Morgunblaðið - 19.05.2018, Page 24

Morgunblaðið - 19.05.2018, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 HAFNARFJÖRÐUR VEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Átta flokkar bjóða fram til bæjar- stjórnar í Hafnarfirði að þessu sinni og munu aðeins einu sinni hafa verið jafn margir. Flokkarnir eru Fram- sókn og óháðir, Viðreisn, Sjálfstæð- isflokkurinn, Bæjarlistinn, Miðflokk- urinn, Píratar, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta eftir síðustu kosningar. Ljóst er að breyt- ing verður þar á því Björt framtíð býður ekki fram nú. Ef marka má nýlega skoðanakönnun Fréttablaðs- ins í bænum myndu sex flokkar ná inn manni, allir nema Viðreisn og Bæjarlistinn. Umskipti hafa orðið í fjármálum bæjarins eftir erfiða tíma. Ríflega 1,3 milljarða afgangur varð af rekstr- inum í fyrra en skuldahlutfallið er 159%, hið hæsta meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Kominn tími á framkvæmdir Íbúar sem Morgunblaðið ræddi við telja að bjart sé yfir bænum og tímabil uppbyggingar fari í hönd. Eftir að hafa þurft að herða sultar- ólina sé tímabært að huga að fram- kvæmdum og löngu tímabæru við- haldi í Hafnarfirði. „Mér finnst ánægjulegt að sjá hversu vel hefur gengið að grynnka á skuldunum. Það er gömul saga og ný að ef þú skuldar mikið þá geturðu ekki gert mikið. Bærinn hefur látið á sjá á síðustu árum, sem er svo sem ekkert óeðlilegt, en nú myndi ég vilja sjá gott og öflugt átak til að koma honum aftur á sinn stall. Við viljum fagran og snyrtilegan bæ. Ráðamenn hafa verið að stæra sig af góðum ár- angri, nú þarf að sýna bæjarbúum þetta í verki,“ segir Guðjón Árnason, iðnrekstrarfræðingur og fyrrverandi handboltakempa í FH, sem hefur bú- ið í bænum alla sína tíð. Skortur á húsnæði Íbúar í bænum nefndu margir að mikill skortur væri á húsnæði. Betra útlit væri í hjúkrunarrýmum nú þegar verið væri að byggja við Sólvang en unga fólkið hefði alveg verið skilið eftir. Ógrynni af ungu Morgunblaðið/Eggert Hafnarfjörður Eftir mögur ár hefur fjárhagsstaðan batnað og nú virðist tímabil uppbyggingar fram undan. Mikil tækifæri í Notting Hill Íslands  Íbúar í Hafnarfirði telja kominn tíma á viðhald í bænum  „Þarna ætlum við að auka lífsgæði fólks,“ segir Eva Michelsen, nýráðinn verkefnastjóri Lífsgæðaseturs í hin- um fornfræga St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. St. Jósefsspítali er eitt af þekktari kennileitum bæjarins en hefur staðið auður síðan 2011. Styr hefur staðið um framtíð hússins en í fyrrasumar festi bærinn kaup á því og skipaði starfshóp til að móta framtíðar- stefnu þess. Ákveðið var að setja á stofn Lífsgæðasetur, heilsa – sam- félag – sköpun, þar sem verði fjöl- breytt og lifandi starfsemi á sviði heilsuverndar og sköpunar í sam- ræmi við heilsustefnu Hafnarfjarðar. St. Jósefsspítali var byggður árið 1926 af St. Jósefssystrum. Arkitekt hússins, sem er tæpir 3.000 fermetr- ar, var Guðjón Samúelsson, húsa- meistari ríkisins. Eva segir í samtali við Morgun- blaðið að alls kyns starfsemi geti rúmast í húsinu. Flottur hópur sótti um „Hér gætu til dæmis verið sjúkra- þjálfarar, jógakennarar, sálfræðingar, leirlistarfólk, myndlistarfólk og hér gæti verið heilsuefling fyrir eldri borgara eða aðra sem þurfa á slíku að halda. Hugtakið er mjög vítt og nú er unnið að undirbúningi. Fyrsti umsóknarfrestur um að koma með starfsemi í húsið rann út 30. apríl og það var mjög flottur hópur sem sótti um. Nú þarf að huga að nýtingu hússins og sjá hvaða starfsemi pass- ar hér inn.“ Þessa dagana er unnið að endur- bótum á húsinu sem hefur drabbast niður á undanförnum árum. Verið er að rífa glerhýsi sem var utan á hús- inu og þjónaði sem anddyri. Þá á að skipta um alla glugga og þeir nýju verða í frönskum stíl eins og var í upphafi. Hugmyndin er að St. Jósefs- spítali verði færður í upprunalegt horf eins og unnt er. „Það er áætlað að taka húsið í notkun í áföngum. Við vitum ekki hvenær nákvæmlega en vonandi verður fyrsta fólkið kom- ið inn einhvern tímann á þessu ári.“ Eva starfaði áður sem fram- kvæmdastjóri Húss sjávarklasans og hún kveðst vonast eftir að viðlíka stemning myndist í St. Jósefsspítala og gerði þar. „Þar var ótrúleg samstaða. Ólík- legustu fyrirtæki og aðilar hófu að vinna saman og það getur vonandi gerst hér. Ef til vill kemur líka ein- hver frumkvöðlastarfsemi hingað, að hér verði til nýjar hugmyndir, ný verkefni og nýtt samstarf.“ Hægt er að fylgjast með fram- vindu verksins á heimasíðunni hafnarfjordur.is/stjo. hdm@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Nýtt upphaf St. Jósefsspítali verður Lífsgæðasetur undir stjórn Evu. St. Jósefsspítali fær nýtt hlutverk sem Lífsgæðasetur „Við fengum þetta húsnæði fyrir um tveim vikum síðan og þeir hafa verið duglegir við að setja upp veggi og undirbúa allt,“ segir Hörður Sturluson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði. Eins og Morgunblaðið hefur áð- ur greint frá var í byrjun árs sett á fót verkefnið Karlar í skúrum. Það er að erlendri fyrirmynd og snýst um að veita eldri mönnum tækifæri til að sinna hugðarefnum sínum og um leið að koma í veg fyrir fé- lagslega einangrun. Fjórtán karlar eru skráðir til leiks og hafa beðið eftir hentugu húsnæði síðan í byrj- un árs. Nú hafa þeir fengið inni að Helluhrauni 8. Þegar Morgunblaðið heilsaði upp á karlana í vikunni lá vel á þeim. Þeir sögðu stefnuna vera að menn gætu sinnt listmálun, hnífa- smíði, skartgripasmíði, tálgun og ljósmyndun í „skúrnum“ en reynt sé að skapa aðstæður fyrir allar hugmyndir. Félagslegi þátturinn vegur þungt og þeir sögðu einróma að kaffitíminn og spjallið í honum Kaffitíminn er heil- agur hjá körlunum  14 karlar hittast nú í „skúrnum“Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Einfaldlega hollt og gott snakk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.