Morgunblaðið - 10.05.2018, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 10.05.2018, Qupperneq 55
55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Módel: Sandra Ósk Aradóttir  Ég á tvö börn á aldrinum 9 og 11 ára sem gleyma alltaf öllu alls stað- ar. Þau gleyma íþróttafötum á æf- ingum, nótum í tónlistarskólunum, skilja hjól eftir hjá vinum sínum, vettlingaskúffan er full af stökum vettlingum, dóttirin skilar afar sjald- an teygjum úr hárinu, þau koma heim í einum sokk (hvernig er það hægt?), sundfötin verða eftir í skól- anum og bara … allt sem getur gleymst eða týnst gleymist eða týn- ist. Ég er búin að öskra, hóta, brjál- ast, biðja þau fallega, fórna hönd- um, umbuna og ég veit ekki hvað. Ég tek fram að þau eru ágætlega greind þannig að gleymskan og virðingarleysið gagnvart hlutum skrifast ekki á greindarskort. Hvað á ég að gera? Ég skil þig mjög vel að verða pirruð og leið yfir þessari hegðun annars yndislegu (geri ég ráð fyr- ir) barnanna þinna. Virkar eins og einbeittur brotavilji í bland við fullkomið virðingarleysi fyrir eig- um sínum og þér. Ég vildi að ég gæti gefið þér skothelt ráð eins og t.d. að gefa þeim sítrónuvatn á fastandi maga og málið væri dautt, en því miður. Það er samt margt hægt að gera. Fyrst langar mig að biðja þig að setja þig í þeirra spor, hegðun er oft arfgeng svo kannski kannast þú sjálf við að gleyma hlutum og týna hér og þar? Nema þetta komi beint frá tengdó? Hvort sem er finnst öllum erfitt og leiðinlegt að týna og gleyma hlutunum sínum. Flest börn hafa góða færni til þess að taka eftir mörgu í einu í umhverfi sínu, frábær hæfileiki en getur jafnframt orsakað að hlutir eða atriði sem skipta þau ekki eins miklu máli, gleymast. Þetta er ekki einbeittur brotavilji og trúðu mér þetta veldur þeim líka mikilli streitu. Þetta „PANG“ í hjartanu þegar þau fatta að þau hafi gleymt eða týnt einhverju einu sinni enn. Góðar venjur þarf að kenna Uppeldi á m.a. að beinast að því að kenna ungunum okkar góðar venjur sem nýtast þeim líka á full- orðinsárum. Ég hvet þig til þess að segja þeim að þú sért að æfa þau í að passa hlutina sína því þegar þau verða eldri geta þau líklega keypt sér eða fá gefins eitthvað sem þau virkilega langar í. Þá væri nú fúlt að vera ekki bú- in að læra að passa upp á dótið sitt. Börn þurfa að sjá tilgang með því sem þau eiga að læra eða gera, alveg eins og við fullorðna fólkið. Svo þarf að skipuleggja! Fáðu þau í lið með þér, það er best að taka eitt atriði fyrir í einu og þá í 3-5 vikur. Tökum sem dæmi að þið mynduð byrja á hjólinu, þá gætuð þið sett litaða teygju á úlnliðinn áður en þau fara út í daginn eða eitthvað annað sem er þeim sýni- legt og hjálpar þeim að muna eftir hjólinu. Þetta með að öskra og garga virkar ekki, en umbun gæti frekar virkað. Kannski vilja þau umbun í lok vikunnar ef þau hafa náð að standa sig alla vikuna, það gæti virkað hvetjandi. Refsingu á að nota sparlega og varlega, en stundum þarf að grípa til þess að refsa, aldrei lengi og eins lítið og hægt er, gætir t.d. tekið skjátím- ann þann dag sem hjólið gleymist. Það er líka mikilvægt að þau finni að þú trúir því að þau geti passað hjólið sitt. Hafðu þau líka með í að ákveða umbun og refsingu. Ef þú nærð að fylgja skipulag- inu ykkar eftir næst árangur. Það mikilvægasta er að við foreldrar höfum úthald í að kenna þessa nýju hegðun. Eftir 3-5 vikur er komin ný braut í heilann þeirra, „ég man alltaf eftir hjólinu mínu“. Þá er hægt að taka næsta hlut fyrir. Stundum skilar einföld og markviss vinna með einn hlut þeim árangri að þau muna frekar eftir öllu hinu. Ég hvet þig til þess að leggja áherslu á það sem skipt- ir mestu máli, ekki gera mál úr sokkum eða hárteygjum, það veld- ur bara óþarfa streitu og álagi á ykkur öll. Mundu líka að hrósa og hvetja þig sjálfa, þú getur kennt þessum bráðgáfuðu snúðum að passa hlut- ina sína. Nú ef þetta virkar ekki gætir þú prófað sítrónuvatnið. Spurt og svarað Börn sem gleyma alltaf öllu alls staðar Spurningum sem berast Fjölskyld- unni á mbl.is svar- ar SÓL sálfræði- og læknisþjónusta en þar starfar hópur fagfólks sem leggur metnað sinn í að veita börn- um, ungmennum og fjölskyldum þeirra góða þjónustu. Nánari upplýsingar á www.sol.is Gleymin börn Sítrónuvatn á fastandi maga er ólíklegt til að draga úr gleymsku barna. Getty Images/iStockphoto
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.