Skírnir - 01.09.1991, Síða 232
494
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
dómgreindinni ekki um of ef hún má ekki einu sinni hafa neina tiltekna
siðferðiskenningu að bakhjarli? Vandamálið er þetta: Hvaða reglu, ef
einhverri, á dómgreindin að beita til að gera upp á milli hinna ólíku boða
kenninganna þriggja? Sé einhver regla gefin þá hlýtur hún að varða
náttúrurétt, sáttmála eða heill - en þar með er frumforsenda sáttahyggj-
unnar brostin.17 Sé hins vegar engin regla gefin, og dómgreindinni ein-
faldlega falið að leysa hvert úrlausnarefni út af fyrir sig, þá var engin þörf á
að kynna þessar þrjár kenningar til sögu í upphafi. Sáttahyggja Páls virðist
því annaðhvort vera röng eða óþörf, a.m.k. ef við gefum okkur þá for-
sendu hans að komast megi að skynsamlegum, rökstuddum niðurstöðum
í siðferðisefnum.
Það fer mjög óleynt að ég er hallur undir einhvers konar heilla-
kenningu í skilningi Páls.18 Eg lít t.d. ekki svo á, eins og hann, að mann-
réttindi séu ófrávíkjanleg forsenda velferðar, þannig að þau sjálf séu ekki
velferðarmál heldur réttlætismál (PII,68-69). Þvert á móti tel ég, eins og
Mill, að staða slíkra réttinda helgist einungis af gildi þeirra fyrir almanna-
heill.19 Sama gildir um upphaflega sáttargjörð samfélagsins, ímyndaða eða
raunverulega, að hún getur ekki hafa falist í öðru en samkomulagi um
leiðir til að tryggja sem mesta farsæld sem flestra.20 Ég er ekki sammála
Páli um að siðareglur séu í raun skilyrðislausar; að svarið við spurn-
ingunni „Af hverju á ég að fara eftir siðareglum?“ sé „Af því bara“ eða
„Af því að það er rétt að gera það“ (5,107). Einfaldasta svarið við spurn-
ingunni „Af hverju á ég að fara í skóla?“ er „Af því að það er gott fyrir
þig“; og ég sé ekki betur en að eðlilegt svar við spurningunni hví rétt sé að
hlíta siðareglum væri „Af því að með því stuðlar þú almennt að þinni eigin
hamingju og annarra". Sé enn spurt hví við ættum að stuðla að henni yrði
svarið „Af því að það er tilgangur mannlífsins“ og þar með væri botninum
loks náð.
Ég sakna þess mest í Siðfræði Páls hve farsældar- eða hamingjuhugtakið
fær dapra afgreiðslu, hugtak sem ég tel þó vera djúptækari þýðingar í
siðferðisefnum en nokkurn tíma réttlæti, ást og frelsi. Hvort eitthvað er
rétt ræðst af því hvort það stuðlar að aukinni farsæld; frelsi skal einungis
skerða þegar almannaheill er í húfi - og blessuð ástin er fullhlutdræg og
tilviljanakennd til að við getum gert hana að mælikvarða okkar á rétt og
17 Þ.e.a.s.: Taki fyrsta reglan ekki af skarið um hvaða kenning skuli ráða verður að
knýja á um aðra reglu sem geri það og þannig koll af kolli. Slík regla fæst því á
endanum eða við lendum í vítarunu („vicious regress“).
18 Sjá t.d. ritgerð mína, „Nytjastefnan“, Skírnir, 164. ár, vorhefti (1990).
19 Sjá Frelsið, m.a. bls. 47.
20 Með þessu er ég m.a. að andæfa túlkun Rawls á sáttargjörð samfélagsins sem
hann telur ganga þvert á hefðbundin nytjarök, sjá bók hans A Theory of Justice
(Oxford 1973) og stutta umræðu mína um hana í „Nytjastefnunni“, bls.
144-146.