Skírnir - 01.09.1991, Síða 179
SKÍRNIR ER SKÁLDSKAPURINN LEIÐ TIL HJÁLPRÆÐIS ?
441
Þetta er samt ekki jafn einfalt og orð mín kynnu að segja. Tengsl
verks og listamanns eru á ýmsan hátt í spurningunni: Mundi hinn
myrti ekki vilja hitta morðingja sinn, ef hann fengi að rísa upp af
dauðum og elska hann, meira en eigið líf eða fagna því að hafa
fengið að falla fyrir hendi jafn ágæts snillings?
En snúum okkur að dægurmálinu: margir rithöfundar þykjast
luma á fleiri meistaraverkum en fyrir eru í skúffunum. Það hefur
sannast óþægilega á þeim sem búið hafa við margvíslega og ólíka
hugmyndafræði og átt heima í hinu fjölbreytta úrvali af einræðis-
ríkjum þessarar aldar. Að fengnu frelsi hefur komið í ljós, þegar í
þær er litið, að allt er tómt: skúffur, skáld, heilabúið og meira að
segja samfélagið.
Höfðu rithöfundar þá í þessum löndum engu hlutverki að gegna
á heimssögulegum tímum, fundu þeir ekki til neinnar ábyrgðar með
þjóð sinni á þrengingarárum, skynjuðu þeir ekkert sem væri þess
vert að festa á blað í raunverulegum meistaraverkum í ólygnum
skúffum? Eða hefur orðið stórslys einhvers staðar í sögu bók-
mennta, hugmynda og listanna á þessari öld, þannig að andlegir
leiðtogar, og rithöfundar þá um leið, rugluðust í ríminu við að
hlýða kallinu: Finnið til í stormi tímans! stormi sem var í rauninni
moldviðri sem þeir kæfðu sjálfa sig í með glöðu geði fyrir það eitt
að fá sæmilegt fæði, húsnæði og þjónustu?
Reynum að svara því seinna. Hvað sem því líður bendir allt til
þess að lífið sé sjálfstætt fyrirbrigði og ekki háð einstaklingnum
nema í takmarkaðan tíma, hann sé háður því, en það ekki honum.
Þetta er fagnaðarerindi sorgar allra sem hrærast hér á jörð í ein-
hverri mynd: við höfum stöku sinnum óljóst gildi fyrir okkur sjálf
og aðra en erum fráleitt ómissandi manni og jörð.
Hafa þá menn eins og rithöfundar einhverju hlutverki að gegna?
Vissulega.
Eru þeir ómissandi?
Nei.
Eg gæti trúað að íslenskum listamönnum yrði að innihaldstekju
að hugleiða slíkt, enda held ég að það hljómi enn af vörum þeirra
sú hjáróma skoðun, að þeir séu ómissandi, fæddir snillingar sem
hafa vitað um gildi sitt frá fæðingu, mesta atburðinum í lífi
mannsins, sem fæstir „muna“ þó. Hér eimir eftir af trú á snilldina