun að kvarta ekki. Fljótlega fór fólk að biðja um bönd fyrir maka og vini. Í dag eru yf- ir 11 milljónir manna í yfir 100 lönd- um búnir að taka þátt í verkefninu sem ber heitið Complaint free world. Þeim fannst hugmyndin svo sniðug að þær ákváðu að taka málin í sínar hendur og skora á íslenska þjóð. Armböndin eru áminning Þær stöllur fjárfestu sjálfar í arm- böndum og bjóða nú fría heimsend- ingu á armböndunum þannig að fólk geti strax byrjað að vinna kvartleys- ið markvisst. Maður kemur arm- Söngkonan Hera Björk Þórhallsdóttir er ein þeirra sem ætlar sér að hætta að kvarta. Hér með armbandið sem hægt er að fá heimsent. „Kvart er svolítið svona eins og andfýla“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.