Morgunblaðið - 19.05.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 19.05.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Allir þessir erlendu fréttamenn vilja tala við Heimi þjálfara og hann er fullbókaður fram yfir kveðjuleikinn við Gana 7. júní. Við höfum þurft að velja og hafna og það þarf að vera eitthvað sérstakt til að við reynum að koma fleirum að. Hann er jú að und- irbúa landslið Íslands fyrir þátttöku í lokakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu,“ segir Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi og markaðsstjóri KSÍ. Hann segir að viðtöl við Heimi á þessu ári skipti nú þegar tugum í miðlum frá öllum heimshornum. Auk þessa séu hefðbundnir fjöl- miðlaviðburðir eins og blaða- mannafundir þar sem Heimir hafi verið í aðalhlutverki. Þá hafi margir erlendir og innlendir miðlar líka heimsótt leikmenn landsliðsins til þeirra félaga. Ómar segir að erlendir fjölmiðlar sýni íslenska landsliðinu mikinn áhuga og ný erindi berist á hverjum degi. Þegar spjallað var við hann hafði hann nýlega kvatt fulltrúa rík- issjónvarpsins í Argentínu. Stöðin boðaði komu sjónvarpsliðs frá úti- búinu í Barcelona hingað til lands í lok mánaðarins. Plássið er að fyllast „Margir erlendir miðlar fylgdust með fyrstu umferðinni í Pepsi- deildinni og svo verður fjöldinn allur af erlendum stöðvum úr öllum heims- hornum á leikjunum við Noreg og Gana í byrjun júní. Við erum að taka við umsóknum um aðstöðu og aðgang að vellinum þessa dagana og þurfum að loka fljótlega því við höfum tak- markað pláss sem er að fyllast,“ segir Ómar. Hann segir að andstæðingar Ís- lands í riðlakeppninni sýni mikinn áhuga á Íslandi, sérstaklega Argent- ína, en einnig Króatía og Nígería. Fjölmargir miðlar frá Suður- Ameríku, Bandaríkjunum, Japan, Kína og Ástralíu hafi lagt leið sína hingað og að sjálfsögðu frá Evrópu. Fyrir Evrópumótið í Frakklandi 2016 hafi athyglin einkum verið frá Evrópulöndum, en nú sé engin álfa undanskilin. Í mörgum tilvikum sé um fjölmiðla og fréttastofur að ræða sem starfa á heimsvísu, en sjónvarpsstöðvar hafi verið áberandi. Ómar nefnir sem dæmi að frá breska ríkisútvarpinu, BBC, sem sé með margar stöðvar og rásir, hafi komið fólk úr öllum áttum. Af hverju á þessum stalli? „Fyrsta spurning er yfirleitt af hverju íslenska landsliðið sé á þess- um stalli í heimsfótboltanum,“ segir Ómar. „Við erum með svör á reiðum höndum við mörgum spurningum og tölfræði um knattspyrnuhús, þjálf- aramenntun og þess háttar. Þeir sem koma hingað mynda gjarnan æfingar, aðstæður, knattspyrnuvelli og -hús og krakka í fótbolta. Okkur finnst mikilvægt að taka vel á móti þessu fólki og greiða götu þess eins og við getum. Auk knattspyrn- unnar snýst þetta um Ísland og ímynd landsins.“ Auk þessa er sérstök dagskrá þar sem fjölmiðlar hafa aðgang að leik- mönnum. Þar sé einkum miðað við íþróttamiðla og „þar á bæ þekkja menn okkar vinnulag og reglur“. Óm- ar segir að starfið sé hálfgerður línu- dans á milli þess að þjónusta fjölmiðla vel, en um leið að tryggja að aðgang- urinn verði ekki svo mikill að hann trufli íþróttalegan undirbúning. Lokaundirbúningurinn hafinn Í gær hófst lokaundirbúningur landsliðsins er þeir fimm leik- menn sem komnir eru heim að loknu keppnistímabili erlendis mættu á æfingu á Laugardals- velli. Næstu