Morgunblaðið - 10.05.2018, Page 61
DÆGRADVÖL 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
DUX PASCAL SYSTEM
Sérsniðna gormakaerfið
Líkamar allra eru einstakir.
Þess vegna býður Pascal de Luxe yfirdýnan upp á sérsniðin
þægindasvæði sem gerir tveimur einstaklingum kleift að velja fullkomnu
stillinguna fyrir axlirnar, neðra bakið og fótleggina þeirra.
Pascal kerfið er í boði fyrir öll DUX rúm, annað hvort
sem fellt inn í rúmið eða sem sérstök yfirdýna.
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Besta leiðin til að takast á við daginn
er að vinna hörðum höndum og búast við litlu
frá öðrum. Hættu eltingaleik við aðra og
hugsaðu um sjálfa/n þig.
20. apríl - 20. maí
Naut Viljir þú styrkja vináttuböndin skaltu
muna að góðir vinir geta verið saman bæði í
sorg og gleði. Hlutirnir eru að breytast og
það kemur sér vel að þú hefur mikla aðlög-
unarhæfni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Samskipti þín við fólk eru svo ná-
kvæm og næm að þú þarft næstum aldrei að
hækka röddina til að leggja áherslu á mál
þitt.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Gættu þess að taka engu sem sjálf-
sögðum hlut ella muntu iðrast þess síðar.
Einbeittu þér að því sem þú ert að fást við og
leyfðu engum að trufla þig á meðan.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þín kann að bíða einstakt tækifæri í dag
og ríður á miklu að þú þekkir þinn vitj-
unartíma. Mundu að hlutirnir gerast ekki
sjálfkrafa og þú þarft að hafa fyrir þeim.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þótt þú viljir hjálpa vinum með allt, þá
getur það komið í veg fyrir að þeir læri sjálfir
að bjarga sér. Hafðu gát á öllu, því þannig
kemstu hjá áföllunum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur látið ýmsa hluti reka á reið-
anum en nú er komið að skuldadögum.
Reyndu að dæma aðra með sama umburð-
arlyndinu og þú vilt verða dæmdur með.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Það er hætt við valdabaráttu
innan fjölskyldunnar í dag. Ef þú þarft að
leggja spilin á borðið skaltu gera það kurt-
eislega.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Veltu þér ekki upp úr gömlum
málum því öllum verða á mistök. Þú þarft að
huga vel að stöðu þinni jafnvel þótt það þýði
að þú látir vandamál sem vind um eyru þjóta.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er freistandi að gefa loforð
núna, en reyndu að standast það og ekki
segja neitt sem gerir þig vandræðalegan
seinna meir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Mistökin eru til að læra af þeim
svo hættu að refsa sjálfri/sjálfum þér og
gerðu bara betur næst. Lausn verkefnis ligg-
ur nær þér en þig grunar í fljótu bragði.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það á ekki alltaf við að treysta á guð
og lukkuna. Það er alveg óvitlaust að leggja
örlítið til hliðar og eiga varasjóð ef eitthvað
óvænt kemur upp á.
Þú skalt ekkert vera að lesa þetta,þú fyllist bara óþarfa bjartsýni,“
sagði yfirmaður íþróttadeildarinnar
við Víkverja, þegar hinn síðarnefndi
rambaði fram á próförk með viðtali
við Pálma Rafn Pálmason, leikmann
KR, sem valinn var besti leikmaður
2. umferðar Íslandsmóts karla í
knattspyrnu.
x x x
Hann vissi sem var, að bjartsýni,sérstaklega þegar hún tengist
KR, er ekki beint í genum Víkverja,
og að ef hann leyfði sér að vona gæti
áfallið í haust, þegar KR vinnur lík-
legast ekki neitt hreinlega orðið Vík-
verja til tjóns. Hver veit hvað það
gæti gert þessum dagfarsprúða
svartsýnismanni sem Víkverji er að
trúa því að KR, af öllum liðum, gæti
orðið meistari?
x x x
Allt kom þó fyrir ekki, Víkverji lasviðtalið og viti menn, hann er
eiginlega bara orðinn nokkuð hýr á
brá varðandi knattspyrnusumarið. Í
hillingum sér Víkverji fyrir sér að
KR-ingar muni nú eflaust bara
vinna rest, verða Íslands- og bikar-
meistarar og jafnvel Evrópu-
meistarar líka, þrátt fyrir það lítil-
væga smáræði að KR komst ekki í
Evrópukeppnina síðasta sumar. En
það hlýtur bara að vera hægt að
gera undanþágu fyrir Stórveldið, er
það ekki?
