Skírnir - 01.09.1991, Síða 228
490
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
gott orðalag fleytir óhjákvæmilega fram skynsamlegri hugsun. Hvorugt er
mögulegt án hins.
Spyrja má hvort samlíking tungu og siðferðis leiði ekki á endanum til
afstæðishyggju. Tungurnar eru margar og gildir þá ekki hið sama um
siðina? Eg skil Pál þannig að hann sé ekki að bera siðferðið saman við
neitt tiltekið tungumál heldur hina almennu hæfni manna til að tala sem
liggur öllum tungumálum til grundvallar. Það væri líka ólíkt Páli að ljá
afstæðishyggjumönnum fangstaðar á sér, svo kuldalegt orð sem honum
liggur hvarvetna til þeirra.
Einn meginskotspónninn í öllum ritum Páls er raunar róttækasta af-
brigði slíkra afstæðishugmynda: sjálfdœmishyggjan („subjectivism") sem
gerir smekk og geðþótta einstaklingsins að æðsta mælikvarða í siðferðis-
efnum. Gegn henni teflir Páll fram þeirri hluthyggjuhugmynd að tilgangur
siðfræðinnar eigi að vera að finna réttan mælikvarða á siðlega breytni. Sá
mælikvarði tengist vissulega þörfum einstaklinga, löngunum og óskum, en
þau eru í grundvallaratriðum af sama toga hjá öllum mönnum. „Sameigin-
legt manneðli" er því grunnurinn að viðfangsefni siðfræðinnar (S,53). Þetta
er dásamlega aristótelísk hugmynd og mjög að mínu skapi! Páll bendir þó
réttilega á í framhaldinu að engin siðfræðikenning geti „leyst mann undan
þeim vanda að komast að niðurstöðu og taka ákvörðun“ (S,57). Það er
með öðrum orðum ekki til neinn „algóriþmi", nein algild reikningsaðferð,
í siðfræði. Við þurfum alltaf að vega og meta aðstæður; og þótt við höfum
í höndum einhver almenn lögmál eða kenningar sem við trúum á þá er
aldrei sjálfljóst hvernig beita skuli þeim á veruleikann. Við getum ekki
leyst okkur frá þeim vanda, eða þeirri vegsemd, að vera menn í flóknum og
hverfulum heimi. Þótt Páll aðhyllist hluthyggju („objectivism") í
siðferðisefnum er hann því ekki bókstafstrúarmaður (,,absolutist“).
Mér sýnist ætlun Páls vera að stilla þessum sjónarmiðum, sjálfdæmis-
hyggju og siðferðilegri bókstafstrú, upp sem andstæðum í Siðfrœði sinni og
gagnrýna öfgar beggja. Meinið er hins vegar að hann talar um forræðis-
hyggju sem „andstæðu" sjálfdæmishyggjunnar; hún gangi út á að „ákveðn-
ir aðilar í þjóðfélaginu hafi það hlutverk að innprenta fólki hið rétta
siðgæði" (5,56). Þarna virðist Páll vera að skilgreina hefðbundna forsjár-
eða húsbóndavaldskenningu („paternalism") og að því er mein vegna þess
að hún og sjálfdæmishyggjan eru ekki einu sinni andstæður („contraries"),
hvað þá móthverfur (,,contradictories“). Forræðishyggja í þessum skilningi
er sú kenning að vegna skorts aðila B á myndugleika, þroska eða þekkingu
á eigin hagsmunum sé það honum sjálfum fyrir bestu að aðili A stjórni
honum („hafi vit fyrir honum“) í lengri eða skemmri tíma.
Það er næsta augljóst að siðferðilegur bókstafstrúarmaður (í ofan-
greindri merkingu) þarf ekki að vera forræðissinni. Hann gæti t.d., eftir að
hafa höndlað stóra sannleikann, ákveðið að flytja til Tíbet og iðka þar
andlega íhugun, með öllu kæringarlaus um hlutskipti annars fólks. Eða
hann kynni að vera sammála rökum Mills í Frelsinu um að ekki sé hægt að