daga fjölgar í hópnum og í byrjun júní verða tveir landsleikir á Laugardalsvelli. Laugar- daginn 2. júní mætir Lars Lagerbäck með sína menn í norska landsliðinu og 7. júní verður leikið gegn Gana. Eftir 28 daga, laugar- daginn 16. júní klukkan 13, mætir Ísland síðan liði Argentínu á Spartak- vellinum í Moskvu í fyrsta leiknum í lokakeppni HM. Heimir um allan heim  Landsliðsþjálfarinn eftirsóttur og nánast fullbókaður  Mikill fjölmiðlaáhugi og erlendar stöðvar úr öllum heimshornum boða komu sína á landsleikina í júní Morgunblaðið/Eggert Heima Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson glaðbeittur á æfingu á Laugardalsvelli í gær. Ýmist snjóaði á þá leikmenn sem mættir voru á æfinguna eða sólin skein. Létt var yfir mönnum, en stóra stundin nálgast. „Við erum oft spurð um fjöl- skylduhagi leikmanna, uppáhalds þetta og uppáhalds hitt, en látum allt slíkt afskiptalaust. Alls konar fyrirspurnum um menningu, mataræði, þjóðareinkenni og þess háttar vísum við gjarnan á Íslands- stofu,“ segir Ómar Smárason. „Skrýtnasta spurning sem ég hef fengið í þessu starfi var í tengslum við Evrópumótið í Frakklandi. Þá spurði breskur frétta- maður að því hvort mörgæsir væru al- mennt á matardiskum Íslendinga. Ég spurði á móti hvort hann væri að grínast því mör- gæsir væru ekki á norðurhveli jarðar. Það virtist koma flatt upp á manninn.“ Mörgæsir í matinn? ÓLÍKAR SPURNINGAR Ómar Smárason 28 DAGAR Í FYRSTA LEIK ÍSLANDS Í júní verða steindir gluggar Gerðar Helgadóttur á suðurhlið Kópavogs- kirkju teknir niður og sendir til við- gerðar í Oidtmann-glerverksmiðj- unum í Þýskalandi, sem annaðist gerð þeirra og uppsetningu á sínum tíma. Á meðan verður gert við gler á utan- verðri suðurhlið kirkjunnar, sem er mest áveðurs. Steindu gluggarnir verða svo settir aftur upp eftir viðgerð í september. Í sumar verður jafnframt gert við allt rafkerfi kirkjunnar. Að sögn Sigurðar Arnarsonar, sóknarprests í Kársnessókn, var orðin þörf á að gera við blýið sem tengir ein- ingarnar í gluggunum. Gler í gluggum Gerðar er í raun innra byrðið, en skipt verður alveg um ytra byrðið. Þessi viðgerð og aðrar endurbætur á hús- næði kirkjunnar eru orðnar brýnar og skiptir kostnaður milljónum króna. Ýmsir sjóðir, Kópavogsbær og vel- unnarar kirkjunnar hafa lagt henni ómetanlegt lið á margvíslegan hátt í þessum stóru verkefnum, að sögn Sig- urðar. Breyting á helgihaldi Kópavogskirkja var reist 1958-1962 eftir teikningum frá embætti húsa- meistara ríkisins sem Hörður Bjarna- son veitti forstöðu á þeim tíma. Ragn- ar Emilsson, arkitekt hjá embættinu, vann ásamt húsameistara mikið að teikningu kirkjunnar. Steindir gluggar listakonunnar Gerðar Helga- dóttur sem prýða kirkjuna setja mik- inn svip á hana og ljá henni yfirbragð helgi, friðar og listrænnar fágunar, segir á heimasíðunni. Ekki verða guðsþjónustur og mess- ur í kirkjunni á sunnudögum frá júní- byrjun og fram eftir sumri og er bent á helgihald í öðrum kirkjum Kópa- vogs. Í ágúst og september verða guðsþjónstur og messur á sunnudög- um í Safnaðarheimilinu Borgum. aij@mbl.is Ljósmynd/Sigurður Arnarson Listasmíð Gluggar Gerðar setja mikinn svip á Kópavogskirkju. Viðgerðir á Kópa- vogskirkju  Gluggar Gerðar sendir til Þýskalands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.