Skírnir - 01.09.1991, Side 245
SKÍRNIR AF DRAUGUM OG SÉRLUNDUÐUM DRENGJUM
507
III
Eg er ekki orðinn nógu gamall til að líta á bernskuna sem glataðan
tíma, glataða paradís.3
Við sem getum ekki lengur þrjóskast gegn því að teljast fullorðin (ég man
enn augnablikið þegar barn benti á mig og talaði um „kallinn"!), horfum
aftur til bernskunnar sem goðsagnaveraldar; tíma þar sem allt var hreint,
það var heimur leiks og landkönnunar; allt var mögulegt. Að skrifa um
bernskuna, og frá sjónarhóli barnsins, hlýtur bæði að vera erfitt og krefj-
andi því oft er stutt í hreinar endurminningar og eftirsjá; okkur hættir
nefnilega öllum til að mikla æskuskeiðið fyrir okkur. Bernskan er ekki
krani sem rithöfundar geta skrúfað frá og safnað frásögnum í ílát, heldur
heimur í brotum sem þarf að vinna úr og raða saman. Frásagnir af bernsku
eru settar saman úr sviði söguefnisins og því sviði sem söguhöfundurinn
situr á og miðlar textanum frá. Og það er ákaflega vandasamt að flétta
þessi tvö svið saman með þeim hætti að útkoman verði heilleg taug texta
sem flytur sannan og lifandi skáldskap. Áður en ég las Svefnhjólið og
Mýrarenglarnir falla fannst mér að af ungum íslenskum höfundum væri
Gyrðir Elíasson sá sem hefði komist næst hreinleikanum og einlægninni,
án þess að beygja frásagnir sínar með valdi undir aldur og reynslu hinnar
fullorðnu frásagnarvitundar. Hann hefði kafað dýpra í söguefnið en aðrir.4
Sigfús Bjartmarsson er kominn þar upp að hlið Gyrðis. Rithöfundarnir
beita ákveðnu tvísæi, þeir þurfa að sökkva sér í bernskuheiminn, og nýta
hann eins og hann lifir með þeim sem hluti af vitundinni.5
I fyrri prósabókum Gyrðis, Gangandi íkorna og smásagnasafninu
Bréfhátarigningunni, var sjónarhorninu mikið beint að börnum og tilveru
þeirra, en frásögninni og textanum miðlað af fullorðnum höfundinum. I
Svefnhjólinu kveður við annan tón að því leyti að sögumaðurinn er ungur
maður, og því er sjónarhornið nokkuð annað. Vitundin er þó furðulega
lík því sem við þekkjum úr hinum fyrri bókum, hversu dularfullir sem
atburðirnir verða eru þeir hjúpaðir einlægni og sannferðugleika; enn er til
staðar allt hið sérvitringslega og óvenjulega, náttúran dregur andann
þungt og ekkert kemur sögumanni á óvart:
3 „Lít ekki á bernskuna sem glataða paradís", stutt viðtal við Gyrði Elíasson í
Bókablaði Máls og menningar, desember 1989.
4 Á ég hér við fyrri prósabækur Gyrðis: Gangandi íkorna, Mál og menning,
Reykjavík 1987, og Bréfbátarigninguna, Mál og menning, Reykjavík 1988.
5 Sjá frekari útskýringar á tvísæi í grein Ástráðs Eysteinssonar, „Brotgjörn augu -
Skyggnst um í ljóðvistarverum Gyrðis Elíassonar", Ljóðormur 5.tölublað, mars
1987, bls. 38.