Morgunblaðið - 19.05.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.05.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Tveir af sex prófessorum við Guð- fræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands eru kaþólskrar trú- ar. Eitt af höfuð- hlutverkum deildarinnar er að mennta presta og aðra starfs- menn hinnar lúthersku þjóð- kirkju á Íslandi. Það er gert sam- kvæmt sérstök- um samstarfs- samningi deildarinnar við embætti biskups. Prófessorar deild- arinnar eiga sjálfkrafa rétt til setu á prestastefnu, einn úr þeirra hópi sit- ur á kirkjuþingi og þeir taka þátt í biskupskjöri. Það hefur þó nokkur undanfarin ár verið skilyrði fyrir kosningarétti við biskupskjör að við- komandi prófessor sé innan þjóð- kirkjunnar. „Ég lít á það sem persónulegt mál hvaða kirkjudeild hver og einn til- heyrir. Þetta eru ekki opinberar upplýsingar,“ sagði Arnfríður Guð- mundsdóttir, forseti Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar, í samtali við Morgunblaðið, þegar hún var spurð að því hvort það hefði einhver áhrif á samband deildarinnar við þjóðkirkjuna að hluti hinna föstu kennara væri kaþólskrar trúar. Hún sagði að í deildinni ríkti akademískt frelsi eins og í háskólanum öllum og ráðningar í kennaraembætti færu ekki eftir trúarskoðunum. Samkvæmt upplýsingum blaðsins gekk Rúnar Már Þorsteinsson, pró- fessor í nýjatestamentisfræðum, í rómversk-kaþólsku kirkjuna um síð- ustu páska. Áður hafði Pétur Pét- ursson prófessor gengið sömu kirkjudeild á hönd. Arnfríður segir að Guðfræði- og trúarbragðafræðideildin muni hér eftir sem hingað til uppfylla ákvæði samnings við biskupsembættið um starfsmenntun fyrir þjóðkirkjuna. Þegar hún var spurð að því hvort það skipti ekki máli hvaða trú guð- fræðiprófessorar játuðu benti hún á að hér væri ekki um ólíka trú að ræða heldur aðild að mismunandi kirkjudeildum sem báðar játuðu kristna trú. Mjög mikilvægt væri að hafa þetta atriði í huga. Arnfríður bætti því við að í sjálfu sér væri það ekki frágangssök þótt kennarar í Guðfræði- og trúar- bragðafræðideild væru ekki krist- innar trúar. Í deildinni eins og há- skólanum almennt ríkti akademískt frelsi til kennslu og rannsókna. Samningurinn við biskup um starfs- menntun takmarkaði ekki akadem- ískt frelsi einstakra kennara. Hins vegar væru í honum ákvæði um þjálfun nemenda í predikunarfræð- um og öðrum fögum innan kenni- mannlegrar guðfræði fyrir þjóð- kirkjuna og á því sviði gæti komið fram áherslumunur í kennslu. „En það er bara úrvinnslumál hér hvern- ig sá þáttur er leystur,“ sagði Arn- fríður. Tveir guðfræðiprófessorar kaþólskir  Hefur ekki áhrif á starfsmenntun fyrir þjóðkirkjuna, segir deildarforseti Morgunblaðið/Ómar Trú Guðfræðideild Háskólans annast m.a. starfsmenntun fyrir hina lúth- ersku þjóðkirkju á Íslandi samkvæmt samningi við embætti biskups. Arnfríður Guðmundsdóttir Krakkar úr 3. og 4. bekk frá frístundaheim- ilunum Frostheimum, Draumalandi, Eldflaug- inni og Halastjörnunni hittust á Klambratúni í auk þess sem frístundaheimilin kepptu um það hver ætti besta stuðningsliðið og flottasta kassa- bílinn. gær þar sem haldið var torfærukassabílarall frí- stundaheimila Tjarnarinnar. Í rallinu var keppt um fyrsta og annað sætið í kynjaskiptum liðum Knáir krakkar kepptu í kassabílaralli á Klambratúni Morgunblaðið/Hari Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Við Skólaveg 5 í Hnífsdal má finna 130 fermetra einbýlishús sem staðið hefur autt í nokkur ár, en fasteignin er í eigu Íbúðalánasjóðs. Þegar ná- grannar höfðu samband við sjóðinn, meðal annars til að