Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.05.2018, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. MAÍ 2018 AKUREYRARKIRKJA | Laugardagur 19. maí. Fermingarmessa kl. 10.30. Prestar eru Svavar Alfreð Jónsson og Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Hvítasunnudagur 20. maí. Fermingarmessa kl. 10.30 og 13. Prestar eru Svavar Alfreð Jónsson og Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyr- arkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Guðsþjónusta á Lögmannshlíð kl. 15. ÁRBÆJARKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Séra Þór Hauksson þjónar fyrir altari og pré- dikar. Krisztina Kalló Szklenár organisti. Kirkju- kórinn leiðir safnaðarsöng. Arnar Jónsson syng- ur einsöng. Barn borið til skírnar. Sunnudagaskólinn kominn í sumarfrí. Annar dagur hvítasunnu: Fermingarmessa kl. 11. í Árbæjarsafnkirkju. ÁSKIRKJA | Messa og ferming kl. 11. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Bryndísi Möllu Elí- dóttur. Kór Áskirkju syngur. Orgelleikari Bjartur Logi Guðnason. Sunnudaginn 27. maí verður aðal- safnaðarfundur Ássóknar 2018 haldinn í safn- aðarheimili Áskirkju eftir messu, sem hefst kl. 11. ÁSTJARNARKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Báðir kórar kirkjunnar syngja, kirkju- kórinn og barnakórinn, undir stjórn Keiths Reed. Prestur er Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir. BORGARPRESTAKALL | Hátíðarguðsþjón- usta í Borgarneskirkju kl. 11. Hátíðarguðsþjón- usta í Borgarkirkju kl. 14. Annar dagur hvíta- sunnu. Guðsþjónusta í Brákarhlíð kl. 16.30 BREIÐHOLTSKIRKJA | Fermingar- guðsþjónusta kl. 11. Prestur Magnús Björn Björnsson. Kór Breiðholtskirkju undir stjórn Arn- ar Magnússonar, organista, syngur. BÚSTAÐAKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kór Bústaðakirkju og kantor Jónas Þórir annast tónlist. Messuþjónar aðstoða. Prestur Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Gunnar Sigurjónsson. Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Vortónleikar Kórs Digra- neskirkju. Samstarf Digranes- og Hjallasóknar. Veitingar á vegum Digranessóknar í safnaðar- sal að messu lokinni. Annar dagur hvítasunnu. Mótorhjólamessa. Prestur Gunnar Sigurjónsson. Tónleikar kl. 19. Messa kl. 20. Vöfflusala til styrktar Hjálp- arstarfi kirkjunnar. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Fermingarmessa kl. 11, séra Sveinn Valgeirsson þjónar, Dómkórinn og org- anisti er Kári Þormar. Bílastæði við Alþingi. Æðruleysismessa klukkan 20. Séra Sveinn Val- geirsson, séra Fritz Már Berndsen og séra Díana Ósk Óskarsdóttir leiða stundina. Kristján Hrannar leikur á flygilinn. Mánudagur 21. maí. Prestsvígsla kl. 11. EGILSSTAÐAKIRKJA | Fermingarmessur kl. 10.30 og kl. 13. Nöfn fermingarbarna eru á vefnum egilsstadakirkja.is. Kór Egilsstaða- kirkju syngur, organisti Torvald Gjerde. Með- hjálpari Ásta Sigfúsdóttir. Sr. Þorgeir Arason. FELLA- og Hólakirkja | Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Reynir Þor- mar leikur á saxófón. Meðhjálpari Kristín Ing- ólfsdóttir. Kaffi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fermingarmessa kl. 14. Hjörtur Magni Jóhannsson safn- aðarprestur þjónar fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. GLERÁRKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots organ- ista. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður í safn- aðarheimili kl. 10 og síðan bænastund í kap- ellu. Messa kl. 11. Messuhópur þjónar ásamt nokkrum fermingarbörnum vorsins og sr. Maríu Ágústsdóttur. Samskot eru tekin til Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. Hátíðarguðsþjón- usta kl. 13 í Mörkinni við Suðurlandsbraut. Ásta Haraldsdóttir leikur undir almennan söng og stjórnar Kirkjukór Grensáskirkju í báðum at- höfnum. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili | Guðs- þjónusta í umsjón Félags fyrrum þjónandi presta klukkan 14 í hátíðasal Grundar. Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson þjónar. Grundarkór- inn leiðir söng undir stjórn Kristínar Waage org- anista. