Morgunblaðið - 10.05.2018, Side 54

Morgunblaðið - 10.05.2018, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 1 Fyrirmynd. Það skiptir litlu hvað sagt er á móts við þaðsem gert er. Verum góðar fyrirmyndir. Þannig elur maður sjálfan sig upp um leið og börnin. 2 Gjafir. Gefið þeim það sem fáir eða engir aðrir eru líkleg-ir til að rétta að þeim: hugleiðslu, nudd, jóga, öndunar- æfingar, gott bað með ilmolíu, gamlar sögur, kvæði, rímna- bull, gott knús og gott spjall. 3 Rammi. Börn þrá góðan og traustan ramma, sem þaugeta hvílt í. Hvikið ekki frá fáum en mikilvægum reglum: sofa vel, nærast vel, lesa vel og fá útrás fyrir hreyfiþörf dag- lega. 4 Matur. Leyfið þeim að prófa nýjan mat 15 sinnum oghaldið orðræðunni opinni og jákvæðri. Að borða er eins og að lesa, maður þarf að kunna allt stafrófið og best er að kunna skil á öllu bragðrófinu (og kunna að meta það), því sæta, beiska, salta, sterka og súra. 5 Vinir. Ræktið vináttu, sem er það næstmikilvægasta áeftir góðum fjölskyldutengslum. Kennið þeim að vera góð- ir vinir og hafið í huga það sem segir í Hávamálum um vinátt- una: Veistu ef þú vin átt/þann er þú vel trúir/og vilt þú af honum gott geta./Geði skaltu við þann blanda/og gjöfum skipta,/fara að finna oft. Eva María Jóns- dóttir er mörg- um kunn en hún starfar nú sem vef- og kynn- ingarstjóri Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hún á fjórar dætur og þrjú stjúpbörn á aldr- inum sjö til 18 ára. Hér veit- ir hún lesendum Fjölskyld- unnar sín fimm bestu uppeldisráð. Morgunblaðið/Ófeigur 5 UPPELDISRÁÐ Evu Maríu Dóra Magnúsdóttir dora@mbl.is Það er mögulegt að við sem ekki bú- um í Mosfellsbænum séum stundum pínulítið afbrýðisöm út í fólkið sem þar býr; í þessu friðsæla sveitarfé- lagi í jaðri höfuðborgarsvæðisins þar sem maður er kominn út í sveit fyrr en varir nánast eftir að hafa lokað dyrunum á eftir sér. Því verður ekki neitað að þannig var blaðakonu svo- lítið innanbrjósts er hún þurfti á gps- leiðsögn að halda á akstri framhjá hestum og túnum að nýlegu og hlý- legu finnsku bjálkahúsi við rætur Reykjafells þar sem hjónin Íris Hrund Bjarnadóttir og Guðmundur Geir Kristófersson búa ásamt ítalska skiptinemanum Arturo Batistoni. Patti, stærsti labrador-hundur sem blaðakona hefur séð, beið pollrólegur fyrir innan dyrnar, ekkert gelt og læti þrátt fyrir að ókunnugan gest bæri að garði en þó vökul augu og virkt eftirlit með nýjum gesti. Hann fékk svolítið klapp og í ljós kom að þessi risahundur er sannur ljúfling- ur með stórt hjarta. Fljótur að læra íslensku Umhyggja Írisar og Guðmundar gagnvart Arturo er augljós við fyrstu kynni. Heimilisfaðirinn dreg- ur stoltur upp síma og sýnir blaða- konu myndband af sjónvarpsviðtali sem tekið var við hann fyrir fáeinum mánuðum vegna þess hversu vel honum tókst að ná íslenskunni en það ku vera allur gangur á því hversu fljótt erlendir skiptinemar ná tökum á málinu. „Við erum einfaldlega svo heppin með skiptinema. Hann er mjög klár en svo er hann líka svolítið eins og við, rólegur og heimakær þannig að hann fellur alveg inn í heimilislífið,“ segir Íris greinilega að springa úr stolti af stráknum. Íris og