kvarta undan órækt í garði hússins og útbreiðslu kerfils þaðan í nálæga garða, kom í ljós að húsið var ekki skráð á sölu. Hafði þá gleymst að setja fasteigna- auglýsinguna aftur í birtingu eftir að ákveðið var að taka hana tímabundið út af sölusíðum. „Ég held að þetta hús sé nú bara að verða ónýtt – það er orðið hálf- myglað að innan,“ sagði íbúi í Hnífs- dal í samtali við Morgunblaðið. „Húsið lítur sæmilega út að utan, en það er kerfill í öllum garðinum og hann er farinn að breiða vel úr sér,“ bætti Hnífsdælingurinn við, en tekið er sérstaklega fram í fasteignaaug- lýsingu hússins, sem birt var í vik- unni, að lóðin sé „falleg og gróin“. Þar segir einnig um húsið að gólf séu léleg, gler og gluggar ónýtir og að „miklar rakaskemmdir og mygla“ sé í veggjum og lofti. Þá er innrétt- ing í eldhúsi ónýt sem og baðkarið, þakkantur lélegur og múrskemmdir utanhúss. Svipaða sögu má segja af bílskúr hússins, en hann er sagður í „mjög lélegu ásigkomulagi“. Fæst húsið keypt á 7,5 milljónir króna. Nýtt verðmat skemmdi fyrir Hjá Íbúðalánasjóði fengust þær upplýsingar að söluauglýsingin hefði verið fjarlægð úr birtingu þegar ver- ið var að framkvæma nýtt verðmat. „[E]n vegna mannlegra mistaka var hún ekki sett inn á ný.“ Þá harmar Íbúðalánasjóður þessi mistök og hef- ur í kjölfarið „hert eftirlit með því að allar eignir sem sjóðurinn er með til sölu séu aðgengilegar almenningi á netinu“. Einbýlishús gleymdist í Hnífsdal  Húsið er í eigu Íbúðalánasjóðs Ljósmynd/Fasteignavefur mbl.is Fundið Við Skólaveg stendur þetta hús sem gleymdist í nokkurn tíma. Dómur var felldur í Héraðsdómi Reykjaness í gær í máli Þorsteins Halldórssonar. Hann var þar dæmd- ur til sjö ára fangelsisvistar fyrir gróf kynferðisbrot gegn ungum dreng. Tvær ákærur voru lagðar fram gegn Þorsteini: Í þeirri fyrri var hann sakaður um brot gegn hegn- ingar- og barnaverndarlögum og sagður hafa tælt dreng frá því að brotaþolinn var 15 til 17 ára gamall. Þetta hafi Þorsteinn gert með því að bjóða drengnum fíkniefni, peninga, tóbak, farsíma og aðrar gjafir. Einn- ig er hann sakaður um að hafa brotið ítrekað gegn nálgunarbanni. Í seinni ákærunni var Þorsteinn sakaður um að nauðga drengnum þegar hann var 18 ára. Þar á meðal er hann sakaður um að hafa haldið honum nauðugum og nauðgað hon- um ítrekað á fimm daga bili frá 6.-11. janúar á þessu ári. Nauðganirnar fóru fram á heimili Þorsteins og á gistiheimili en brotaþoli kom skila- boðum til foreldra sinna um það hvar hann væri með smáforritinu Snapchat. Hyggst áfrýja dómnum Guðrún Björg Birgisdóttir, verj- andi Þorsteins, hefur staðfest sak- fellingu skjólstæðings síns en segir einnig að Þorsteinn hyggist áfrýja dómnum á grundvelli sakleysis síns. Þorsteinn hefur gert athugasemdir við málsmeðferð og sönnunargögn í seinni ákærunni. Dæmdur í sjö ára fangelsi  Sakfelldur fyrir gróf kynferðisbrot Ekki er von á blíðviðri um hvíta- sunnuhelgina. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna veð- urs á Suðurlandi, Faxaflóa, Breiða- firði, Suðausturlandi og miðhálend- inu. Í dag er gert ráð fyrir krapa eða snjó á Mosfells- og Hellisheið- um fram eftir morgni. Akstursbann er á fjölmörgum hálendisvegum um þessar mundir þar sem þeir eru margir viðkvæmir meðan frost hverfur úr jörðu. Vegagerðin vek- ur athygli á að venjubundinni vetr- arþjónustu er lokið og að ekkert ferðaveður sé nú fyrir húsbíla og bíla með aftanívagna. Slydda gæti myndast á fjallvegum og hált gæti orðið að kvöldi og morgni. Lítið ferðaveður um hvítasunnuhelgina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.