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Ferming- arguðsþjónusta kl. 10.30. Prestur Leifur Ragn- ar Jónsson. Organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Meðhjálpari Guðný Ara- dóttir og kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Ferming. Sr. Þórhildur Ólafs predikar og þjónar ásamt sr. Jóni Helga Þórarinssyni. Org- anisti Guðmundur Sigurðsson. Félagar í Bar- börukórnum syngja. HALLGRÍMSKIRKJA | Hvítasunnudagur. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og messuþjónum. Mótettukórinn syngur undir stjórn Harðar Ás- kelssonar, organisti er Björn Steinar Sólbergs- son. Opnun myndlistarsýningar Ingu Sigríðar Ragnarsdóttur að lokinni messu. Annar dagur hvítasunnu. Messa kl. 11. Sr. Sig- urður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt messuþjónum. Félagar úr Mótettu- kórnum syngja, organisti er Hörður Áskelsson. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Háteigs- kirkju leiðir söng. Jón Guðmundsson leikur á þverflautu. Organisti Steinar Logi Helgason. Prestur Eiríkur Jóhannsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Tónlistarmessa Kammerkórs Digraneskirkju kl. 11. Sr. Gunnar og Sísa leiða helgihaldið. Messan er samstarf Digranes- og Hjallakirkju. HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Ferming- arguðsþjónusta kl. 13. Kór Hólaneskirkju syng- ur við undirleik Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur. Meðhjálpari Steindór Runiberg Haraldsson. Séra Bryndís Valbjarnardóttir og Kristín Leifs Árnadóttir þjóna fyrir altari. HRAUNGERÐISKIRKJA í Flóa | Ferming- armessa kl. 13.30. Prestur Ninna Sif Svav- arsdóttir, organisti Ingi Heiðmar Jónsson. Söng- kór Villingaholts- og Hraungerðissókna syngur. HVALSNESKIRKJA | Fermingarmessa kl. 14. Sjá mbl.is/ferming. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11. Samkoma á spænsku kl. 13. Reu- niónes en español. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. ÍSLENSKA KIRKJAN í Kaupmannahöfn | Annar dagur hvítasunnu. Íslensk hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. í Skt. Pauls kirkju. Kammerkór- inn Staka syngur. Ferming. Orgelleik annast Sólveig Anna Aradóttir. Kvennakórinn Dóttir syngur. Altarisganga. Prestur Ágúst Einarsson. Eftir guðsþjónustu er messukaffi í Jónshúsi í umsjón Kammerkórsins Stöku. ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Hátíðarguðs- þjónusta í Västra Frölundakirkju kl. 14. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgelleik og kór- stjórn annast Lisa Fröberg. Ferming. Söngur og gítarleikur: Stella Marín Guðmundsdóttir. Ingvar og Júlíus syngja. Altarisganga. Prestur Ágúst Einarsson. Barnastund, smábarnahorn. Kaffi eftir guðsþjónustu. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barnakirkja og al- menn samkoma kl. 13. Ragnar Schram prédik- ar. Kaffi og samfélag eftir stundina. KEFLAVÍKURKIRKJA | Fermingar- guðsþjónusta kl. 11. Messuþjónar eru Guðrún Hákonardóttir og Stefán Jónsson. Kór Keflavík- urkirkju syngur undir stjórn Esterar Ólafsdóttur organista. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum | Hátíðar- guðsþjónusta kl. 12.20. KÓPAVOGSKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová kantors kirkjunnar. Tveir drengir verða fermdir í messunni. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Guðbjörg Jóhannesdóttir sóknarprestur og sr. Jóhanna Gísladóttir þjóna. Organisti er Magnús Ragnarsson. Félagar úr Kór Langholts- kirkju leiða safnaðarsöng. Tólf börn verða fermd í athöfninni. Kirkjuvörður og messuþjónar að- stoða við helgihaldið. Sögustund á sama tíma. LAUGARNESKIRKJA | Hvítasunnudagur. Messa kl. 11. Kór Laugarneskirkju og Elísabet Þórðardóttir organisti. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukaffi á eftir. Guðsþjónusta kl. 13 Betri stofunni, Hátúni 12. Sr. Davíð Þór Jónsson og Elísabet Þórðardóttir organisti. Þriðjudagur 22. maí. Aðalsafnaðarfundur Laug- arnessóknar kl. 17.30. Fimmtudagur 24. maí. Vortónleikar Kóra Laug- arneskirkju og Grindavíkurkirkju kl. 20. Stjórn- endur: Elísabet Þórðardóttir og Elsa Rut Kára- dóttir. