Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 Karl Bretaprins leiðir Meghan Markle síðustu metrana upp að alt- arinu í dag þegar hún gengur að eiga son hans, Harry prins. Til stóð að faðir brúðarinnar, Thomas Markle, leiddi hana inn kirkjugólfið en til- kynnt var að hann gæti það ekki vegna þess að hann hefði þurft að fara í hjartaaðgerð. Fyrr í vikunni var skýrt frá því að Markle hefði sviðsett myndatöku af sjálfum sér í samráði við ljósmynd- ara slúðurtímarits og hann sagðist skammast sín svo mikið að hann ætl- aði ekki að fara í brúðkaup dóttur sinnar. Hermt er að hann hafi fengið jafnvirði rúmra 14 milljóna króna fyrir sviðsetninguna. Fréttavefurinn TMZ kveðst hafa heimildir fyrir því að Markle hafi samþykkt myndatök- una með það fyrir augum að bæta ímynd sína, koma fram „sem ástrík- ur faðir að búa sig undir brúðkaup dóttur sinnar, en ekki sem ómann- blendin fyllibytta“. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa enn- fremur skýrt frá því að Meghan hafi ekki boðið hálfbróður sínum og hálf- systur í brúðkaupið. Hermt er að hálfsystirin sé á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í bílslysi á flótta undan ljós- myndurum slúðurblaða. Þótt hálf- bróðurnum hafi ekki verið boðið í brúðkaupið er hann sagður hafast við í grennd við Windsor-kastala þar sem brúðhjónin verða gefin saman. Hirðinni brást bogalistin Allur þessi vandræðagangur virð- ist hafa komið hirðinni í opna skjöldu og bresk dagblöð hafa gagn- rýnt starfsmenn Kensington-hallar, bústaðar prinsins, fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir „Markle-klúðrið“, eins og það er kallað. „Starfsmönnum Kensington- hallar brást bogalistin í samskipt- unum við tengdafjölskylduna,“ hefur fréttaveitan AFP eftir blaðamann- inum og rithöfundinum Penny Jun- or, sem hefur skrifað bækur um ævi Karls krónprins, Díönu prinsessu, Vilhjálms prins og Harry. „Tengda- fjölskyldan er orðin stærri frétt en sjálft brúðkaupið og það er sorg- legt.“ Junor segir að Meghan sé vön því að vera í sviðsljósi fjölmiðla en foreldrar hennar og systkin ekki. „Hirðin í Kensington-höll hefði átt að senda einhvern yfir Atlantshafið til að hjálpa þeim, veita þeim ráðgjöf og stuðning, búa þau undir brúð- kaupið og allt sem því fylgir.“ Hermt er að Meghan taki það nærri sér að faðir hennar skuli ekki vera viðstaddur brúðkaupið. Í til- kynningu frá Kensington-höll sagði í gær að brúðurin hefði beðið Karl krónprins um að ganga með sér upp að altarinu og það væri honum sönn gleði að geta boðið hana velkomna í fjölskylduna með þeim hætti. Skýrt var þó frá því að Meghan myndi ganga ein inn kirkjugólfið, en Karl tæki þar á móti henni og leiddi hana síðustu metrana að altarinu. Ennfremur var skýrt frá því að afi brúðgumans, Filippus drottningar- maður, sem er 96 ára, yrði við- staddur brúðkaupið þótt hann hefði gengist undir skurðaðgerð á mjöðm nýlega. bogi@mbl.is Karl leiðir Markle upp að altarinu  Vandræðagangur í tengslum við fjölskyldu brúðarinnar skyggði á undirbún- ing brúðkaups Harrys prins og Meghan Markle  Bresk blöð gagnrýna hirðina Windsor-kastali LONDON 3 Brúðkaup íWindsor Trúlofuðust Nóv. Harry staðfesti samband þeirra Fóru saman í náttúru- skoðunarferð um Botsvana Júlí Ágúst 2016 2017 Leiðir þeirra lágu saman í matarboði sameiginlegra vina í NewYork 2011 2000-2011 Giftist kvikmynda- framleiðandanum Trevor Engelson Fékk hlutverk Rachel Zane í lögfræðidramanu Suits 15. sept. 1984 Fæddist í London 1997 Móðir hans, Díana, dó í bílslysi 2004 Starfaði á heimili fyrir munaðarlaus börn í Lesótó 2005-2006 Var í herþjálfun í