Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Tilkynnt hefur nú verið um tilnefningar til Safnaverðlaunanna 2018. Íslensku safnaverðlaunin er viðurkenning veitt annað hvert ár íslensku safni fyrir fram- úrskarandi starfsemi. Sem fyrr gátu almenningur, stofnanir og félagasamtök sent inn ábendingar um safn eða einstök verkefni á starfs- sviði safna sem þykja til eftirbreytni og íslensku safnastarfi til framdráttar. Valnefnd hefur tilnefnt eftirfarandi þrjú söfn og hlýtur eitt þeirra verðlaunin. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhendir Safnaverðlaunin 2018 við hátíð- lega athöfn þann 5. júní. Íslandsdeild alþjóðaráðs safna – ICOM og FÍSOS – Félag íslenskra safna og safnmanna standa saman að verðlaununum. ÍSLENSKU SAFNAVERÐLAUNIN 2018 Listasafn Árnesinga Grasagarður Reykjavíkur Varðveislu- og rannsóknasetur Þjóðminjasafns Íslands TIL HAMINGJU MEÐ TILNEFNINGAR TIL SAFNAVERÐLAUNANNA 2018 fór fram í Reykjavík 11.-12. október 1986 lágu þrjú hótelskip í Gömlu höfninni. Tvö rússnesk skip lágu við Ægisgarð, Baltika og Georg Ots. Norska ferjan Boletta lá við Aust- urbakka. Gorbachev og Raisa kona hans kusu að búa um borð í Georg Ots meðan á dvöl þeirra stóð. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Endurbyggja þarf bryggjuna í Gufunesi ef hún á að geta þjónað skipum. Hluti hennar brann fyrir nokkrum árum auk þess sem ekkert hefur verið gert fyrir hana frá því að Áburðarverksmiðjan hætti starf- semi þar árið 2002. Þetta segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóa- hafna. Reykjavíkurborg hefur borist fyrirspurn dagsett 27. mars síðast- liðinn varðandi mögulega staðsetn- ingu gistiskips við bryggju í Gufu- nesi. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra hjá borg- inni. Bryggjupláss ekki tiltækt „Það koma reglulega fyrir- spurninr til okkar um hvort hægt sé að leggja skipi til að stunda hót- elrekstur. Svar okkar hefur alltaf verið neikvætt,“ segir Gísli. Hann segir að í fyrsta lagi hafi Faxaflóahafnir ekki bryggjupláss til að taka skip í viðvarandi legu. Í öðru lagi þurfi hótelstarfsemi tals- vert svæði á landi sem ekki sé fyrir hendi. Í þriðja lagi sé regluverk um rekstur hótelskipa ófullkomið, t.d. er varðar brunavarnir, leyfismál og fleira. Í fjórða lagi hafi Faxaflóa- hafnir ekki viljað heimila rekstur sem væri í raun í samkeppni við starfsemi á landi þar sem ýmis gjöld eru greidd sem ekki eiga við um viðlegu skipa (fasteignagjöld o.fl.). Í fimmta lagi séu hugmyndir um svona skip mismunandi, sum séu með haffæri en önnur tæp á slíku. „Við höfum því ekki áhuga á að taka í Gömlu höfnina svona rekstur því ef hann fer illa þá sitjum við uppi með skipin,“ segir Gísli. Hann kveðst vita til þess að fleiri hafnir hafi fengið svona beiðnir, t.d. Hornafjörður og Hafnarfjörður. Þegar leiðtogafundur Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbachev Sovétleiðtoga Gistiskip getur ekki lagst að Gufunesi  Gufuneshöfnin ónýt  Starfsemi hótelskipa ekki heimiluð í Reykjavík Morgunblaðið/Ómar Gufuneshöfn Gamli Þór lá lengi við bryggjuna, illa farinn eins og bryggjan sjálf.. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Arnarlón ehf. sem viljað hefur kaupa eignir Dalabyggðar á Laugum í Sæ- lingsdal en hefur ekki uppfyllt skil- yrði tilboðs síns hefur lagt fyrir sveitarstjórnina tillögu að lausn. Felst það í því að kaupandinn fellur frá kaupum á jörðinni Sælingsdals- tungu og mun kaupverðið lækka sem því nemur. Samkomulag var um að Arnarlón ehf. keypti eignir Dalabyggðar á Laugum þar sem áður var rekinn grunnskóli. Þar eru skólahús, heimavistir, íþróttahús, sundlaug og fjögur íbúðarhús auk hótelálmu með 20 herbergjum sem eru áföst skóla- húsinu. Þá fylgja hlutir úr jörðum. Á Laugum hefur verið rekið sumar- hótel og ungmennabúðir á vetrum. Arnarlón hyggst efla þar ferðaþjón- ustuna. Sveitarstjórn féllst á að lána hluta kaupverðsins gegn fyrsta eða öðrum veðrétti en kaupandinn mun ekki hafa getað fjármagnað kaupin með því móti, að minnsta kosti óskaði hann eftir því að veðið yrði fært á 3. veðrétt. Það gat sveitarstjórn ekki sætt sig við og sleit viðræðunum. Fá áfram fullt verð Í frétt á vef Dalabyggðar í fyrra- dag kemur fram að Arnarlón hafi gert athugasemdir við þessa af- greiðslu á þeim forsendum að drög að samningum hafi verið til umræðu en ekki endanlegir samningar til samþykktar eða synjunar. Lagði Arnarlón fram tillögu til lausnar á málinu. Jörðin Sælings- dalstunga verði undanskilin í við- skiptunum og kaupverðið lækkað um 55 milljónir kr. Tilboð fyrirtæk- isins var sundurliðað á sínum tíma og þetta var söluverð jarðarinnar. Arnarlón áskilur sér jafnframt kauprétt og forkaupsrétt á þeim hluta Sælingsdalstungu sem skipu- lagður hefur verið fyrir frístunda- húsabyggð og golfvöll. Meginhluti jarðarinnar, þar á meðal allt beiti- landið, yrði þá áfram í eigu Dala- byggðar en um það hafði einmitt verið kurr meðal nágrannabænda þegar til stóð að selja jörðina. Sveinn Pálsson sveitarstjóri segir að ef þetta gengur eftir fái Dala- byggð sama söluandvirði fyrir eign- irnar og áður var áætlað en haldi eft- ir meginþorra lands Sælingsdals- tungu. Seljendalán verði á 2. veð- rétti, á eftir láni Byggðastofnunar, og mönnum líði ágætlega með þá stöðu. Hann segist hinsvegar ekkert vita um niðurstöðuna en tillaga Arn- arlóns verður lögð fyrir fund sveit- arstjórnar 24. maí, tveimur dögum fyrir kosningar. Aðspurður tekur hann fram að sveitarstjórn hafi unn- ið að þessu máli í mörg ár og hún hafi fullt umboð fram að kosningum og starfi raunar fram að fyrsta fundi nýrrar sveitarstjórnar. Sveitarstjórn hefur áformað að nota söluandvirði eignanna til að byggja nýja íþróttaaðstöðu við grunnskólann í Búðardal en þeim áformum var frestað þegar menn töldu að ekki yrði af sölunni. Vilja undanskilja Sælingsdalstungu  Ræða tveimur dögum fyrir kosn- ingar nýjar hugmyndir um sölu Lauga Morgunblaðið/Eggert Laugar Útbúin þrautabraut fyrir unglingabúðir í Sælingsdal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.