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20, Rokkkór Íslands syngur undir stjórn Matthías- ar Baldurssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynj- arsson þjónar. Annar dagur hvítasunnu. Tónleikar Kórs Linda- kirkju kl. 20. Miðaverð 2.000 kr. Miðar seldir við innganginn. NESKIRKJA | Hátíðarguðsþjónusta kl. 11. Kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestur Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Að guðsþjónustu lokinni verður opnuð sýningin The Maps of Things á ljós- myndum Daniels Reuter í safnaðarheimilinu. Léttar veitingar. Annar dagur hvítasunnu. Sam- vera kl. 18 í garði kirkjunnar. Ávaxtatré gróður- sett. Kór Neskirkju syngur sumarsöngva og vorsálma undir stjórn Steingríms Þórhalls- sonar. Sumarlegar veitingar. Sr. Steinunn Arn- þrúður Björnsdóttir leiðir stundina. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Annar dagur hvíta- sunnu. Messa kl. 20. Sr. Pétur Þorsteinsson predikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Fjár- laganefnd leiða söng og svör undir stjórn org- anistans Árna Heiðars Karlssonar. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam- komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður sr. Ragnar Gunnarsson. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELFOSSKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Há- tíðarsöngvar sungnir. Sr. Ninna Sif Svav- arsdóttir þjónar, kór kirkjunnar syngur undir stjórn Edit Molnár organista. SELTJARNARNESKIRKJA | Hátíðarguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason þjón- ar. Friðrik Vignir Stefánsson leikur á orgel. Fé- lagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn. Mánudagur 21. maí. Dagskrá í kirkjunni kl. 16 helguð minningu Sveinbjörns Sveinbjörns- sonar tónskálds. Miðvikudagur 23. maí. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12. Léttar veitingar eftir athöfn. Fimmtudagur 24. maí. Vilhjálmur Bjarnason lektor fjallar kl. 20 um Bessastaði, eigendur og ábúendur. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Hátíðarmessa kl. 11. Kór Seyðisfjarðarkirkju, organisti Sig- urbjörg Kristínardóttir. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir þjónar og meðhjálpari er Jóhann Grétar Einarsson. Kaffi í safnaðarheimili eftir messu. ÚTSKÁLAKIRKJA | Fermingarmessa kl. 11. VIÐEYJARKIRKJA | Messa kl. 14. Sveinn Valgeirsson dómkirkjuprestur þjónar. Kári Þor- mar organisti og félagar úr Dómkórnum syngja. VILLINGAHOLTSKIRKJA í Flóa | Mánudag- ur 21. maí. Fermingarmessa kl. 11. Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir, söngkór Villingaholts- og Hraungerðissókna syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista. VÍDALÍNSKIRKJA | Hátíðarmessa kl.11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari og pre- dikar. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jó- hanns Baldvinssonar organista. Messukaffi. Sjá gardasokn.is VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Hátíð- arhelgistund kl. 20. Helga Þórdís Guðmunds- dóttir spilar og leiðir söng. Prestur Stefán Már Gunnlaugsson. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Hátíðarguðsþjón- usta kl. 11. ÞINGMÚLAKIRKJA | Fermingarmessa kl. 16. Kór Vallaness- og Þingmúlakirkna leiðir al- mennan safnaðarsöng. Organisti er Torvald Gjerde. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir. ÞINGVALLAKIRKJA | Hátíðarmessa. Krist- ján Valur Ingólfsson predikar og þjónar fyrir alt- ari. Guðmundur Vilhjálmsson leikur á orgelið og leiðir almennan söng. ÞORLÁKSKIRKJA | Fermingarmessa kl. 13.30. Edit Anna Molnar. Kór Þorlákskirkju. Altarisþjónustuna annast Guðmundur Brynj- ólfsson og Baldur Kristjánsson. Orð dagsins: Hver sem elskar mig. (Jóh. 14) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Skeggjastaðakirkja Þegar ársreikningur Reykjavíkurborgar fyr- ir árið 2017 er skoðaður kemur í ljós að fjár- hagur Reykjavík- urborgar er mjög traustur. Rekstur sam- stæðu Reykjavík- urborgar, þ.e. borg- arsjóðs og fyrirtækja í eigu borgarinnar (t.d. Orkuveitan og Faxa- flóahafnir), gekk mjög vel á síðasta ári og skilaði miklum hagnaði. Borg- arsjóður sem heldur utan um rekstur borgarinnar skilaði afgangi á fimmta milljarð. Eiginfjárhlutfall samstæð- unnar hefur vaxið í jákvæða átt, úr 30% í árslok 2010 í um 50% við síðustu áramót, þar af hefur eiginfjárhlut- fallið vaxið um 6% á kjörtímabilinu. Á kjörtímabilinu hefur Reykjavík- urborg staðið fyrir þróttmikilli starf- semi eins og að reisa skóla