Skírnir - 01.09.1991, Page 195
SKÍRNIR
VATNí POKA
457
fyrir því að þar er ekki ritað eins og um sögulegan atburð sé að ræða? Og
enginn sá upprisuna. Upprisufrásagnir Nýja testamentisins fjalla um
reynslu lærisveinanna, það eru stórkostlegar frásagnir um Emmausfarana,
um Tómas og um aðra lærisveina. Augljóst er af upprisufrásögnunum að
Jesús sem þar birtist er ekki venjulegur maður af holdi og blóði, hann fer
gegnum lokaðar dyr, birtist óvænt og hverfur skyndilega. (190-191)
„Og enginn sá upprisuna." Þetta á að vera röksemd fyrir því að
skilja upprisufrásagnirnar óeiginlegum skilningi. Eftir þessari að-
ferðarfræði gæti séra Gunnar eins talizt vera sonur foreldra sinna í
óeiginlegum skilningi. Eða sá nokkur getnaðinn? Svo á það til
viðbótar að vera augljóst af einum saman lestri guðspjallanna, án
allrar djúpsærrar aðferðarfræði um að það sem enginn sér eigi sér
ekki stað, að ekki sé um sögulegar frásagnir að ræða. Séra Gunnar
ber mér á brýn að hafa aldrei lesið guðspjöllin. Kannski hann haldi
að það hafi aldrei neinir kaþólskir menn lesið guðspjöllin úr því að
þeir trúa því til þessa dags að Kristur hafi risið frá dauðum. Þá
hafa séra Friðrik Friðriksson og séra Sigurbjörn Einarsson aldrei
lesið þau heldur.
Kjarninn í lestri séra Gunnars á upprisufrásögnunum er einfalt
mál. Hann les þessar frásagnir sem draugasögur. Þær snúast um
reynslu lærisveinanna af draugagangi, manni sem fer í gegnum
lokaðar dyr, birtist óvænt og hverfur skyndilega. Svo má velta
þessari reynslu fyrir sér sem slíkri, alveg eins og hinni sem varð-
veitt er í frásögnum af draugagangi í Kjósinni, kannski í þeirri von
að mega eignast hlutdeild í henni því „trú kristins manns hlýtur að
vera sama eðlis og trú hinna fyrstu lærisveina". Ég hef engan áhuga
á draugafræðum, og séra Gunnar verður að finna einhvern annan
en mig til að ræða þau efni við sig. Ég læt mér nægja að fullyrða að
þessi draugasögulestur á Nýja testamentinu á ekkert skylt við
meginstofn kristinnar trúar öld fram af öld. Hann er til dæmis víðs
fjarri allri kenningu kaþólsku kirkjunnar. Og hann er jafn fjarri
Lúter og Kalvín, Hallgrími Péturssyni og Jóni Vídalín, séra
Friðriki og séra Sigurbirni.