Skírnir - 01.09.1991, Síða 241
SKÍRNIR HAFRÆN MANNFRÆÐI OG AFLABRÖGÐ
503
öðrum, hvor á sínum árbakkanum til eilífðar jafnast líklega munurinn og
tapast veiðigleðin. En eilíft líf er ekki vídd laxveiðanna frekar en annarra
veiða. Þar ræður reynsla og tækjabúnaður veiðimannsins samfara tilviljun
augnabliksins, og útkoman af samblandi þessara ólíku þátta er líka einstök
hverju sinni og yfir lengri tíma á starfsferli hvers veiðimanns. Þannig
virðist það í reynsluheiminum deginum ljósara að fólk er misfiskið. Þegar
fiskað er í hópum, heilu áhafnirnar á sama bát, gildir sama lögmálið, nema
hvað skipstjórinn er sums staðar gerður ábyrgur fyrir velgengni (eða
ógöngum) veiðanna. Hver veiði, hver veiðidagur, hver veiðitími, hver ein-
stakur veiðiferill leiðir í ljós áberandi andstæður meðal veiðimanna. Þótt
„heppni" og „óheppni“, og öðrum einstaklingsbundnum sérkennum
hætti til að hverfa þegar horft er hátt að ofan, hlutlægt yfir heilu hópana
innan samfélagsins, þá skipta þau samt mestu í reynsluheimi einstakling-
anna sjálfra. Þau mynda merginn sem Ijær lífi hvers og eins þeirra sitt inn-
tak með því að tengjast og vísa til annarra merkingarbærra þátta í
menningu þeirra.
Markmið Gísla var að afhjúpa hugmyndafræðilegan bakgrunn og
söguþróun sem einkennt hafa íslenskan sjávarútveg. I því ljósi tekst
honum að sýna fram á hvernig ákveðnir merkingarþættir hugtaksins
„fiskni" endurspegla samkeppnisform kapítalískra framleiðsluhátta. Þótt
segja megi, að innan þessa ramma geri Gísli verkefni sínu góð skil, þá er
fiskni aflaskipstjóra líklegast eftir sem áður lifandi, merkingarbær
veruleiki fyrir íslenskum sjómönnum.
í Almennum ályktunum, lokakafla bókar sinnar, opinberar höfundur
og undirstrikar ákveðna tvíhyggju í afstöðu sinni til mannfræðinnar. Til
eru þeir sem leggja útfrá hinum efnislega heimi í skýringarleit, og svo hinir
sem „halda því fram, að menningarleg fyrirbæri lúti sínum eigin lög-
málum“ (bls. 190). Höfundur fer ekki leynt með, hvorn flokkinn hann vill
fylla: „Hér er litið svo á að það sé forsenda vísindalegrar skýringar að
gerður sé greinarmunur á táknheimi manna og þeim „veruleika" sem hann
túlkar, að nauðsynlegt sé að gera ráð fyrir að veruleikinn sé endanleg
stærð en hins vegar eigi táknheimurinn sér engin takmörk. Ef fallist væri á
hið gagnstæða, og gert ráð fyrir að hugarfóstur manna væru jafn raun-
veruleg og veruleikinn sem þau túlka, yrðum við að draga þá ályktun að
náttúran sé afsprengi hugans engu síður en hugarfóstur okkar“ (bls. 193).
Vissulega má segja að heimurinn sé til fyrst hægt er að þreifa á honum.
En táknin eru samt eina leiðin til þess að öðlast alla nánari snertingu og
vitneskju á honum. Þau eru raunverulegur milliliður milli manns og
heims. Þau verða til í samfélagslegri viðleitni (praxis) við að gefa reynslu
þekkjanlegt form. Þótt veruleiki táknanna sé ekki allt sem er, er hann samt
allt sem við okkur blasir þegar við reynum að skilja heiminn, jafnt hina
hvunndagslegustu hluti sem lífsundrið sjálft. Ekki einu sinni hin
kröfuhörðustu vísindi akademíunnar fá brotið af sér þann klafa. Táknin
og merking þeirra spretta af samskiptum fólks hvert við annað og við