Guðmundur eiga þrjár stúlkur, Gunnhildi Lillju Guðmunds- dóttur, 25 ára, í sambúð með Guð- bergi Geir Jónssyni, 27 ára, og eiga þau von á sínu fyrsta barni, litlum dreng í byrjun júní og eðlilega mikil eftirvænting í fjölskyldunni. Mið- dóttirin heitir Ásthildur Jóna Guð- mundsdóttir og er 23 ára og eru báð- ar eldri dæturnar fluttar að heiman og stunda nám í viðskiptafræði í HÍ. Yngsta dóttirin, heimasætan, heitir Regína og er 17 ára. Eftir að hafa alið upp þrjár dætur búa hjónin núna einvörðungu með einn ítalskan prins á heimilinu. Breytingarnar á samsetningu fjöl- skyldunnar hófust með því að yngsta dóttirin varð áhugasöm um skipti- nám erlendis. Hún hafði farið á kynningu um skiptinám og kynnti hugmyndina fyrir foreldrum sínum í kjölfarið sem tóku vel í hana og sögðu að ef þetta væri eitthvað sem hún virkilega vildi þá væru þau til í að styðja hana. „Og það kom í ljós að þetta var eitthvað sem hún virkilega vildi því hún sá um alla pappíra sjálf og annan undirbúning. Mjög skipulögð, þann- ig að við bara reyndum að standa við bakið á henni eins og við gátum,“ segir Íris. Regína fór til Frakklands fyrir um níu mánuðum og líður vel núna en hefur þurft að skipta um fjölskyldu eins og stundum getur gerst í skipti- námi. Mamma hennar segir að það hafi verið andleg veikindi í fyrri fjöl- skyldunni og það hafi tekið dóttur þeirra nokkurn tíma að átta sig á að heimilishaldið var smitað af þeim veikindum. Meðal annars af því að þetta var ekki eitthvað sem gerðist allt í einu en var þó allt umlykjandi. Hún á sem betur fer góða hollenska vinkonu í Chatellerault, þar sem hún býr, sem einnig er skiptinemi en hún benti henni á að fyrsta fjölskyldan hentaði henni ekki og að hún ætti að finna sér aðra. Sem hún gerði upp á eigin spýtur án þess að vekja áhyggj- ur hjá foreldrum sínum. Miklar breytingar áttu sér stað í lífi fjölskyldunnar þegar faðir Írisar lést fremur skyndilega um það bil þegar þau voru að flytja í nýja bjálkahúsið fyrir um þremur og hálf- um mánuði. Regína kom heim frá Frakklandi til að fylgja afa sínum síðasta spölinn og lét þá foreldra sína vita af breytingunum og að ný fjöl- skylda biði hennar þegar hún kæmi út aftur. Sem reyndust svo vera hjónin sem hýsa hollensku vinkon- una. Hún hafði kviðið því að skipta um fjölskyldu því pabbinn í fyrri fjöl- skyldunni er kennari í skólanum hennar en það hefur svo ekki reynst vera neitt vandamál. Allt fór vel og hún er mjög sátt í Chatellerault. Einfaldara pasta og frjálslegri samskipti „Við ætluðum svo sem ekkert að taka skiptinema í staðinn. Vorum ekkert mótfallin því en vorum heldur ekkert að pæla í því. Þekktum lítið til skiptináms og svona. En svo komu póstar frá AFS þar sem óskað var eftir fjölskyldum fyrir erlenda skiptinema og við fórum að velta fyr- ir okkur að við gætum alveg eins tek- ið á móti skiptinema. Rétt eins og einhver fjölskylda úti í heimi var tilbúin að taka á móti dóttur okkar. Svo við nefndum að við værum tilbú- in að skoða möguleikann á að hýsa skiptinema en þá voru mörg tilvik þar sem skiptinemarnir voru með dýraofnæmi og við auðvitað með hann Patta okkar. Hins vegar kom upp ófyrirséð atvik í