Morgunblaðið - 10.05.2018, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 10.05.2018, Qupperneq 63
á við um furðulega mörg af þeim handritum sem eru í umferð í dag – þá sérstaklega hjá upprennandi handritshöfundum. Þetta er algjör brenglun. Aðlögunarhæfni karla- valdsins er engum takmörkum háð. Ef þú ætlar að skrifa kvikmynd sem er ekki í kynbundnu jafnvægi, gerðu það þá og stattu við það – ekki ljúga að sjálfum þér og öðrum að þú sért að gera eitthvað annað. Það skal tekið fram að til er fullt af frábærum kvikmyndum, þar með talið femínískum, sem standast ekki prófið – Run Lola Run er dæmi um slíka mynd. Bechdel sagði það til að mynda sjálf í viðtali árið 2014 að prófið væri langt frá því að vera fullkomið og nefndi kvikmyndina Jackie Brown sem dæmi um góða mynd sem stæðist það ekki – prófið átti einfaldlega að vekja fólk til um- hugsunar. Prófið átti hins vegar aldrei að verða sauðargæra karl- manna sem kalla sig jafnréttissinna en ala á ójöfnuði! Karlmaður skrifar konu Sjálfur er ég hvítur karlmaður. Einhverjir gætu bent mér á að ég væri hluti af vandamálinu og það að ég skuli vera að tjá mig um þetta væri ekkert annað en mín eigin rottuleið til að vera réttum megin við línuna. Það er eflaust ákveðið sannleikskorn í þeim orðum. Mér þykir það hins vegar liggja í augum uppi að það sé betra að nýta sér for- réttindastöðu til að reyna láta gott af sér leiða en að sitja aðgerðarlaus. „Ekki skrifa um eitthvað sem þú veist ekkert um,“ eru einkunn- arorð margra prófessora og spek- inga þegar þekkingu er miðlað áfram til upprennandi handritshöf- unda. Og ég er sammála því að mörgu leyti. Margir taka orðin hins vegar svo, að það skuli aðeins vera skrifaðar persónur sem eru sam- kynja höfundi. Karlar skrifa karla og konur skrifa konur. Ég meina, hvernig á karlmaður að geta sett sig í spor konu og skrifað slíka per- sónu? Þvílíkur ógerningur! Viðkom- andi handritshöfundur fer síðan og skrifar um eiturlyfjabaróna án þess að hafa nokkurn tímann séð kókaín í sínu lifandi lífi eða guði og engla þrátt fyrir að það næsta sem við- komandi hefur komist hinu heilaga er bíltúr í Breiðholtið; himnaríki á jörðu. Það er algjört kjaftæði að karl- ar geti ekki skrifað konur og konur geti ekki skrifað karla. Meðal fólks ríkir margt sammannlegt sem áhugavert er að kanna óháð því hvaða kyn á í hlut. Orð þessi eru ef til vill kristölluð í svari George R.R. Martins þegar hann var spurður hvernig í ósköpunum hann færi að því að skrifa svona góðar kvenkyns persónur þegar hann væri sjálfur með typpi: „Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að konur væru mann- eskjur.“ Vandamálið verður hins vegar engan veginn leyst með því að fá fleiri karlkyns handritshöfunda til að skrifa fleiri kvenkyns persónur með kjöt á beinunum. Enda fá handritshöfundar sjaldnast að eiga síðasta orðið. Vandamálið verður leyst með því að auka fjölbreytni þeirra sem á bak við verkin standa. » Prófið átti hinsvegar aldrei að verða sauðargæra karlmanna sem kalla sig jafnréttis- sinna en ala á ójöfnuði! Hrollvekja Úr kvikmyndinni 28 Days Later sem stenst Bechdel-prófið. Sendill í London lendir í slysi og rankar við sér á sjúkrahúsi 28 dögum síðar og kemst að því að djöflaveira hefur nær útrýmt öllu mannlífi í stórborginni. Fellur Úr þýsku kvikmyndinni Lola rennt, eða Run Lola Run á ensku, er ein þeirra fjölmörgu kvikmynda sögunnar sem standast ekki Bechdel-prófið. MENNING 63 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 2018 Roman Polanski ætlar að höfða mál á hendur Bandarísku kvikmyndaaka- demíunni, sem ár hvert útdeilir Ósk- arsverðlaunum, í kjölfar þess að hann var rekinn úr akademíunni vegna brota á siðareglum hennar sem kveða á um að koma skuli fram við aðrar manneskjur af virðingu. Í frétt á vef Guardian er vitnað í bréf sem Harland Braun, lögmaður Polanski, sendi akademíunni þar sem hann bendir á að akademían hafi hvorki farið eftir eigin reglum né lögum sem gilda í Kaliforníu þar sem Polanski hafi ekki verið veittur rétt- ur til andmæla. „Við drögum ekki í efa réttmæti ákvörðunarinnar, en gerum athugasemd við að stofnunin hafi virt að vettugi eigin viðmið og brotið gegn lögum sem gilda í Kali- forníu,“ segir í bréfinu sem Los Ang- eles Times greindi fyrst frá. Polanski hefur viðurkennt að hafa nauðgað 13 ára stúlku árið 1977 og er sökum þess eftirlýstur í Bandaríkjunum og dvelur landflótta í París. Stuttu áður en hann var rekinn úr akademíunni lýsti Polanski metoo-byltingunni sem múgæsingi og móðursýki í viðtali við Newsweek Polska. „Allir eru að reyna að styðja við þessa hreyfingu, aðallega út af ótta … Þetta er algjör hræsni,“ segir Polanski. Jan Olszewski, lögmaður Polanski, segir það „al- gjöran misskilning og áreitni“ að líkja Polanski við Bill Cosby, sem sam- tímis var rekinn úr akademíunni eftir að hafa verið sakfelldur fyrir kyn- ferðislegt ofbeldi og bíður nú dóms í máli sínu. Polanski höfðar mál gegn akademíunni Leikstjórinn Roman Polanski er ósáttur við brottreksturinn. AFP Morgunblaðið/Kristinn Stórsöngvari Kristinn Sigmundsson kemur fram á styrktartónleikum fyrir Kvennaathvarfið á laugardag. Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Fim 10/5 kl. 20:00 29. s Fös 18/5 kl. 20:00 32. s Sun 27/5 kl. 20:00 35. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s Fim 17/5 kl. 20:00 31. s Fös 25/5 kl. 20:00 34. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fim 10/5 kl. 20:30 aukas. Fim 17/5 kl. 20:30 23. s Fös 25/5 kl. 20:30 aukas. Fös 11/5 kl. 20:30 16. s Fös 18/5 kl. 20:30 24. s Lau 26/5 kl. 20:30 aukas. Sun 13/5 kl. 20:30 22. s Lau 19/5 kl. 20:30 aukas. Mið 16/5 kl. 20:30 aukas. Fim 24/5 kl. 20:30 aukas. Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Hin lánsömu (Stóra sviðið) Sun 13/5 kl. 20:00 3. s Mið 16/5 kl. 20:00 4. s Kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 8.sýn Fös 8/6 kl. 19:30 10.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Stríð (Stóra sviðið) Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l Faðirinn (Kassinn) Sun 13/5 kl. 19:30 50.sýn Síðustu sýningar komnar í sölu Aðfaranótt (Kassinn) Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 16/5 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Á flakki um landið) Þri 15/5 kl. 11:00 Vestm.eyjar Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.