Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 180
442
GUÐBERGUR BERGSSON
SKÍRNIR
og varanlegt gildi skáldskaparins, í síðasta landinu í Evrópu. Þar
þyrfti að grafa niður úr aldargömlum hugsanalögum í menningu
meginlandsins til þess að finna hana í orðum bóhema. Sú hugsun
eða löngun til að gefa sjálfum sér eilíft gildi og vita af snilld sinni
verður þeim mun hjákátlegri ef við leiðum hugann að því hvernig
eðli snillings kunni að vera. Ef hann væri það er líklegast að hann
hefði enga hugmynd um slíkt, gáfan væri honum ómeðvituð og
samtímamönnum hans líka; sennilega gleymir hann snilld sinni í
stöðugri framrás eðlisgáfu.
Ástæðan fyrir því að vitundin eða, að mínu viti, hin innantómu
orð um snillinginn heyrast enn á meðal okkar er sú að margir
halda, að listin sé leið til hjálpræðis og listamaðurinn því með ein-
hverjum hætti sá Messías tungunnar sem bjargar frá kvöl hjálp-
ræðisþurfum sem á hann hlusta, að minnsta kosti um stund, á
meðan menn njóta innihalds sem streymir frá messíasarkrafti
málsins til að mynda í líki ljóða eða skáldsagna.
Af umgengni sumra manna við móðurmál sitt, íslenskuna, væri
stundum hægt að draga þá ályktun, að hún hljóti að vera útvalin
tunga sem enginn óhreinn (eða sá sem er með „svartan blett“ á
henni) ætti að snerta með penna eða tala hana með hversdagslegum
hætti. Enn halda þeir að það beri að nota heiti og kenningar í
helgidómi ljóðsins, og líka um aðra: hafið, skipin og konurnar; en
ekki má nota orð yfir óæðri þætti mannlífsins eða líkamsþarfa
okkar; þar má sletta útlensku og helst latínu.
Allt hefur þetta eflaust haft gildi á sínum tíma - meðan leið-
togar þjóðarinnar börðust fyrir sjálfstæði hennar - en núna stendur
messíasarstefnan íslenskum skáldskap og hugsun fyrir þrifum, í
hversdagsheimi okkar, þar sem menn draga fram lífið á striti og
sælgætisáti þangað til að þeir verða hálffertugir, síðan tekur við
blandað át sælgætis og pilla fram að sextugu, eftir það algert pilluát
uns maðurinn lýkur ævinni, laus við sælgætismola og pillur, en fær
aftur pelann í líki flösku með næringu í æð á sjúkrahúsi.
I stað þess að gera listina að því handverki sem hentar hverful-
leikanum hverju sinni, þrungið óvæginni óáþreifanlegri undir-
vitund mannlegra tilfinninga og samfélags, hefur íslensk list orðið
að bráð dútli sem auðveldlega má læra í skólum eða við léttan
lestur. Hún er því orðin að léttvægi með handhægu gildi. Ef um er