x x x
Raunar minnir þetta allt saman áþað þegar Víkverji á unglings-
aldri „stýrði“ hinum og þessum lið-
um í „Championship Manager“-
leikjunum og átti barasta ágætlega
farsælan feril sem knattspyrnu-
stjóri. Víkverji er að vísu ekki viss
um það að þessir leikir hafi elst vel,
en í minningunni voru þeir líkari því
að horfa á Excel-skjal heldur en
tölvuleik. Engu að síður var hægt að
lifa sig aðeins of mikið inn í þá. Það
þarf til dæmis ekki að leita lengi á
netinu til þess að finna reynslusögur
annarra „stjóra“ úr þessum leikjum.
Sumar þeirra hafa verið færðar svo
mikið í stílinn, að Víkverji virðist
nánast „normal“ í samanburðinum.
Og þá er mikið sagt. vikverji@mbl.is
Víkverji
Og Jesús sagði við alla: „Hver sem vill
fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki
kross sinn daglega og fylgi mér
(Lúk: 9.23)
Hjálmar Freysteinsson seturgjarna á fésbókarsíðu sína
góðar stökur eða vísur, sem birst
hafa á Boðnarmiði. Þessi er eftir
Dagbjart Dagbjartsson ort 30.
apríl:
Þetta er ekkert glens né grín,
gerist fátt um skjólin
og lóan syngur ljóðin sín
líkt og sálm um jólin.
Nokkrar athugasemdir bárust.
Reir frá Drangsnesi spurði hvort
hret væri á Hrísum.
„Nánast hvítt,“ svaraði Dag-
bjartur og Árni Gunnarsson talaði
um „kvíðabeyglu“:
Sveljan ýfir vík og vog-
vekur ugg hjá bændum.
Hrímað tún á Hrísum og
hungurjarm í vændum.
Hljóðið í Gunnari J. Straumland
var ekki gott:
Lóur hvæsa dirrindí
með drápsglampa í augum.
Alkuls vorið olli því
að þær fóru á taugum.
Hljóðið var bjartara í Pétri
Stefánssyni á Boðnarmiði á mánu-
dag:
Stíga öldur. Stormar geisa.
Steypist regn á freðinn svörð.
Brátt mun snjó af landi leysa,
lóur syngja um alla jörð.
Gróðurjurtir, grænir hagar
glitra sólarljósi í,
þegar vorsins vænstu dagar
vekja allt til lífs á ný.
Ekki er það fallegt veðurhljóðið
í Jóni Gissurarsyni þegar hann
skrifar: „Í suðvestanhryðjunum
sem gengið hafa yfir landið síð-
ustu dagana standa hrossahópar
landsmanna við heyrúllurnar sem
þeim eru gefnar og hama sig
gegn veðrinu, en halda sig lítt að
beit.
Vítt um leiti varnar beit
vindasteytingurinn
Krenkir sveitir, kælir reit
krapahreytingurinn.
Það var í fréttum í Morgun-
blaðinu að umboðsmaður Alþingis
telur að það sé ekki í samræmi
við lög að Matvælastofnun ráði til
starfa dýralækna sem ekki hafa
vald á íslenskri tungu. Anton
Helgi Jónsson yrkir:
Íslensku gjarnan mæla má
maður sem lækna dýrin á.
Dagfinnur best þó djobbið kann;
dýramál skilur og talar hann.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Lóur, kvíðabeygla
og dýralæknar
„ÉG BRAUST TIL METORÐA ÚR SÁRRI
FÁTÆKT. ÞÚ ÆTTIR ENDILEGA AÐ FARA
Í SÝNINGARFERÐ FYRIRTÆKISINS.“
„Í HVERT SINN SEM ÞÚ ÝTIR Á ÞENNAN
HNAPP SKALTU MUNA AÐ ÞAÐ VERÐUR ÉG
SEM TEK SAUMANA ÚR ÞÉR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera besti pabbi í
heimi!
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG SÉ Á ÚRINU
MÍNU…
…AÐ ÞAÐ ER
KOMINN TÍMI TIL…
…AÐ VELTA ÞVÍ FYRIR SÉR
HVERS VEGNA ÉG ER MEÐ ÚR
GRÍMUR GRIMMI, ÉG FRÉTTI
AÐ ÞÚ HEFÐIR BITIÐ EYRAÐ
AF ÓVINI ÞÍNUM!
EKKI TRÚA
SÖGUSÖGNUNUM!
HANN VAR VINUR!