Skírnir - 01.09.1991, Page 239
SKÍRNIR
HAFRÆN MANNFRÆÐI OG AFLABRÖGÐ
501
tagi segir Gísli vera snaran þátt í þankagangi íslenskra sjómanna seinni
tíma og birtast m.a. í athöfnum þeirra „Til dæmis velja menn sér skipsrúm
með hliðsjón af því orði sem fer af veiðihæfileikum skipstjóra" (bls. 19).
Bókinni er skipt í þrettán kafla í fimm hlutum: Aflabrögð, Sjósókn og
fiskileit, Félagsskipan, Þýðing fiskveiða og að lokum, Almennar ályktanir.
I fyrsta kafla bókar sinnar gefur Gísli greinargott yfirlit yfir það safn
hugmynda, sem fólkið í landinu hefur alið með sér (eða látið telja sér trú
um) varðandi reynslu og yfirskilvitlega „hæfileika" aflaskipstjórans. I því
safni finnur Gísli eitt og annað sem hann telur athyglisvert, en í heild er
það „í vissum skilningi ósættanlegt við tæknilegu kenninguna“ (bls. 23),
sem er höfuðinntakið í öðrum kafla bókarinnar: Hvað ræður afla-
brögðum?
Tölfræðilistinni er beitt strax í upphafi bókar: „Tölulegar niðurstöður
benda hins vegar til þess að reynsla skipstjóra hafi engin áhrif á aflamun“.
Þegar Gísli matar reiknistokkinn sinn og tölvu á bláköldum staðreyndum
veiðiskýrslna yfir alllangt tímabil kemst hann að því „að þær hugmyndir
sem gera ráð fyrir að hæfileikanum til þess að veiða fisk sé mjög misskipt
meðal skipstjóra virðist ekki eiga sér stoð í veruleikanum". Tvennt skiptir
máli, þegar öllu er á botninn hvolft og matað í tölvu, sjósókn og bátsstœrð;
allt annað sem gjarnan er talið tengt aflabrögðum virðist Gísli telja að frá
sjónarhóli vísindanna megi líta á sem hugmyndafræðilegan uppspuna.
I þriðja kafla bókarinnar færir Gísli svo rök fyrir því, að þótt hug-
myndir um afbrigðilega fiskni henti skipstjórum einkar vel og þeir ali
jafnvel manna mest á þeim, þá sé villandi að ímynda sér að þær séu bein-
línis runnar undan rifjum þeirra sjálfra. „Ollu nær væri að segja að
almenningur hafi komið hugmyndinni á kreik vegna þess að samkeppni
veiðanna hafi krafið menn um sálfræðilegar skýringar á aflamun. Skip-
stjórarnir slá einfaldlega á rétta strengi“ (bls. 47). Alþýðuskýringarnar á
„aflaskipstjóranum“ ber þess vegna ekki að skilja sem einfalt blaður útí
loftið heldur frekar sem sambland af hugmyndafræði og galdratrú.
Fjórði kafli bókarinnar, Frá formennsku til fiskifræði, er, eins og heitið
gefur til kynna, sögulegs eðlis. I fyrri hluta kaflans kemur á daginn, að
formenn hér fyrr á dögum réðust ekki til starfa af því þeir þættu fisknari
en aðrir menn. Þar giltu önnur lögmál. I bók sinni tekur Gísli saman
mikinn þjóðfræðifróðleik og yfirlit yfir íslenska sjávarhætti fyrri alda.
Greining hans 'varpar skýru ljósi á þau sögulegu skilyrði sem ólu af sér
skipstjórastétt og hugmyndir um misjafna fiskni þeirra á miðunum
kringum Island. „Sú hugmynd, að fiskni skipstjórans ráði úrslitum um
það hvernig bátur hans aflar í samanburði við aðra, á ekki rætur að rekja
til breyttra aðstæðna við veiðarnar sjálfar. Ástæðan er fólgin í almennum
breytingum á íslensku samfélagi (bls. 73): Aðlögun að samkeppnislög-
málum markaðsbúskaparins. „Goðsagan" um aflaskipstjórann réttlætti þá
mikilvægu staðreynd að sumir bátar fiskuðu betur en aðrir. En ef segja má
að aflaskipstjórinn hafi orðið til sem einhvers konar hagnýt blekking á