og íþrótta- mannvirki, sinnt viðhaldi og stuðlað að kröftugri atvinnustarfsemi m.a. með úthlutun lóða. Allt kjörtímabilið hefur þess verið gætt að treysta fjár- málastjórnina til að veita enn betri þjónustu. Það svigrúm sem hefur skapast með traustari fjármálastjórn hefur verið notað m.a. með að lækka skuldir, lækka gjaldskrár (eins og fasteignagjöld) um leið og meira hef- ur verið veitt til málaflokka eins og í velferðarmál og í skóla- og frístunda- mál. Sem dæmi má nefna að Reykja- víkurborg leggur hlutfallslega miklu meira til velferðarmála en nágranna- sveitarfélög borgarinnar. Um 21% af útgjöldum Reykjavíkurborgar fer til velferðarmála, en sama hlutfall hjá Kópavogs- bæ er 15% og hjá Garðabæ er það 13%. Einar af mikilvæg- ustu skuldbindingum sveitarfélaga og fara vaxandi eru lífeyris- skuldbindingar. Reykjavíkurborg hefur gætt þess að standa að fullu við allar lífeyr- isskuldbindingar sínar, ólíkt t.d. hvernig málum er háttað hjá ríkinu og sveitarfélög- unum í Kraganum. Sem dæmi má nefna að Reykjavíkurborg er eina sveitarfélagið sem hefur gert upp áfallnar skuldbindingar þar á meðal framtíðarskuldbindingar við Lífeyr- issjóðinn Brú, en á síðasta ári greiddi borgin lífeyrissjóðnum um 15 millj- arða. Í stuttu máli er fjárhagur Reykja- víkurborgar traustur. Borgin hefur lækkað skuldir undanfarin ár, lækkað gjaldskrár, ýtt undir kröftuga at- vinnustarfsemi og reksturinn hefur skilað afgangi. Þetta eru allt skýr merki um góða fjármálastjórn. Traust fjármála- stjórn hjá Reykjavíkurborg Eftir Gunnar Alex- ander Ólafsson Gunnar Alexander Ólafsson » Þegar ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2017 er skoð- aður kemur í ljós að fjárhagur Reykjavík- urborgar er mjög traustur. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Ég kenni í því sögu- fræga húsi Brúar- landi, sem er útibú frá Varmárskóla í Mos- fellsbæ. Húsið er ekki einungis fallegt held- ur ríkir þar frábær andi sem mér hefur fundist vera forrétt- indi að starfa í. Ástæðan er einfald- lega sú að einingin okkar er lítil og álagið því mun minna á okkur starfsfólk- inu en í mörgum stærri einingum. Ég er t.d. með 13 frábæra nem- endur í umsjónarkennslu, en það eru yfirleitt um og yfir 20 nem- endur í hverjum bekk. Núna undir árslok mun einingin okkar flytja í nýjan og glæsilegan skóla í Helga- fellslandinu. Skólinn mun stækka, það mun fjölga í hópnum, bæði nemendum og starfsfólki, og álag mun aukast. Eftir stendur þessi frábæra bygging með mikla möguleika til að þjónusta skólakerfið í Mosfellsbæ. Við í Framsókn viljum árið 2019 nýta húsnæðið Brúarland fyrir nemendur með alvarlegan hegð- unar-, tilfinninga-, félags- og aðlög- unarvanda svipað því sem kennarar Hlíðarskóla á Akureyri eru að gera. Við teljum að þetta úrræði geti skapað jákvæða brú á milli skóla og heimilis og létt álagið innan skól- anna. Skólinn yrði hugsaður sem tímabundið úrræði sem tæki við þegar allt hefði verið reynt til þrautar til að mæta þörfum nem- andans í sínum heima- skóla. Þar myndi þver- faglegt teymi starfa með það að markmiði að hjálpa nemandanum að vinna úr sínum vanda. Þar myndu heimilið, heimaskóli og skólinn í Brúarlandi vinna saman að því að aðlaga barnið sem fyrst aftur inn í sinn bekk í samstarfi við umsjón- arkennara barnsins. Úrræðið myndi nýtast öllum skólum Mosfellsbæjar. Sérúrræði í Brúarlandi mun því koma til með að létta álagið á skól- unum, starfsfólki og börnum. Nán- ast engin úrræði hafa verið í boði fyrir börn með mikinn vanda. Mik- ilvægt er að huga að öllu starfsum- hverfi starfsmanna og barna í skól- um og minnka álag og áreiti. Hugmyndafræðin „skóli án að- greiningar“ er flott á blaði en hefur ekki verið fylgt inn í skólakerfið með því fjármagni og sérþekkingu sem þarf til og því þarf að finna ráð sem virka. Við í Framsókn- arflokknum teljum að lausnin í Brú- arlandi sé svarið við því. Sértækt úrræði fyrir börn með hegðunar- og tilfinningavanda Eftir Þorbjörgu Sólbjartsdóttur Þorbjörg Sólbjartsdóttir »Nánast engin úrræði hafa verið í boði fyrir börn með mikinn vanda. Höfundur er grunnskólakennari og íþrótta- og heilsufræðingur. Skipar 2. sæti í Framsókn í Mosfellsbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.