Skírnir - 01.09.1991, Síða 221
SKÍRNIR
HIN TVÍSÝNA YFIRVEGUN
483
II
Sú heimspeki, sem ég stunda og reyni að miðla, er tilraun til að
komast fyrir {þá} rökvísi, sem býr í lífinu sjálfu. Eg trúi því að allt,
bókstaflega allt, sé skiljanlegt, það sé hluti af þessari rökvísi
tilverunnar sjálfrar og skiljanlegt í ljósi hennar (P, 18).
Páll hefur gert okkur þann greiða að skilgreina sjálfur hina heimspekilegu
aðferð sína í prýðilegu forspjalli að Pxlingum. Hann kennir hana við
yfirvegun: meginverkefnið sé að öðlast skilning á sjálfum sér og tengslum
sínum við alla aðra hluti með því að yfirvega þá þætti sem gera líf
mannsins að einni heild, þrátt fyrir þá „tvístrun og samhengisleysi" sem
einkenna það á yfirborðinu (P,12). Það sem að er stefnt er hvorki meira né
minna en skipuleg heildarsýn yfir veruleikann. Páll viðurkennir að vísu á
öðrum stað að „altæk yfirvegun, yfirvegun sem nær til allra sanninda" sé
ekki á færi neins manns (PII, 14). En það er fremur reyndaratriði um
takmarkanir einstaklingsins við að innbyrða og melta þekkinguna en
takmarkanir þekkingarinnar sjálfrar. Allt, „bókstaflega allt“, er í eðli sínu
þekkjanlegt. Ég verð að vísu ögn fljótlegur til augna þegar talið berst að
„rökvísinni sem býr í lífinu sjálfu" (hvað nákvæmlega, má spyrja í anda
staglspeki, merkir „lífið sjálft" ?); en ég ræð af framhaldinu að Páll eigi við
að þótt ýmis úrlausnarefni er varða líf okkar og eðli virðist röklaus -
óskiljanleg - þegar þau eru skoðuð út af fyrir sig þá öðlist þau merkingu í
stærra samhengi. Skoðun Páls er þannig að í öllum hlutum búi
mælikvarðar sem geti gert okkur kleift að höndla þá, flokka þá, skilja þá.
Þetta er einn burðarás þeirrar skynsemisbyggju sem gengur eins og rauður
þráður í gegnum verk hans.
En ekki gengur allt í mannlífinu undir ok harðvítugrar rökvísi! Fljóta
ekki hvatir okkar og athafnir einatt úr hinni óræðu uppsprettu tilfinninga-
lífsins: uppsprettu sem engin rök hrína á? Ein afleiðingin af skynsemis-
hyggju Páls er að hafna slíkri tvíhyggju skynsemi og tilfinninga.7 „Skyn-
semi manna er mismunandi rík af tilfinningum og tilfinningarnar mismun-
andi skynsamlegar" (P,82). Því fer fjarri að dómi Páls að tilfinningar verði
ekki skýrðar og rökstuddar; þvert á móti eru þær „rökvísar eða órökvísar
rétt eins og dómar manna eru rökvísir eða órökvísir" (P,78,82). Engin
myrk öfl í mannssálinni koma þannig í veg fyrir að við getum „hleypt
heimdraganum í átt til þeirrar merkingar sem býr í veruleikanum" (P,20).
Við búum í heimi þrungnum af merkingu og innri rökvísi, rökvísi sem við
afhjúpum smám saman með yfirvegun okkar.
„Yfirvegun" er að mörgu leyti vel valið orð um aðferð Páls. Hún er
a.m.k. mjög yfirveguð. Enginn kostur, sem á annað borð kemur til um-
7 Páll S. Árdal hefur þetta til marks um skyldleika hugmynda Páls og Davids
Hume í ritdómi sínum um PAingar, Hugur, 1. árg. (1988), bls. 126.