Sandhurst Olli uppnámi með því að klæðast nasista- búningi í veislu vinar síns Jan. 2005 2007 og 2012 Gegndi herþjónustu í Afganistan Kom á fót íþróttakeppni, Invictus-leikunum, fyrir fatlaða hermenn 2014 2013 Skildi Starfaði m.a. með Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna 4. ágúst 1981 Móðir hennar er jógakennari og félagsráðgjafi af afrískum uppruna Faðir hennar var ljósamaður við upptöku sjónvarpsþátta Fæddist í Los Angeles Meghan tilkynnti að hún hefði látið af störfum sem leikkona Vann um tíma við skrautskrift áður en hún fékk hlutverk í sjónvarpsþáttum Lauk BA-námi í sviðslistum og alþjóðasamskiptum árið 2003 Stofnaði lífstílssvefsíðu sem varð vinsæl Nóv. 19. maí 2018 25 m 1 2 Frogmore House* Brúðhjónunum ekið í opnum vagni um bæinn Hjónavígsla Formleg veisla í boði drottningar Veisla fyrir fjöl- skyldu og vini í boði Karls Bretaprins BRETLAND Hádegi að staðartíma Kl. 1 e.h. 1.30 e.h. Kvöldið *Um 800 m frá Windsor- kastala 4 Harry prins Meghan Markle Veislu- salurinn Castl e Hil l Long W alk Kapella heilags Georgs Að minnsta kosti tíu manns biðu bana í skotárás í framhaldsskóla í bænum Santa Fe í Texas í gær. Lögregluforingi á staðnum sagði að níu nemendur skólans og kennari hefðu látið lífið í skotárásinni. Nokkrir særðust, þeirra á meðal tveir lögreglumenn. Rörsprengjur fundust einnig á staðnum. Meintur árásarmaður, tánings- piltur, var handtekinn og lögreglan yfirheyrði annan ungling vegna árásarinnar. Hermt er að árásarmaðurinn hafi hleypt af byssu í skólanum klukkan hálf átta um morguninn að staðartíma þegar kennsla var að hefjast. Þetta var 22. skotárásin í banda- rískum skóla á árinu og sú þriðja á átta dögum. Starfsmaður skóla í Illinois skaut á fyrrverandi nem- anda sem hleypti af byssu nálægt hópi nema sem voru á útskriftaræf- ingu á miðvikudaginn var. Byssu- maðurinn særðist og hefur verið ákærður fyrir skotárás. Fjórtán ára piltur hóf skothríð í skóla í bænum Palmdale í Kaliforníu á föstudaginn var og einn nemandi særðist. Árásarmaðurinn var hnepptur í varðhald og ákærður fyrir morðtilraun. Sautján manns biðu bana í mannskæðustu skotárás ársins sem var gerð í framhaldsskóla í Flórída 14. febrúar. Hún kynti undir um- ræðunni í Bandaríkjunum um hvort bregðast ætti við tíðum skotárásum í landinu með því að lögfesta nýjar takmarkanir á byssueign. Donald Trump Bandaríkjaforseti boðaði að kennarar og aðrir starfsmenn skóla yrðu þjálfaðir og vopnaðir í því skyni að koma í veg fyrir fjölda- morð en sú lausn hefur mælst mjög misjafnlega fyrir. Tíu manns skotnir til bana  Enn ein árásin í bandarískum skóla Houston Santa Fe Dallas 200 km MEXÍKÓ NÝJA- MEXÍKÓ OKLAHOMA TEXAS LO U ISIA N A BANDARÍKIN Heilbrigðisyfir- völd í Austur- Kongó juku í gær viðbúnað sinn vegna ebólu- faraldurs í sam- starfi við al- þjóðastofnanir og grannríki. Hermt er að 45 manns hafi smit- ast af sjúkdómn- um og 25 þeirra dáið. Nefnd sér- fræðinga Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar (WHO) kom saman í gær til að ræða málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að skilgreina farald- urinn sem alþjóðlega lýðheilsuógn eins og staðan er núna. AUSTUR-KONGÓ Dauðsföll vegna ebólufaraldurs Læknir í Austur-Kongó. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Tryggingastofnun Laugavegi 114 | 105 Reykjavík Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.is P IPA R \TB W A - S ÍA Niðurstöður endurreiknings greiðslna ársins 2017 verða birtar á Mínum síðum 22. maí. Nánar á tr.is Endurreikningur greiðslna ársins 2017
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.