Skírnir - 01.09.1991, Blaðsíða 230
492
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
V
Siðfraði Páls er að mörgu leyti mjög metnaðarfull bók. Hún er jafn-
merkileg sem framsetning þroskaðs heimspekings á lykilhugmyndum
sínum og hún er (að mér sýnist) vonlaus kennslubók fyrir byrjendur. Páll
er að ýmsu leyti utangátta við þá umræðuhefð sem fylgt er í flestum
siðfræðiritum Vesturlanda á okkar tíð, t.d. hirðir hann hvorki um að gera
hosur sínar grænar fyrir hugmyndum fræðimanna á borð við Rawls,
Nozick, Hare, Maclntyre eða Williams, né að láta þá snýta rauðu, áður en
hann setur fram eigin kenningu. Þetta er í senn kostur og galli. Kosturinn
er sá að í stað þess „alltaf í þynnra þynna/þynnkuna allra hinna“ getur
Páll snúið sér beint að efninu: blandað eigin veigar. Gallinn er hins vegar
sá að sumt af gagnrýni hans missir marks þar sem maður veit ekki
nákvæmlega að hverju eða hverjum hún beinist. Andstæðingurinn er
þannig oft óskilgreindur, nokkurs konar „strákarl". Þetta verður til-
finnanlegast er Páll tekur að fjalla á gagnrýninn hátt um þrjár höfuð-
kenningar í siðfræði, náttúrulaga-, sáttmála- og heillakenningu, og sætta
meintar andstæður þeirra.
Hann greinir þrjú undirstöðugildi siðferðisins: réttlæti, ást og frelsi
(S,32). Hvers vegna þessi þrjú en ekki t.d. hamingju, visku og gæði? Páll
myndi líklega spyrja á móti: Ja, hvers vegna ekki? Þessi flokkun á
einfaldlega að vera til skilningsauka, án þess að afhjúpa sjálf nokkur
siðferðileg sannindi. Ég er hins vegar ekki viss um að „réttlæti" sé besta
orðið í íslensku um það sem Páll á við. Hann skilgreinir það svo að rétt-
lætið sé „hugsjón um mannlíf þar sem fólk tekur réttar ákvarðanir, fellir
réttmæta dóma“; það sé hið sama og „að gera rétt“ (S,35). Þetta virðist
mér benda til þess að Páll sé að hugsa um réttmæti (,,rightness“) athafna
fremur en réttlæti („justice"). En hví notar hann þá ekki bara fyrra orðið?
Hér er ekki aðeins um málfarslegt smekksatriði að ræða. I mínum huga,
og að ég hygg flestra íslendinga, er hugtakið réttlæti nátengt verðskuldun,
maklegum málagjöldum. Þannig gæti ég sagt: „Auðvitað væri réttlátast að
þetta varmenni fengi að uppskera eins og það hefur til sáð en vegna
hagsmuna ættingja þess er líklega rétt að við látum það sleppa í bili.“ Slíkt
kallast í Alexanders sögu mikla, þeirri perlu íslensks máls, að „tempra
miskunnina" við réttlætið. Það er ekki réttlátt að varmenni sleppi við
refsingu en það kann í vissum tilfellum að vera rétt, þegar öllu er til skila
haldið. „Réttlæti" Páls vísar fremur til síðari merkingarinnar en hinnar
fyrri og ætti því að nefnast „réttmæti".16
Páll færist nú það verkefni í fang að sýna fram á hvernig hver hinna
þriggja höfuðkenninga hvíli á eigin undirstöðugildi siðferðisins: Náttúru-
16 Páll hugsar á sömu nótum og ég þegar hann segir að fyrirgefningarboðskapur
Krists sé „greinilega ekki réttlætisregla, heldur eitthvað allt annað" (//212). Þar
fyrir gæti hann auðvitað verið réttur\