Morgunblaðið - 10.05.2018, Side 76

Morgunblaðið - 10.05.2018, Side 76
FIMMTUDAGUR 10. MAÍ 130. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Ummæli Þórðar gerðu útslagið 2. Lýst eftir Hafþóri Helgasyni 3. Lægð í dýpri kantinum 4. Keyptu fokhelt hús í Mosó »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Fjölbreytt eurovision- lög í kórbúningi  Gradualekór Langholtskirkju flytur fjölbreytt eurovisionlög, bæði gömul og ný, íslensk og erlend, á tónleikum sínum í Langholtskirkju á morgun, föstudag, kl. 19.30. Sérstakur gestur er Sigríður Thorlacius og stjórnandi er Þorvaldur Örn Davíðsson sem sjálfur útsetti fjölda laganna.  Myndlistarsýn- ing Guðlaugar Friðriksdóttur verður opnuð í dag, uppstigning- ardag, kl. 15.30 í Gallerí Göngum, sem eru göngin milli Háteigs- kirkju og safn- aðarheimilis kirkjunnar við Háteigs- veg. Gengið er inn frá safnaðar- heimilinu. Að sögn listakonunnar hefur innihald bænadaganna verið henni hugleikið allt frá barnæsku. Myndirnar eru litaflæði, málaðar með olíulitum á striga. Guðlaug opnar sýn- ingu í Gallerí Göngum  Komið er að lokum tveggja sýninga í Listasafni Árnesinga, það eru Þjórsá, sem er innsetning og umhverfisverk eftir Borghildi Óskarsdóttur, og Undirstaða og uppspretta – sýn á safneign þar sem verk í eigu safnsins eru til skoðunar. Í dag, á síðasta sýningar- degi, kl. 15 gengur Inga Jónsdóttir sýn- ingarstjóri um sýn- ingarnar með gestum og svarar spurn- ingum. Safnstjóri með leið- sögn við sýningarlok Á föstudag Austlæg átt, 10-15 og rigning, en hægari og yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti 7 til 12 stig. Á laugardag Breytileg átt 3-8 m/s og víða þurrt og bjart, en aust- an 8-13, skýjað og dálítil rigning á Suðurlandi og Austfjörðum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða suðvestan 8-15 síðdegis en norðaustan 10-15 á Vestfjörðum. Léttir til norðaustanlands undir kvöld. VEÐUR Á morgun verður kynnt hvaða 23 leikmenn skipa ís- lenska liðið í heimsmeist- arakeppni karla í knatt- spyrnu í Rússlandi í sumar. Heimir Hallgrímsson lands- liðsþjálfari getur þó gert breytingar á hópnum allt þar til einn sólarhringur er í fyrsta leik Íslands á HM, gegn Argentínu. Hann getur skilað inn allt að 35 nöfnum til FIFA þótt 23 skipi hóp- inn. » 1 Svigrúm til breyt- inga fram að HM „Segja má að þetta komist nálægt því að vera fullkomin leiktíð hjá okk- ur. Menn hafa verið mjög einbeittir frá því síðasta sumar. Í fyrra féllum við um deild á markatölu og þegar við hittumst í upphafi undirbúnings- tímabilsins var stefnan sett á að fara strax upp í efstu deild á ný. Það tókst og menn eru rosalega ánægðir með það,“ segir Arnór Þór Gunnarsson, lands- liðsmaður í hand- bolta, um tímabilið hjá Bergischer í Þýskalandi. »4 Kemst nálægt því að vera fullkomin leiktíð Íslandsmeistararnir í Þór/KA eru með sex stig eftir tvo fyrstu leiki sína í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en Ak- ureyrarliðið vann nýliðana í HK/Víkingi 3:0 á heimavelli í gærkvöld. ÍBV lék sinn fyrsta leik á tímabilinu og gerði góða ferð í Hafnarfjörð en þar unnu Eyjakonur sigur á FH, 3:1. »2 Meistararnir eru með fullt hús stiga ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Gunnar Karl Jóhannesson varð í 2. sæti í Cadet-flokki (flokki framdrif- inna bíla og ökumanna undir 25 ára aldri) í fyrstu umferð breska meist- aramótsins í ralli á dögunum. „Eng- inn Íslendingur hefur náð svona langt í þessu og það var einstök til- finning að standa á verðlaunapalli fyrir framan fjölda áhorfenda og myndavéla,“ segir ökumaðurinn, sem er aðeins 21 árs. Áður en að keppninni í Carlisle í Wales kom tók Gunnar Karl þátt í tveimur mótum í annarri mótaröð, varð í 10. sæti í sínum flokki í Cambrian-rallkeppninni og í 7. sæti í Rallynuts Stages (www.gunnarkarl- rallydriver.com). Hann flutti til Wal- es í febrúar og hefur síðan einbeitt sér að atvinnumennskunni í akstr- inum og því sem henni viðkemur. Kostnaðurinn skilar sér „Það tók tíma að læra á bílinn, það er nýtt fyrir mig að keyra framdrif- inn bíl, gírkassinn er líka öðruvísi en ég á að venjast og ég hafði ekki ekið með George Gwynn, aðstoðarmanni mínum, í þrjú ár, en þetta hefur gengið vel og ég er mjög ánægður með árangurinn,“ segir Gunnar Karl. Hann nýtur aðstoðar Matt- hews Edwards, eins fremsta rall- ökumanns Bretlands, en hann sigr- aði í keppninni í Carlisle þegar á heildina er litið. Þá er hann með við- gerðarmenn sem störfuðu áður fyrir M-sport, núverandi heimsmeistara í greininni. „Þessir menn hafa kennt mér mik- ið á skömmum tíma, hraðinn eykst stöðugt og öryggið samfara því,“ segir Gunnar Karl. Aðalatriðið sé að vera þolinmóður og vandvirkur. „Ég gæti farið hraðar en þá tæki ég of mikla áhættu. Ég verð því að hugsa um að auka hraðann jafnt og þétt án þess að ætla mér um of.“ Næsta mót verður í Belgíu 21.-23. júní. Gunnar Karl segir að það verði enn stærra í sniðum og enn þekktari keppendur bætist í hópinn. „Það er í raun ótrúlegt að vera hluti af þessari mótaröð en það kostar líka sitt og ef ég næ ekki að fá nægar styrktar- auglýsingar verð ég að selja rallbíl- inn sem ég hef notað í keppni á Ís- landi.“ Gunar Karl segist hafa gert sér grein fyrir því að undirbúningurinn og þátttakan yrðu mjög kostnaðar- söm. Í því sambandi nefnir hann kostnað vegna starfsmanna, æfinga- daga, þjálfunar, dekkja og elds- neytis fyrir utan uppihaldskostnað. „Þetta er samt dýrara en ég hélt og ég verð að gera hlé á undirbún- ingnum úti þar til ég verð búinn að tryggja mér nægt fjármagn,“ segir Gunnar Karl, sem kom heim til Ís- lands fyrir helgi í þeim erindagjörð- um. Hann ætlar samt ekki að leggja árar í bát. „Ég tel mig eiga mögu- leika á að sigra í samanlögðu í mín- um flokki og fagna titlinum í haust og stefni að því. Með það í huga læt ég ekkert stöðva mig og 2. sætið í nýliðinni keppni gefur mér auka- kraft.“ Árangurinn gefur aukakraft  Í 2. sæti í 1. um- ferð breska meist- aramótsins í ralli Árangrinum fagnað George Gwynn og Gunnar Karl kampakátir í Brampton með 2. sætið í fyrstu rallkeppninni. Rall Félagarnir á fullri ferð í keppninni í Wales á dögunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.