Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 227
SKÍRNIR
HIN TVÍSÝNA YFIRVEGUN
489
að hann lætur hjá líða að tjá stúlkunni hug sinn vegna einskærrar um-
hyggju fyrir henni. Hann vill ekki að hún endurgjaldi þennan ástarhug en
verði svo að sjá á bak honum yfir móðuna miklu að nokkrum mánuðum
liðnum. Er þetta „hugarástand", þessi „afstaða" ekki raunveruleg ást? Eg
held að slík ósamhverf ást geti einmitt verið hin dýpsta og hreinasta sem
til er, þó ekki væri nema fyrir þá sök að hún er allsendis óeigingjörn og
kemur aldrei til með að upplitast af veruleikanum. Á hana fellur þannig
aldrei; hún er ætíð jafnskír og sönn. Þetta er ekki aðeins eitthvað sem „ég
held“ heldur styðst ég hér við samanlagða reynslu kynslóðanna sem ef til
vill er hvergi betur lýst en í hinni frægu „Sonnettu" Felix Arvers er Jón
Helgason þýddi svo listilega. Ég spyr: Var ást þessa manns ekki „raun-
veruleg" heldur „hrapalleg einsýni" og „blekking"?
Eitt leyndarmál geymi ég, böl er í hjarta mér hulið,
það hófst af skyndingu, varir gjörvalla tíð,
og mein það er ást mín, ég öngva lækning þess bíð,
og alla stund skal það henni sem veldur því dulið.
Við hittumst jafnan, en gaum hún mér aldrei gefur,
við göngum saman, en þó er ég einn á ferð,
og svo skal unz ævi mín endar, að sá ég verð
sem einskis beiddist og jafnlítið þegið hefur.
Svo reikar hún, sem guð hefur gert svo milda,
þá götu fram er býður hin stranga skylda,
án vitundar hvílíkan söng hún í spor sín fær seitt;
og lesi hún þessi mín ljóð, þar sem finnast mun eigi
sú lína sem hún ekki kveikti, mig grunar hún segi:
‘hver mun þessi kona?’ - og kannist ekki við neitt.
IV
Páll hefur gaman af að líkja saman siðferðinu og tungunni og vinnur oft
skemmtilega úr þeim samanburði. Eitt hið athyglisverðasta við kenningu
hans er að spilling tungunnar og spilling siðanna fari saman og að þannig
haldist í hendur „málrækt" og „siðrækt" (P/7,77-79). „Þegar efnið reynist
rýrt, er ráð að tala ekki skýrt“, eins og skáldið kvað. Það er örðugt að
koma vondum málstað til skila á góðu máli og sannfæra jafnframt
viðmælandann. Því grípa illmennin einatt, meðvitað eða ómeðvitað, til
ruglborins orðaglamms. En einmitt þess vegna er ég ögn undrandi á
svigurmælum Páls í garð þeirra sem leggja rækt við þá „þjóðaríþrótt
Islendinga að tala um það hvernig eigi að tala íslensku um ekkert sem máli
skiptir" (P,63). Ég er ekki viss um að hægt sé að tala góða íslensku um
ekkert sem máli skiptir! Hin gagnkvæmu tengsl orða og efnis valda því að