Skírnir - 01.09.1991, Side 246
508
EINAR FALURINGÓLFSSON
SKÍRNIR
Um nóttina vakna ég við eitthvert krafs á gluggann, og rís upp til
að líta út. Frá sjónum berast drunur, ég svipti til gardínum og þá
mætir mér ógleymanleg sjón. Fyrir utan stendur kynlega hreistrað
skrímsli skeljalagt og hnerrar eða frýsar inn um gluggann. Þetta er
skepna á stærð við vannærðan nashyrning og ég tek sérstaklega
eftir augunum, þau eru svo furðanlega biðjandi. Andartak dettur
mér helst í hug að sækja kexköku, en svo verð ég allt í einu hálf-
smeykur og gríp í fáti eitt af ígulkerjunum [...] og þessu ígulkeri
læði ég út um opinn gluggann og milli skolta skrímslisins. Það
byrjar að bryðja, en hnerrar svo skyndilega aftur, ég er of seinn að
kippa að mér hendinni og broddótt leiðindaslepja kemur á handar-
bakið. Svo hnubbar skepnan skúrinn með afturendanum svo
stafnar ganga til, hverfur síðan niður fyrir sjávarbakkann í þokunni
einmanaleg tilsýndar og mér finnst ég heyra lág gráthljóð. (bls. 10)
Stílgleði höfundarins dylst ekki í þessari frásögn, eða færni hans til að
vekja hughrif. Blandað er saman ljúfsárum, ógnandi og fyndnum mynd-
um. Skepnan er ógnvænleg í augum sögumanns, sem horfir á hana gagn-
rýnislaust en spinnur því meira uppúr sér um hana; lesandinn samþykkir
þá útgáfu, svo að þegar presturinn í næsta húsi kemur með kenningu um
að þetta hafi verið „beljan hans Ásgríms", þá hnykkir sögumanni við og
lesandanum ekki síður; skepnan er alltof mögnuð til að hana megi útskýra
á jafn lágheiðarlegan hátt.
Skrímsli hverskonar og annarlegar skepnur eru áberandi í sögunni og
renna á eðlilegan hátt saman við hinn daglega heim. Skepnan í frásögninni
hverfur niður að hafinu og hugleiðingar um hafið og ótti við það sem í því
kann að leynast eru áberandi í Svefnhjólinu. Nokkuð hefur borið á þessu í
fyrri bókum Gyrðis. I sögunni „Sumarhús" í Bréfbátarigningunni gengur
sögumaðurinn að lokum út í hafið, til móts við sæskjaldböku. Hafið og
dauðinn verða eitt, úr því koma dauðar skepnur og dularfullar; meira að
segja draugar. Hafið er merkt ógninni og er áberandi þáttur vandlega
byggðs forboðakerfis sem teygir sig um bókina. Kerfis þar sem, rétt eins
og í barnabókum, allt kemur til greina:
[...] ekki laust við að fjaran sé uggvænleg þegar aldan kemur
veltandi og enginn veit hvað undir henni býr. Ef til vill svamlar þar
svefnlaus kýr. Og fjaran er þéttsetin úfnum kolsvörtum klöppum
vöxnum skreipu þangi sem fálmar þegar sjór veltur yfir.6
I greininni „Myndbrot frá barnæsku“,7 bendir Ástráður Eysteinsson á
að í sögum sínum veiti Gyrðir eftirtekt ýmsum þáttum í bernsku drengja
sem alla jafna eru undir yfirborðinu. Þetta er eflaust rétt; í einsemdarrölti
6 Svefnhjólið, bls. 13.
7 Skírnir, hausthefti 1990, bls. 470-494.