Skírnir - 01.09.1991, Side 238
500
HALLDÓR STEFÁNSSON
SKÍRNIR
viðfangsefni, aflaskipstjórann. Þennan þráð spinnur hann úr sjóði eigin
gagna, sem hann byggir á rannsóknum sínum í sjávarplássum á Suður-
nesjum og á Grænhöfðaeyjum, ásamt viðamiklu efni dregnu að úr ýmsum
áttum, innanlands og utan. Fyrri hluti bókarinnar er þannig tileinkaður
rannsókn á þeim félagslegu og menningarlegu skilyrðum sem geta af sér
„aflaskipstjóra", en seinni hlutinn fæst fyrst við athugun á sambandinu
milli félagsskipunar í landi og sjávarhátta, og svo kynningu á þróunarsögu
fiskveiðiþjóða heims. Það liggur í hlutarins eðli, að Gísli gefur sér ákveðnar
umhverfisfræðilegar forsendur við afmörkun samanburðarrannsóknarefnis
síns, sem hann síðar kryfur undir smásjá félagsmannfræðinnar.
Rannsóknarefni Gísla er ætlað að svara ákveðinni grundvallarspurn-
ingu: Hvað veldur því að sumir eru sagðir fiska betur en aðrir? Hvað býr
á bakvið ímynd aflaskipstjórans? Markmiðið virðist vera að sýna fram á
tilurð og þróun menningarlegra ranghugmynda, hugmyndafræði, sem
höfundur telur að ákveðinn þjóðfélagshópur hafi nýtt sér. Gísli dregur
þessa hugmyndafræði fram í dagsljósið og hyggst afhjúpa hana með
kurteislegri varúð, - eins og draugatrú, sem leyst var upp undir vísinda-
legu skini Ijósaperunnar. „Mannfræðingar hafa löngum freistað þess að
varpa ljósi á „alþýðlegar“ kenningar af þessu tæi [...]“ (bls. 11). „Meðal
annars leikur þeim hugur á að vita á hvern hátt þær skírskota til þess
veruleika sem elur þær og hvernig þær hafa orðið til“ (bls. 11). Markmið
sem Gísli setur sér með bók sinni takmarkast þannig ekki við kynningu á
hafrænni mannfræði, heldur hyggst hann jafnframt kryfja þann veruleika,
sem býr að baki hugmyndum tengdum skipstjórnarmönnum, sem
mannfélög hafa alið af sér hér og hvar í heiminum á ólíkum söguskeiðum.
Ein slík birtist í formi íslenska aflaskipstjórans.
Gísli leggur áherslu á þær gallhörðu (Durkheimsku) staðreyndir, „að
vitund sjómannsins og þær kenningar sem hann hefur í hávegum á
hverjum tíma samsvari á einhvern hátt þeim félagslegu og efnalegu
skilyrðum sem hann býr við“ (bls. 12). Því er það svo að „í sjávarplássum
landsins njóta skipstjórar yfirleitt mikillar virðingar, einkum þeir sem fiska
vel“ (bls. 13); - og „á síðari árum hafa Islendingar sveipað skipstjórnar-
starfið töluverðum hetjuljóma. Skipstjórar freista þess að láta líta svo út
sem ýmsir mannkostir, sem samfélagið í landi hefur eignað þeim og sett á
oddinn, séu samofnir starfinu, nánast eðlislægur þáttur í fari þeirra. Þetta
má sjá á hegðun skipstjóra og samskiptum þeirra og áhafnar" (bls. 14).
Hvað ræður fiskni, og hvað veldur því að fiskni er sums staðar talin til
meiriháttar mannkosta en annars staðar ekki? Gísli telur mögulegar
skýringar vera tvenns konar: „Annars vegar þær sem taka mið af hvers-
dagslegri reynslu og kalla mætti tæknilegar eða hversdagslegar, og hins
vegar eru þær sem taka fyrst og fremst mið af fáum þekktum dæmum og
nefna mætti sálfræðilegar“(bls. 18). Ennfremur, „megin inntakið í öllum
þessum framsögum er það, að fiskni skipstjórans og veiðiaðferðir - fram-
lag hans - ráði mestu um afla“ (bls. 19). Viðteknar hugmyndir af þessu