þeirri fjölskyldu sem ætlaði að taka við Arturo og hann var fjölskyldulaus fyrstu þrjár vikurnar. Svo sem í góðum höndum hjá AFS en samt ekki í þeirri stöðu sem hann hafði ætlað sér á Íslandi svo það kom hálfgert neyðarkall frá samtökunum vegna hans. Við spurð- um hvort hann væri með ofnæmi og svo reyndist ekki vera. Þá bara small þetta,“ segir Íris og Guðmundur tek- ur undir. Arturo segir að lífið í Mosfells- bænum og heima í Flórens sé ekki svo ýkja ólíkt þó svo að umhverfi, veðurfar og fleira sé augljóslega mjög ólíkt. En svo eru það þessir litlu hlutir eins og að heima borði hann bara pasta í hádeginu en í Mosó er pastamáltíð kvöldmatur. Og hjón- in benda á að hann hafi sko kennt þeim að borða pasta upp á nýtt. Við Íslendingar gerum oft alls kyns flóknar sósur sem tekur langan tíma að elda en Arturo hafi kennt þeim einfaldleika í matseld, einkum þegar pasta er eldað, og sá matur sé alls ekki síðri. Hann segir ennfremur að áherslurnar séu öðruvísi í skólanum en hann stundar nám í Versl- unarskóla Íslands. Þar sé sérhæf- ingin töluvert meiri á námsbrautum en hann á að venjast frá Ítalíu en að sama skapi ágætt úrval valnám- skeiða. Einnig eru samskiptin við kennarana mun opnari og frjálslegri hérlendis en á Ítalíu eru kennarar ávarpaðir með eftirnafni og þéraðir. Arturo segir að það hafi komið sér svolítið á óvart hvað það er oft margt um manninn á heimili Írisar og Guð- mundar. „Svolítið eins og á Suður- Ítalíu! Alltaf fólk að koma og fara og afar gestkvæmt.“ Hann segir að þetta sé öðruvísi en hann eigi að venjast heima í Flórens. Íris segir að þetta geti stafað að því að þau Guð- mundur séu bæði utan af landi, en þau ólust upp á sitthvorum helmingi landsins í austri og vestri. Hún er af Austfjörðum en hann af Snæfells- nesinu en þau kynntust í Ólafsvík eftir að foreldrar Írisar voru fluttir til Reykjavíkur. Sveitin í borginni Íris segir að fólk detti oft inn í heimsókn hjá þeim, svolítið eins og í sveitinni. Það er ekkert endilega ver- ið að hringja á undan og blaðakonu rekur minni til að svoleiðis hafi það einmitt verið í hennar uppvexti, þeg- ar elsta kynslóð landsins hafi verið að ala upp sín börn. Að þá hafi oft verið meira um að fólk heimsótti hvað annað á kvöldin en þetta hafi breyst. Nú heimsæki fólk ekki hvað annað nema það sé þaulskipulagt. „Já, ætli við höfum ekki tekið sveitina með okkur í borgina því þetta er svona enn þá úti á landi,“ segir Íris. „Mikill samgangur og oft mjög gestkvæmt.“ Íris, Guðmundur, dætur þeirra, tengdasonur og skiptinemi eru í nán- um tengslum við fólkið sitt og nátt- úruna í Mosfellsbænum og ljóst að litli ófæddi drengurinn á gott líf í vændum. Einstaklega heppin með skiptinema Hjónin Íris Hrund og Guðmundur Geir búa ásamt ítalska skipti- nemanum Arturo í Mos- fellsbænum og hund- inum Patta. Yngsta dóttirinn er skiptinemi í Frakklandi og eldri dæt- urnar koma gjarna í heimsókn og oft mikið um gestagang að íslenskum sveitasið. Morgunblaðið/Eggert Sveitin í borginni Íris og Guðmundur búa í Mosfellsbænum ásamt ítalska skiptinemanum Arturo en nærfjölskyldan kemur oft í heimsókn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.